Innlent

Sumargötur frá miðjum maí

Sunna Karen SIgurþórsdóttir skrifar
Göngugötur í miðborg Reykjavíkur verða opnaðar 15. maí, verði breytingatillagan samþykkt.
Göngugötur í miðborg Reykjavíkur verða opnaðar 15. maí, verði breytingatillagan samþykkt. mynd/reykjavíkurborg
Göngugötur í miðborg Reykjavíkur verða opnaðar 15. maí til 15.september ef breytingatillaga borgarráðsfulltrúa meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna nær fram að ganga. Málinu var frestað en verður aftur á dagskrá borgarráðs í næstu viku.

mynd/reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagsráð lagði til að sumargötur yrðu opnar frá 1.maí til 1. október. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- og flugvallarvina greiddu þó atkvæði gegn þeirri tillögu en töldu að þriggja mánaða opnun væri fullnægjandi. Meirihluti borgarráðs sagði þá að með því að stytta tímabilið í báða enda væri veittur meiri tími til undirbúnings auk þess sem komið væri til móts við misjöfn sjónarmið varðandi lengd sumargatna.

Líkt og undanfarin ár er ráðgert að götuköflum, Laugavegur frá Vatnsstíg og Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti, verði breytt í sumargötur auk þess sem Pósthússtræti verður lokað frá Kirkjustræti. Göturnar verða þó opnar fyrir bílaumferð frá klukkan 8 til 11 á morgnanna, frá mánudegi til föstudags.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.