Hetjan sem varð að skúrki Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2015 10:30 Minnisvarðar um Charles Josep Gliniewicz voru víða sjáanlegir í Fox Lake. Vísir/Getty Lögregluþjónninn Charles Josep Gliniewicz fannst látinn í Fox Lake í Bandaríkjunum í byrjun september í fyrra og fór af stað umfangsmikil rannsókn á því sem að talið var að væri morð. Hann hafði verið lögregluþjónn í 30 ár og var einstaklega vinsæll í starfi sínu. Skömmu áður en hann fannst látinn hafði hann sagt í talstöð sína að hann væri á hlaupum á eftir þremur mönnum. Hann fannst með skotsár og skammbyssa hans lá þar nærri. Gífurlega umfangsmikil rannsókn og leit var sett á laggirnar og fóru þungvopnaðir lögregluþjónar hús úr húsi í öllum bænum í leit að mönnunum þremur. Gliniewicz var jarðsunginn sem hetja og mættu hundruð í jarðaför hans.Sjá einnig: Umfangsmikil leit að morðingjum lögreglumanns Nú hefur komið í ljós að hann framdi sjálfsmorð og framkvæmdi það og skipulagði, svo að rannsakendur myndu telja að um morð hefði verið að ræða. Þar að auki hafði hann dregið að sér fé um árabil frá unglingastarfi sem hann hafði stýrt.Charles Josep Gliniewicz.Vísir/GettySamkvæmt AP fréttaveitunni mátti sjá opinbera starfsmenn Fox Lake ganga um bæinn í gær og taka niður borða sem á stóð G.I. Joe. Borðarnir höfðu verið settir upp til stuðnings Gliniewicz eftir að hann fannst látinn, en hann þótti mjög vinsæll í bænum. Einum borðanum hafði verið breytt á þann veg að á honum stóð: G.I. Joke. Peningunum sem Gliniewicz hafði dregið að sér eyddi hann í húsnæðislán, ferðalög, klámsíður og í lán til vina sinna. Hann er talinn hafa framið sjálfsmorð vegna þess að fjárdrátturinn var við það að líta dagsins ljós. Nafn Gliniewicz hefur verið fjarlægt af heimasíðu samtaka sem halda utan um fjölda lögreglumanna sem láta lífið við skyldustörf. Þar að auki hafa samtök sem styðja fjölskyldur slíkra lögregluþjóna farið fram á að fjölskylda hans skili um tveggja milljóna styrk sem hún fékk. Tengdar fréttir Umfangsmikil leit að morðingjum lögreglumanns Þrír menn sem grunaðir eru um að hafa orðið lögreglumanni að bana skammt norðan við Chicago er nú á flótta en skólum hefur verið lokað og íbúum sagt að halda kyrru heimafyrir meðan aðgerðir standa yfir. 1. september 2015 23:51 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Lögregluþjónninn Charles Josep Gliniewicz fannst látinn í Fox Lake í Bandaríkjunum í byrjun september í fyrra og fór af stað umfangsmikil rannsókn á því sem að talið var að væri morð. Hann hafði verið lögregluþjónn í 30 ár og var einstaklega vinsæll í starfi sínu. Skömmu áður en hann fannst látinn hafði hann sagt í talstöð sína að hann væri á hlaupum á eftir þremur mönnum. Hann fannst með skotsár og skammbyssa hans lá þar nærri. Gífurlega umfangsmikil rannsókn og leit var sett á laggirnar og fóru þungvopnaðir lögregluþjónar hús úr húsi í öllum bænum í leit að mönnunum þremur. Gliniewicz var jarðsunginn sem hetja og mættu hundruð í jarðaför hans.Sjá einnig: Umfangsmikil leit að morðingjum lögreglumanns Nú hefur komið í ljós að hann framdi sjálfsmorð og framkvæmdi það og skipulagði, svo að rannsakendur myndu telja að um morð hefði verið að ræða. Þar að auki hafði hann dregið að sér fé um árabil frá unglingastarfi sem hann hafði stýrt.Charles Josep Gliniewicz.Vísir/GettySamkvæmt AP fréttaveitunni mátti sjá opinbera starfsmenn Fox Lake ganga um bæinn í gær og taka niður borða sem á stóð G.I. Joe. Borðarnir höfðu verið settir upp til stuðnings Gliniewicz eftir að hann fannst látinn, en hann þótti mjög vinsæll í bænum. Einum borðanum hafði verið breytt á þann veg að á honum stóð: G.I. Joke. Peningunum sem Gliniewicz hafði dregið að sér eyddi hann í húsnæðislán, ferðalög, klámsíður og í lán til vina sinna. Hann er talinn hafa framið sjálfsmorð vegna þess að fjárdrátturinn var við það að líta dagsins ljós. Nafn Gliniewicz hefur verið fjarlægt af heimasíðu samtaka sem halda utan um fjölda lögreglumanna sem láta lífið við skyldustörf. Þar að auki hafa samtök sem styðja fjölskyldur slíkra lögregluþjóna farið fram á að fjölskylda hans skili um tveggja milljóna styrk sem hún fékk.
Tengdar fréttir Umfangsmikil leit að morðingjum lögreglumanns Þrír menn sem grunaðir eru um að hafa orðið lögreglumanni að bana skammt norðan við Chicago er nú á flótta en skólum hefur verið lokað og íbúum sagt að halda kyrru heimafyrir meðan aðgerðir standa yfir. 1. september 2015 23:51 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Umfangsmikil leit að morðingjum lögreglumanns Þrír menn sem grunaðir eru um að hafa orðið lögreglumanni að bana skammt norðan við Chicago er nú á flótta en skólum hefur verið lokað og íbúum sagt að halda kyrru heimafyrir meðan aðgerðir standa yfir. 1. september 2015 23:51