Rússar fordæma skopmyndir í Charlie Hebdo sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 17:59 Myndirnar sem um ræðir. Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt skopmyndir sem birtust í nýjasta tímariti Charlie Hebdo af flugslysinu á Sinæ skaga um síðustu helgi. Talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta segir myndirnar óásættanlegar og hafi ekkert með tjáningarfrelsi að gera. Yfirvöld ætli þó ekki að leggja fram formlega kvörtun. Um tvær skopmyndir er að ræða. Á annarri þeirra má sjá brak og líkamsleifar falla á vígamenn Íslamska ríkisins undir yfirskriftinni: „IS: Rússar auka loftárásir sínar“ – og er þar með vísað í loftárásirnar Rússa í Sýrlandi. Á hinni myndinni má sjá hauskúpu með sólgleraugu með brak flugvélarinnar í bakgrunni. Titill þeirrar myndar er: „Hættur rússneskra lággjaldaflugfélaga“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar fordæma skopritið því síðast í mars birtist skopmynd af stríðinu í Úkraínu. Undir henni stóð „Hvernig væri ef við gerðum eitthvað við einhverja skopmyndateiknara?“. Myndina má sjá hér fyrir neðan. From the Kremlin to the Duma, Charlie Hebdo's MetroJet crash cartoons anger Moscow https://t.co/aTS76MT4RG pic.twitter.com/UMtjdymbI1— Newsweek (@Newsweek) November 6, 2015 Franskir sérfræðingar greindu frá því í dag að talið sé að öflug sprengja hafi orðið til þess að rússneska vélin hrapaði, með þeim afleiðingum að 224 fórust. Þeir segja ekkert benda til þess að vélarbilun hafi orðið, en flugritar sýna að allur tækjabúnaður var í góðu lagi skömmu áður en vélin fórst. ISIS samtökin höfðu áður lýst ábyrgð á verknaðnum og í gær greindi bandaríska fréttastofan NBC frá því að bandaríska leyniþjónustan hafi hlerað samtal milli ISIS liða í Sýrlandi og Egyptalandi þar sem fram kemur hvernig vélinni var grandað. Vladimír Pútín Rússlandsforseti stöðvaði í gær allt áætlunarflug milli Rússlands og Egyptalands vegna hættu á hryðjuverkaárásum, en fimmtíu þúsund rússneskir ferðamenn eru nú í landinu. Ákvörðun Pútíns er mikið áfall fyrir efnahag Egypta sem byggir að miklu leyti á ferðaþjónustu. Um þrjátíu prósent allra ferðamanna í landinu koma frá Rússlandi. Tengdar fréttir Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53 Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28 Starfsmenn Charlie Hebdo jarðaðir Meðal þeirra eru tveir þekktustu teiknarar blaðsins. 15. janúar 2015 16:18 Telja að um hryðjuverk hafi verið að ræða Flugriti vélarinnar er fundinn og er rannsókn í fullum gangi. 2. nóvember 2015 10:33 Gíslataka í úthverfi Parísar Ekki er vitað hvort gíslatakan tengist árásunum frá í janúar á nokkurn hátt. 13. júlí 2015 08:02 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt skopmyndir sem birtust í nýjasta tímariti Charlie Hebdo af flugslysinu á Sinæ skaga um síðustu helgi. Talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta segir myndirnar óásættanlegar og hafi ekkert með tjáningarfrelsi að gera. Yfirvöld ætli þó ekki að leggja fram formlega kvörtun. Um tvær skopmyndir er að ræða. Á annarri þeirra má sjá brak og líkamsleifar falla á vígamenn Íslamska ríkisins undir yfirskriftinni: „IS: Rússar auka loftárásir sínar“ – og er þar með vísað í loftárásirnar Rússa í Sýrlandi. Á hinni myndinni má sjá hauskúpu með sólgleraugu með brak flugvélarinnar í bakgrunni. Titill þeirrar myndar er: „Hættur rússneskra lággjaldaflugfélaga“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar fordæma skopritið því síðast í mars birtist skopmynd af stríðinu í Úkraínu. Undir henni stóð „Hvernig væri ef við gerðum eitthvað við einhverja skopmyndateiknara?“. Myndina má sjá hér fyrir neðan. From the Kremlin to the Duma, Charlie Hebdo's MetroJet crash cartoons anger Moscow https://t.co/aTS76MT4RG pic.twitter.com/UMtjdymbI1— Newsweek (@Newsweek) November 6, 2015 Franskir sérfræðingar greindu frá því í dag að talið sé að öflug sprengja hafi orðið til þess að rússneska vélin hrapaði, með þeim afleiðingum að 224 fórust. Þeir segja ekkert benda til þess að vélarbilun hafi orðið, en flugritar sýna að allur tækjabúnaður var í góðu lagi skömmu áður en vélin fórst. ISIS samtökin höfðu áður lýst ábyrgð á verknaðnum og í gær greindi bandaríska fréttastofan NBC frá því að bandaríska leyniþjónustan hafi hlerað samtal milli ISIS liða í Sýrlandi og Egyptalandi þar sem fram kemur hvernig vélinni var grandað. Vladimír Pútín Rússlandsforseti stöðvaði í gær allt áætlunarflug milli Rússlands og Egyptalands vegna hættu á hryðjuverkaárásum, en fimmtíu þúsund rússneskir ferðamenn eru nú í landinu. Ákvörðun Pútíns er mikið áfall fyrir efnahag Egypta sem byggir að miklu leyti á ferðaþjónustu. Um þrjátíu prósent allra ferðamanna í landinu koma frá Rússlandi.
Tengdar fréttir Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53 Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28 Starfsmenn Charlie Hebdo jarðaðir Meðal þeirra eru tveir þekktustu teiknarar blaðsins. 15. janúar 2015 16:18 Telja að um hryðjuverk hafi verið að ræða Flugriti vélarinnar er fundinn og er rannsókn í fullum gangi. 2. nóvember 2015 10:33 Gíslataka í úthverfi Parísar Ekki er vitað hvort gíslatakan tengist árásunum frá í janúar á nokkurn hátt. 13. júlí 2015 08:02 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53
Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28
Starfsmenn Charlie Hebdo jarðaðir Meðal þeirra eru tveir þekktustu teiknarar blaðsins. 15. janúar 2015 16:18
Telja að um hryðjuverk hafi verið að ræða Flugriti vélarinnar er fundinn og er rannsókn í fullum gangi. 2. nóvember 2015 10:33
Gíslataka í úthverfi Parísar Ekki er vitað hvort gíslatakan tengist árásunum frá í janúar á nokkurn hátt. 13. júlí 2015 08:02