Árásarmaðurinn í Kaupmannahöfn drepinn Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2015 08:25 Mikill viðbúnaður lögreglu var í Kaupmannahöfn í gær og í nótt. Vísir/AFP Lögregla í Kaupmannahöfn skaut í nótt mann til bana sem grunaður er um skotárásirnar í Kaupmannahöfn í gær og í nótt. Þrír eru látnir og fimm særðust í árásunum. Að sögn lögreglu bendir ekkert á þessari stundu til annars en að maðurinn hafi einn átt aðkomu að árásunum. Málið er enn í rannsókn. Einn maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalsgötu í miðbæ Kaupmannahafnar um miðnætti. Fyrr um daginn lést fertugur Dani í skotárás við Krudttönden-leikhúsið. Sænski listamaðurinn Lars Vilks telur að hann hafi verið skotmarkið en ráðstefna um guðlast og tjáningarfrelsi fór fram í leikhúsinu. Lögreglan rannsakar skotárásirnar sem hryðjuverk og lýsir Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, verknaðinum sem „kaldrifjuðu hryðjuverki“ í færslu sinni á Facebook. Lögregla greindi frá því um klukkan þrjú í nótt að lögreglumenn hafi skotið og drepið mann nærri lestarstöðinni Norðurbrú. Lögregla hafði þá fylgst með húsi í hverfinu og í nótt mætti maðurinn þangað. Þegar hann tók eftir lögreglumönnnum hóf hann skothríð. Lögreglan skaut þá á móti þannig að maðurinn lést. Enginn lögreglumaður særðist í átökunum. Í morgun greindi lögregla í Kaupmannahöfn svo frá því að gert sé ráð fyrir að um árásarmanninn hafi verið að ræða. Enn séu þó „margir lausir endar“ og umfangsmikil rannsókn stendur fyrir dyrum. Í tilkynningu lögreglu segir að hún hafi getað fylgst með ferðum mannsins með öryggismyndavélum í borginni og þannig haft uppi á honum.Fréttin verður uppfærð.Uppfært 8:45: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, segir á Facebook-síðu sinni að þetta sé óendilega sorglegur morgun þar sem hugurinn leitar til fórnarlamba árásanna og aðstandenda þeirra. Hún hrósar lögreglunni sérstaklega fyrir snör viðbröð til mögulegt hafi verið að tryggja öryggi borgarinnar. Segir forsætisráðherrann að ríkisstjórnin fylgist grannt með gangi mála og að enginn muni komast upp með að ráðast á hið opna, frjálsa og lýðræðislega samfélag í Danmörku.Uppfært 8:55: Fórnarlambið árásarmannsins á bænahús gyðinga á Kristalsgötu í nótt var 37 ára maður sem starfaði sem öryggisvörður. TV2 greinir frá þessu. Söfnuðurinn hefur nú opinberað að fórnarlambið hét Dan Uzan. Uppfært 8:59: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, mun funda með blaðamönnum klukkan 9:30 að íslenskum tíma. Politiet har afgivet skud ved Nørrebro Station. En person er ramt. Tilstand ukendt. Nærmere info vil tilgå #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) February 15, 2015 Post by Helle Thorning-Schmidt. #cphshooting Tweets Tengdar fréttir Vilks telur sig hafa verið skotmarkið "Við erum öll dönsk í kvöld,“ sagði starfsmaður Charlie Hebdo eftir skotárásina í Kaupmannahöfn. 14. febrúar 2015 23:51 Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09 Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Lögregla í Kaupmannahöfn skaut í nótt mann til bana sem grunaður er um skotárásirnar í Kaupmannahöfn í gær og í nótt. Þrír eru látnir og fimm særðust í árásunum. Að sögn lögreglu bendir ekkert á þessari stundu til annars en að maðurinn hafi einn átt aðkomu að árásunum. Málið er enn í rannsókn. Einn maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalsgötu í miðbæ Kaupmannahafnar um miðnætti. Fyrr um daginn lést fertugur Dani í skotárás við Krudttönden-leikhúsið. Sænski listamaðurinn Lars Vilks telur að hann hafi verið skotmarkið en ráðstefna um guðlast og tjáningarfrelsi fór fram í leikhúsinu. Lögreglan rannsakar skotárásirnar sem hryðjuverk og lýsir Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, verknaðinum sem „kaldrifjuðu hryðjuverki“ í færslu sinni á Facebook. Lögregla greindi frá því um klukkan þrjú í nótt að lögreglumenn hafi skotið og drepið mann nærri lestarstöðinni Norðurbrú. Lögregla hafði þá fylgst með húsi í hverfinu og í nótt mætti maðurinn þangað. Þegar hann tók eftir lögreglumönnnum hóf hann skothríð. Lögreglan skaut þá á móti þannig að maðurinn lést. Enginn lögreglumaður særðist í átökunum. Í morgun greindi lögregla í Kaupmannahöfn svo frá því að gert sé ráð fyrir að um árásarmanninn hafi verið að ræða. Enn séu þó „margir lausir endar“ og umfangsmikil rannsókn stendur fyrir dyrum. Í tilkynningu lögreglu segir að hún hafi getað fylgst með ferðum mannsins með öryggismyndavélum í borginni og þannig haft uppi á honum.Fréttin verður uppfærð.Uppfært 8:45: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, segir á Facebook-síðu sinni að þetta sé óendilega sorglegur morgun þar sem hugurinn leitar til fórnarlamba árásanna og aðstandenda þeirra. Hún hrósar lögreglunni sérstaklega fyrir snör viðbröð til mögulegt hafi verið að tryggja öryggi borgarinnar. Segir forsætisráðherrann að ríkisstjórnin fylgist grannt með gangi mála og að enginn muni komast upp með að ráðast á hið opna, frjálsa og lýðræðislega samfélag í Danmörku.Uppfært 8:55: Fórnarlambið árásarmannsins á bænahús gyðinga á Kristalsgötu í nótt var 37 ára maður sem starfaði sem öryggisvörður. TV2 greinir frá þessu. Söfnuðurinn hefur nú opinberað að fórnarlambið hét Dan Uzan. Uppfært 8:59: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, mun funda með blaðamönnum klukkan 9:30 að íslenskum tíma. Politiet har afgivet skud ved Nørrebro Station. En person er ramt. Tilstand ukendt. Nærmere info vil tilgå #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) February 15, 2015 Post by Helle Thorning-Schmidt. #cphshooting Tweets
Tengdar fréttir Vilks telur sig hafa verið skotmarkið "Við erum öll dönsk í kvöld,“ sagði starfsmaður Charlie Hebdo eftir skotárásina í Kaupmannahöfn. 14. febrúar 2015 23:51 Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09 Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Vilks telur sig hafa verið skotmarkið "Við erum öll dönsk í kvöld,“ sagði starfsmaður Charlie Hebdo eftir skotárásina í Kaupmannahöfn. 14. febrúar 2015 23:51
Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09
Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41