Kemur til skoðunar hvort Sigurður verði sviptur fálkaorðunni Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2015 13:35 Sigurður Einarsson og Ólafur Ragnar Grímsson ræðast hér við. Formaður orðunefndar segir það koma til skoðunar hvort orðunefnd muni ráðleggja stórmeistara fálkaorðunnar, forseta Íslands, að svipta Sigurði rétti til að bera fálkaorðuna. Vísir Guðni Ágústsson segir orðunefnd koma saman á næstunni og þá verði það rætt hvort til greina komi að svipta Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, rétti til að bera fálkaorðuna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi Sigurð fálkorðunni í ársbyrjun árið 2007 en Sigurður var í gær dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar í Hæstarétti Íslands fyrir sinn hlut í Al Thani-málinu svokallaða. Í þrettándu grein forsetabréfs um fálkaorðuna kemur fram að stórmeistari, sem er forseti Íslands, geti að ráði orðunefndar svipt hvern þann sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.Guðni Ágústsson. GVADeilir aldrei við dómarann Guðni Ágústsson segir að athygli hans hafi verið vakin á þessu ákvæði. „Þannig að ég hef ekkert um þetta að segja annað en að þegar orðunefnd kemur saman á næstunni þá munum við fara yfir þetta mál og hefur það komið upp áður og hver voru viðbrögðin þá og hvað beri að gera í þessu. Það er bara einfalt af minni hálfu, ég get ekkert annað sagt en að við munum fara yfir þetta,“ segir Guðni. Hann vildi lítið tjá sig um dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu í gær. „Ég deili aldrei við dómarann. Þeir hafa komist að þessari niðurstöðu og ég trúi þeim.“Sigurður EinarssonSigurður talinn meðal helstu samstarfsmanna forseta Ólafur Ragnar og Sigurður Einarsson áttu í ágætis samstarfi fyrir hrun ef marka má rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008. Í skýrslunni er meðal annars tekið dæmi úr bókinni Sögur af forseta en þar segir að Sigurður Einarsson hafi verið tíður gestur á Bessastöðum og sama megi segja um forráðamenn annarra banka. Sérstaklega er tekið fram að frá árinu 2000 hefði Ólafur Ragnar unnið með Sigurði Einarssyni að mörgum málum, bæði í þágu bankans og annarra málefna. „Má telja Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum,“ segir í skýrslunni. Þá er rifjað upp að árið 2004 fóru íslensku bankarnir mikinn í kaupum á bönkum víða um heim. „Mikið lá við og bað Sigurður Einarsson forsetann um aðstoð. Forsetinn brást vel við og bauð tveimur stjórnendum Singer & Friedlander sem voru að kanna trúverðugleika Kaupþings í hádegisverð á Bessastöðum til að sannfæra þá um ágæti bankans,“ segir í skýrslunni um Sigurð og Ólaf Ragnar.Ólafur Ragnar skrifaði meðal annars emírnum Hamad Bin Khalifa Al Thani bréf í þágu Sigurðar Einarssonar. Anton Brink. Skrifaði bréf í þágu Sigurðar Í skýrslunni er einnig rifjað upp að árið 2008 skrifaði Ólafur Ragnar bréf í þágu Sigurðar Einarssonar sem Ólafur vísaði meðal annars til sem vinar síns. Eitt bréf sem er rifjað upp í skýrslunni var ritað 22. maí var til emírsins Hamads Bin Khalifa Al Thani í Katar en Ólafur ritaði það í þágu Sigurðar. Hamad er bróðir Mohammads Bin Khalifa Al-Thani sem keypti hlut í Kaupþingi fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum þann 22. september árið 2008 en dómur féll vegna þeirra viðskipta í Hæstarétti í gær þar sem Sigurður var dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar. Alþingi Tengdar fréttir Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17 Skyldi maðurinn vera drukkinn? Facebookþjóðin komst í mikið tilfinningalegt uppnám eftir að Bogi Ágústsson ræddi við Sigurð Einarsson Kaupþingsmann í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins. 13. febrúar 2015 10:55 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Guðni Ágústsson segir orðunefnd koma saman á næstunni og þá verði það rætt hvort til greina komi að svipta Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, rétti til að bera fálkaorðuna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi Sigurð fálkorðunni í ársbyrjun árið 2007 en Sigurður var í gær dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar í Hæstarétti Íslands fyrir sinn hlut í Al Thani-málinu svokallaða. Í þrettándu grein forsetabréfs um fálkaorðuna kemur fram að stórmeistari, sem er forseti Íslands, geti að ráði orðunefndar svipt hvern þann sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.Guðni Ágústsson. GVADeilir aldrei við dómarann Guðni Ágústsson segir að athygli hans hafi verið vakin á þessu ákvæði. „Þannig að ég hef ekkert um þetta að segja annað en að þegar orðunefnd kemur saman á næstunni þá munum við fara yfir þetta mál og hefur það komið upp áður og hver voru viðbrögðin þá og hvað beri að gera í þessu. Það er bara einfalt af minni hálfu, ég get ekkert annað sagt en að við munum fara yfir þetta,“ segir Guðni. Hann vildi lítið tjá sig um dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu í gær. „Ég deili aldrei við dómarann. Þeir hafa komist að þessari niðurstöðu og ég trúi þeim.“Sigurður EinarssonSigurður talinn meðal helstu samstarfsmanna forseta Ólafur Ragnar og Sigurður Einarsson áttu í ágætis samstarfi fyrir hrun ef marka má rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008. Í skýrslunni er meðal annars tekið dæmi úr bókinni Sögur af forseta en þar segir að Sigurður Einarsson hafi verið tíður gestur á Bessastöðum og sama megi segja um forráðamenn annarra banka. Sérstaklega er tekið fram að frá árinu 2000 hefði Ólafur Ragnar unnið með Sigurði Einarssyni að mörgum málum, bæði í þágu bankans og annarra málefna. „Má telja Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum,“ segir í skýrslunni. Þá er rifjað upp að árið 2004 fóru íslensku bankarnir mikinn í kaupum á bönkum víða um heim. „Mikið lá við og bað Sigurður Einarsson forsetann um aðstoð. Forsetinn brást vel við og bauð tveimur stjórnendum Singer & Friedlander sem voru að kanna trúverðugleika Kaupþings í hádegisverð á Bessastöðum til að sannfæra þá um ágæti bankans,“ segir í skýrslunni um Sigurð og Ólaf Ragnar.Ólafur Ragnar skrifaði meðal annars emírnum Hamad Bin Khalifa Al Thani bréf í þágu Sigurðar Einarssonar. Anton Brink. Skrifaði bréf í þágu Sigurðar Í skýrslunni er einnig rifjað upp að árið 2008 skrifaði Ólafur Ragnar bréf í þágu Sigurðar Einarssonar sem Ólafur vísaði meðal annars til sem vinar síns. Eitt bréf sem er rifjað upp í skýrslunni var ritað 22. maí var til emírsins Hamads Bin Khalifa Al Thani í Katar en Ólafur ritaði það í þágu Sigurðar. Hamad er bróðir Mohammads Bin Khalifa Al-Thani sem keypti hlut í Kaupþingi fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum þann 22. september árið 2008 en dómur féll vegna þeirra viðskipta í Hæstarétti í gær þar sem Sigurður var dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar.
Alþingi Tengdar fréttir Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17 Skyldi maðurinn vera drukkinn? Facebookþjóðin komst í mikið tilfinningalegt uppnám eftir að Bogi Ágústsson ræddi við Sigurð Einarsson Kaupþingsmann í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins. 13. febrúar 2015 10:55 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17
Skyldi maðurinn vera drukkinn? Facebookþjóðin komst í mikið tilfinningalegt uppnám eftir að Bogi Ágústsson ræddi við Sigurð Einarsson Kaupþingsmann í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins. 13. febrúar 2015 10:55
Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00
Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01
Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25