Innlent

Sumargötur opnaðar í Reykjavík

Atli Ísleifsson skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði sumargöturnar í morgun ásamt börnum af Sólskinsdeild leikskólans Grænuborgar.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði sumargöturnar í morgun ásamt börnum af Sólskinsdeild leikskólans Grænuborgar. Mynd/reykjavíkurborg
Sumargötur í Reykjavík voru opnaðar formlega í dag þegar Skólavörðurstíg frá Bergstaðarstræti, Laugavegi frá Vatnsstíg að Bankastræti og Pósthússtræti var breytt í göngugötur.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að sumargöturnar verði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur til 15. september og lokaðar bílaumferð nema á milli klukkan 8 og 11 á virkum dögum. Séu þær liður í því að skapa fjölskrúðugt mannlíf í miðborginni.

„Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði sumargöturnar í morgun ásamt börnum af Sólskinsdeild leikskólans Grænuborgar og um leið var myndlistasýning barnanna opnuð á Skólavörðustíg. Þau hafa haft umhverfið á Skólavörðustígnum sem viðfangsefni fyrir sýninguna og eru flestar myndirnar af Leifi Eiríkssyni.

Borgarstjóri skoðaði sýninguna með leikskólabörnunum og trommarar frá Kramhúsinu börðu bumbur við opnuna.

Sumargötur er sameiginlegt verkefni borgaryfirvalda og rekstraraðila og þjóna þeim tilgangi að taka sem best á móti gestum og gangandi í miðborginni. Göngugötur í miðborginni hafa undanfarin ár auðgað mannlífið í bænum um leið og þær bæta aðgengi gangandi og hjólandi fólks að verslun og þjónustu,“ segir í tilkynningunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.