Enski boltinn

Arsenal sló út City banana | Sjáðu mörkin hjá Giroud

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Arsenal fór nokkuð þægilega áfram í átta liða úrslit FA-bikarsins eftir sigur á Middlesbrough í dag. Oliver Giroud gerði bæði mörk Arsenal.

Lokatölur urðu 2-0, en Giroud skoraði bæði mörkin á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik. Bæði með laglegum skotum.

Arsenal-liðið setti svo bara í hálfgerðan hlutlausan gír, en bæði mörkin voru komin á fyrsta hálftímanum.

Gestirnir, sem slógu út Manchester City í síðustu umferð, ógnuðu ekkert að viti fyrr en alveg undir lok leiks. Nær komust þeir ekki og lokatölur 2-0.

Arsenal verður því í pottinum þegar dregið verður í enska bikarinn á morgun.

1-0 Giroud: 2-0 Giroud:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×