Enski boltinn

Costa: Ég berst og gef mig allan í leikinn en hef aldrei meitt neinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Diego Costa, framherji Chelsea og markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, snýr aftur í næstu viku eftir leikbann sem hann var úrskurðaður í fyrir að traðka á fæti Emre Can, leikmanni Liverpool.

Hann fékk þriggja leikja bann fyrir atvikið í deildabikarleiknum gegn Liverpool í síðasta mánuði, en reimir aftur á sig takkaskóna þegar Chelsea mætir PSG í Meistaradeildinni í næstu viku.

Costa prýðir forsíðu nýjasta heftis Sports Magazine þar sem hann ræðir um villimanninn í sér á vellinum. Hann viðurkennir að gera allt að krafti en segist engan hafa meitt.

„Ef þið skoðið ferilinn minn komist þið að því að ég hef aldrei meitt neinn alvarlega. Stundum ýkja aðrir leikmenn viðbrögð við þeim litlu hlutum sem ég geri á vellinum,“ segir Costa.

„Ef þð spólið til baka og sjáið hvað þessir sömu leikmenn gerðu mér mynduð þið hafa aðra skoðun á málinu.“

„Ég lít á mig sem leikmann sem berst og gef allt mitt í leikinn. Þeir sem þekkja mig vita að ég virði þau gildi og skilja það sem ég segi,“ segir Diego Costa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×