Ljósmyndin sem grætti internetið Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2015 14:30 Hin fjögurra ára gamla Hudea varð gífurlega hrædd við myndavélina og hélt að um byssu væri að ræða. Mynd/Twitter Mynd af fjögurra ára sýrlenskri stúlku sem gefst upp fyrir ljósmyndara hefur vakið gífurlega athygli á internetinu síðustu daga. Þegar myndin var tekin, hélt stúlkan að myndavélin væri vopn og rétti hún upp hendur til merkis um að hún gæfist upp. Fyrir viku síðan var myndinni deilt á Twitter, eins og sjá má hér að neðan, og hefur þeirri færslu verið endurdeilt um sextán þúsund sinnum. Óhætt er að segja að myndin hafi vakið miklar tilfinningar. „Mannkynið hefur brugðist.“ „Ég er grátandi.“ „Ein meðal milljóna.“ „Ótrúlega sorglegt.“ Þetta er meðal ummæla um ljósmyndina á Twitter. Margir hverjir töldu hins vegar að hún hefði verið sviðssett, en BBC elti ljósmyndarann uppi og spurði hann út í myndina. Osman Sağırlı er frá Tyrklandi en hann tók myndina í Atmeh flóttamannabúðunum í Sýrlandi í desember í fyrra. Hann notaði stóra linsu sem að barnið hélt að væri vopn. „Ég áttaði mig á því að hún hve óttaslegin hún var eftir að ég tók myndina og skoðaði hana fyrst, þar sem hún beit í vörina og lyfti höndum. Yfirleitt hlaupa börn í burtu, fela andlit sín eða brosa þegar þau sjá myndavél.“ Stúlkan hafði flúið með móður sinni og tveimur systkinum og farið um 150 kílómetra til að komast í flóttamannabúðirnar. photojournalist took this photo 4 Syrian child, thought he has a weapon not a camera so she Gave up ! #Surrended pic.twitter.com/bm1hOWQWJY— Nadia AbuShaban (@NadiaAbuShaban) March 24, 2015 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Mynd af fjögurra ára sýrlenskri stúlku sem gefst upp fyrir ljósmyndara hefur vakið gífurlega athygli á internetinu síðustu daga. Þegar myndin var tekin, hélt stúlkan að myndavélin væri vopn og rétti hún upp hendur til merkis um að hún gæfist upp. Fyrir viku síðan var myndinni deilt á Twitter, eins og sjá má hér að neðan, og hefur þeirri færslu verið endurdeilt um sextán þúsund sinnum. Óhætt er að segja að myndin hafi vakið miklar tilfinningar. „Mannkynið hefur brugðist.“ „Ég er grátandi.“ „Ein meðal milljóna.“ „Ótrúlega sorglegt.“ Þetta er meðal ummæla um ljósmyndina á Twitter. Margir hverjir töldu hins vegar að hún hefði verið sviðssett, en BBC elti ljósmyndarann uppi og spurði hann út í myndina. Osman Sağırlı er frá Tyrklandi en hann tók myndina í Atmeh flóttamannabúðunum í Sýrlandi í desember í fyrra. Hann notaði stóra linsu sem að barnið hélt að væri vopn. „Ég áttaði mig á því að hún hve óttaslegin hún var eftir að ég tók myndina og skoðaði hana fyrst, þar sem hún beit í vörina og lyfti höndum. Yfirleitt hlaupa börn í burtu, fela andlit sín eða brosa þegar þau sjá myndavél.“ Stúlkan hafði flúið með móður sinni og tveimur systkinum og farið um 150 kílómetra til að komast í flóttamannabúðirnar. photojournalist took this photo 4 Syrian child, thought he has a weapon not a camera so she Gave up ! #Surrended pic.twitter.com/bm1hOWQWJY— Nadia AbuShaban (@NadiaAbuShaban) March 24, 2015
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira