Flugmaðurinn Andreas Lubitz leitaði til læknis vegna vandræða með sjón sína nokkrum dögum áður en hann flaug flugvél Germanwings á fjall í frönsku Ölpunum á þriðjudaginn.
New York Times hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum. Þar kemur var að sjónvandræðin hafi getað stuðlað að endalokum ferils Lubitz sem flugmaður.
Talsmaður sjúkrahúss í Düsseldorf hafði áður staðfest að Lubitz hafi verið til meðferðar hjá læknum fyrr í mánuðinum. Það hafi ekki verið vegna þynglyndis.

