Lokað fyrir umferð bíla á Laugavegi um aðventuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2015 15:15 Vísir/Pjetur Reykjavíkurborg stefnir að því að loka fyrir umferð bíla á Skólavörðustíg og hluta Laugavegs á aðventunni. Þetta var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í vikunni. Til skoðunar er að loka fyrir umferð bíla um þessar götur allar helgar ársins. Stefnt er að því að lokunin standi yfir fyrstu tvær helgarnar í desember og svo frá og með föstudeginum 18. desember til aðfangadags, 24. desember. Svæðið sem um ræðir er Skólavörðustígur og Laugavegur frá Vatnsstíg niður að Bankastræti. „Þetta þýðir að sumarlokanir verða jólalokanir,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs í samtali við Vísi en fyrirkomulagið verður með sama hætti og þekkist á sumrin þegar opnað hefur verið fyrir umferð gangandi vegfarenda með því að loka á umferð bíla. „Þessi jólastemning getur verið mjög skemmtileg og verslun þarna um aðventuhelgarnar er bæði mikilvæg og skemmtileg,“ að sögn Hjálmars. „Laugavegurinn er náttúrulega ekki bara verslunargata heldur mannlífsgata þar sem fólk er á gangi og hittist.“Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/StefánTil skoðunar að loka umferð um Laugaveg allar helgar um allt árið í kring Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði gagnrýndi málið og bókaði m.a. eftirfarandi: „Þær viðvörunarraddir hafa heyrst frá kaupmönnum að lokun Laugarvegar á aðventunni muni draga úr verslun. Samtök kaupmanna á svæðinu hafa óskað eftir fundi um málið en slíkur fundur hefur ekki verið haldinn og er það miður. Það eru ekki þröngir einkahagsmunir kaupmanna að verslun dafni í miðborginni heldur er það hagsmunamál allra að þar þrífist fjölbreytt framboð smásöluverslunar.“ Hjálmar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir að kannanir, bæði formlegar og óformlegar, bendi til þess að mikill meirihluti borgarbúa og meirihluti rekstraraðila á svæðinu séu hlynntir þessum lokunum. „Fyrir skömmu voru rekstraraðilar heimsóttir og spurðir hvernig svona lokun legðist í þá, 63 prósent voru hlynntir. Það er þarna minnihlutahópur sem er alfarið á móti öllum lokunum á bílaumferð.“ Fyrr í vetur var ákveðið að sumarlokanir frá 1.maí til 1. október yrðu til frambúðar en einnig hefur komið til tals innan Umhverfis- og skipulagsráðs að grípa oftar til þess að loka fyrir bílaumferð á Skólavörðustíg og hluta Laugavegar. „Það hefur verið rætt að vera með tilraunaverkefni þar sem lokað verður fyrir umferð á þessu svæði um helgar allan ársins hring. Einnig hefur komið til tals að grípa til þessa ráðs þegar bæjarhátíðir standa yfir líkt og var núna í haust þegar Airwaves var haldin.“ Tillagan um aðventulokunina var samþykkt af Umhverfis- og skipulagsráði en bíður staðfestingar Borgarráðs. Tengdar fréttir Sumargötur frá miðjum maí Göngugötur í miðborg Reykjavíkur verða opnaðar 15. maí, verði breytingatillaga samþykkt. 30. apríl 2015 17:55 Kaupmenn á Laugaveginum: Mismikil ánægja með að opnað hafi verið fyrir bílaumferð á ný Lokað var fyrir bílaumferð á Laugaveginum fyrir neðan Vatnsstíg þann 15. maí síðastliðinn en opnað var aftur fyrir umferð í gær. Vísir fór á stúfana og tók púlsinn á kaupmönnum eftir sumarið. 23. september 2015 22:20 Sumargötur opnaðar í Reykjavík Skólavörðurstígur frá Bergstaðarstræti, Laugavegur frá Vatnsstíg að Bankastræti og Pósthússtræti voru breyttar í göngugötur í dag. 15. maí 2015 12:18 Mótmæla fimm mánaða lokun Laugavegar Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. 1. apríl 2015 12:25 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira
Reykjavíkurborg stefnir að því að loka fyrir umferð bíla á Skólavörðustíg og hluta Laugavegs á aðventunni. Þetta var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í vikunni. Til skoðunar er að loka fyrir umferð bíla um þessar götur allar helgar ársins. Stefnt er að því að lokunin standi yfir fyrstu tvær helgarnar í desember og svo frá og með föstudeginum 18. desember til aðfangadags, 24. desember. Svæðið sem um ræðir er Skólavörðustígur og Laugavegur frá Vatnsstíg niður að Bankastræti. „Þetta þýðir að sumarlokanir verða jólalokanir,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs í samtali við Vísi en fyrirkomulagið verður með sama hætti og þekkist á sumrin þegar opnað hefur verið fyrir umferð gangandi vegfarenda með því að loka á umferð bíla. „Þessi jólastemning getur verið mjög skemmtileg og verslun þarna um aðventuhelgarnar er bæði mikilvæg og skemmtileg,“ að sögn Hjálmars. „Laugavegurinn er náttúrulega ekki bara verslunargata heldur mannlífsgata þar sem fólk er á gangi og hittist.“Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/StefánTil skoðunar að loka umferð um Laugaveg allar helgar um allt árið í kring Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði gagnrýndi málið og bókaði m.a. eftirfarandi: „Þær viðvörunarraddir hafa heyrst frá kaupmönnum að lokun Laugarvegar á aðventunni muni draga úr verslun. Samtök kaupmanna á svæðinu hafa óskað eftir fundi um málið en slíkur fundur hefur ekki verið haldinn og er það miður. Það eru ekki þröngir einkahagsmunir kaupmanna að verslun dafni í miðborginni heldur er það hagsmunamál allra að þar þrífist fjölbreytt framboð smásöluverslunar.“ Hjálmar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir að kannanir, bæði formlegar og óformlegar, bendi til þess að mikill meirihluti borgarbúa og meirihluti rekstraraðila á svæðinu séu hlynntir þessum lokunum. „Fyrir skömmu voru rekstraraðilar heimsóttir og spurðir hvernig svona lokun legðist í þá, 63 prósent voru hlynntir. Það er þarna minnihlutahópur sem er alfarið á móti öllum lokunum á bílaumferð.“ Fyrr í vetur var ákveðið að sumarlokanir frá 1.maí til 1. október yrðu til frambúðar en einnig hefur komið til tals innan Umhverfis- og skipulagsráðs að grípa oftar til þess að loka fyrir bílaumferð á Skólavörðustíg og hluta Laugavegar. „Það hefur verið rætt að vera með tilraunaverkefni þar sem lokað verður fyrir umferð á þessu svæði um helgar allan ársins hring. Einnig hefur komið til tals að grípa til þessa ráðs þegar bæjarhátíðir standa yfir líkt og var núna í haust þegar Airwaves var haldin.“ Tillagan um aðventulokunina var samþykkt af Umhverfis- og skipulagsráði en bíður staðfestingar Borgarráðs.
Tengdar fréttir Sumargötur frá miðjum maí Göngugötur í miðborg Reykjavíkur verða opnaðar 15. maí, verði breytingatillaga samþykkt. 30. apríl 2015 17:55 Kaupmenn á Laugaveginum: Mismikil ánægja með að opnað hafi verið fyrir bílaumferð á ný Lokað var fyrir bílaumferð á Laugaveginum fyrir neðan Vatnsstíg þann 15. maí síðastliðinn en opnað var aftur fyrir umferð í gær. Vísir fór á stúfana og tók púlsinn á kaupmönnum eftir sumarið. 23. september 2015 22:20 Sumargötur opnaðar í Reykjavík Skólavörðurstígur frá Bergstaðarstræti, Laugavegur frá Vatnsstíg að Bankastræti og Pósthússtræti voru breyttar í göngugötur í dag. 15. maí 2015 12:18 Mótmæla fimm mánaða lokun Laugavegar Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. 1. apríl 2015 12:25 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira
Sumargötur frá miðjum maí Göngugötur í miðborg Reykjavíkur verða opnaðar 15. maí, verði breytingatillaga samþykkt. 30. apríl 2015 17:55
Kaupmenn á Laugaveginum: Mismikil ánægja með að opnað hafi verið fyrir bílaumferð á ný Lokað var fyrir bílaumferð á Laugaveginum fyrir neðan Vatnsstíg þann 15. maí síðastliðinn en opnað var aftur fyrir umferð í gær. Vísir fór á stúfana og tók púlsinn á kaupmönnum eftir sumarið. 23. september 2015 22:20
Sumargötur opnaðar í Reykjavík Skólavörðurstígur frá Bergstaðarstræti, Laugavegur frá Vatnsstíg að Bankastræti og Pósthússtræti voru breyttar í göngugötur í dag. 15. maí 2015 12:18
Mótmæla fimm mánaða lokun Laugavegar Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. 1. apríl 2015 12:25