Segir alvarlegt að vilja þvinga prest til að ganga gegn trúarsannfæringu sinni Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2015 13:01 Séra Kristinn Jens telur að til séu þeir prestar sem þora ekki að segja skoðun sína af ótta við að vera stimplaðir hommahatarar. „Frelsi hins kristna manns, sem þó er bundinn af orði Guðs, er grundvallar hugtak hjá Lúther og tengist samviskunni. Að sama skapi hefur það verið grundvallandi í lútherskri kirkju. Að afnema samviskufrelsi presta og ætla að þvinga einhverja þeirra til að vinna embættisverk sem ekki eru í samræmi við trúarsannfæringu þeirra og útleggingu á helgri Ritningu ætti því frá sjónarhorni guðfræðingsins að vera mjög alvarlegt mál og ég er satt að segja hissa á því að prestar skuli ekki hafa í ríkari mæli tekið til varna fyrir samviskufrelsið" segir séra Kristinn Jens Sigurþórsson, prestur á Saurbæ í Borgarfirði. Umræðan um hvort prestum landsins eigi að vera það í sjálfsvald sett hvort þeir gefi saman einstaklinga af sama kyni hefur verið býsna hatröm undanfarna daga. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur er meðal þeirra sem sakar þjóðkirkjuna um að hafa alla tíð hafa staðið gegn tilraunum til að bæta réttarstöðu samkynhneigðra.Sjá umfjöllun hér.Baldur Þórhallur segir Agnesi úlf í sauðagæru; hún standi sem slík í vegi fyrir réttindum samkynhneigðra.Baldur segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. Þessi hörðu ummæli komu í kjölfar fréttar Fbl þess efnis að Samtökin ´78 vilji í mál við kirkjuna, tilefnið er að starfandi biskup lítur svo á að réttur samkynja para til kirkjulegrar hjónavígslu sé tryggður, þrátt fyrir samviskufrelsi presta.Myndi sjálfur gefa saman samkynhneigða Kristinn segir þetta mál hafa nær eingöngu fengið umfjöllun út frá lagalegum forsendum en þyrfti líka að ræðast guðfræðilega og út frá sögu og hefð kirkjunnar. „Ég tek hins vegar fram, að sjálfur talaði ég fyrir hjónabandi samkynhneigðra og er í hópi þeirra presta sem fengu mannréttindaverðlaun Samtakanna 78. Ég er því ekki í hópi þeirra sem myndu neita. Fyrir vikið á ég hins vegar auðveldara en margur með að tala fyrir samviskufrelsinu, sem er grundvallandi í okkar vestrænu menningu. Það á vitaskuld að virða samviskufrelsi presta í þessu máli, þó ekki sé ég sjálfur sammála biblíuútleggingu þeirra, sem vilja neita að gefa saman samkynhneigða."Eru margir prestar sem eru þeirrar skoðunar að þetta eigi að vera þeim í sjálfsvald sett?„Ég satt að segja veit það ekki. Þeir sem tjá sig á vettvangi prestastéttarinnar eru nær allir á því að afnema eigi samviskufrelsið í þessu sambandi. En það er svo sem ekkert mjög stór hópur heldur sem tjáir sig á þann veg. Þetta er alltaf sama fólkið.“Ekki fer mikið fyrir hinu sjónarhorninu?„Nei. „Hitt sjónarhornið" á erfitt uppdráttar vegna þess að sá sem tjáir það yrði stimplaður homma-hatari eða eitthvað í þá veruna. Umræðan hér á Íslandi fer svo oft í þann farveginn að verða miskunnarlaus. Og það er svo einkennilegt að þrátt fyrir allt tal um fjölhyggju og fjölmenningu í okkar samfélagi að þá fer umræðan oftast á þann veg að einungis eitt viðhorf verður gjaldgengt en öll önnur úthrópuð"Prestar óttast líkast til stimplunKristinn tekur undir að það megi svo sem vel gera könnun meðal presta á afstöðu þeirra til samviskufrelsisins og þá hversu margir vilji ekki gefa samkynhneigða saman í kirkjulegri athöfn. „En, ég hugsa að það muni reynast erfitt að fá svör við seinni hluta þeirrar spurningar. Og þeir sem myndu svara hinum fyrri játandi munu eiga stimplun á hættu. Ég hugsa að skoðanakönnun muni ekki sýna alveg rétta mynd, nema þá hún næði til allra presta og þá væri það ekki skoðanakönnun heldur meira eins og skýrsla um afstöðu presta."En, er ekki nokkur nauðsyn að reyna að ná utan um hver afstaða presta er? „Það er allt í lagi og auðvitað ættu prestar ekki að vera feimnir við að færa guðfræðileg rök fyrir afstöðu sinni. Einnig væri ég forvitinn um afstöðu stéttarinnar til samviskufrelsisins í boðuninni. Mér þætti gaman að sjá hana birtast. En, ég er einn örfárra sem hef talað með samviskufrelsinu á spjallsíðum stéttarinnar." Kristinn slær þó varnagla og telur varhugavert að slá því upp og á fast að menn óttist stimplun í þessa veru, ekkert liggur fyrir um þetta þó svo að hann hafi það á tilfinningunni. „Ég er að ímynda mér að sú sé ástæðan fyrir því hversu fáir tjá sig. Við verðum líka að átta okkur á því, að hér skarast tvö mál, sem gerir umfjöllunina flóknari. Annars vegar er um að ræða örfáa presta - og jafnvel enga - sem á grundvelli trúarsannfæringar og biblíutúlkunar myndu vilja neita samkynhneigðum um hjónavígslu, og hins vegar er um að ræða vörn fyrir það prinsip að presturinn boði orðið hreint og ómengað og þá í samræmi við sína eigin útleggingu og sannfæringu" Tengdar fréttir Samviskufrelsi presta bull, trúarbrögð ekki æðri mannréttindum Séra Hildur Eir Bolladóttir segir samviskufrelsi presta bull. Í Fréttablaðinu í dag segir vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup, Kristján Valur Ingólfsson, að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda. 24. september 2015 11:59 Starfandi biskup telur samviskufrelsi presta dýrmætan rétt Segir innanríkikisráðherra ekki getað skikkað presta til að gefa saman samkynhneigð pör. 28. september 2015 20:00 Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10 Samtökin 78 vilja fara í mál vegna kirkjunnar Ekkert kemur í veg fyrir að samkynja pörum sé mismunað innan kirkjunnar. Samtökin '78 og Þjóðkirkjan leggja ekki sama skilning í samviskufrelsi presta. 24. september 2015 07:00 Ráðherra vildi lögfesta frelsi presta til að synja samkynja pörum um giftingu Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi að prestum yrði aldrei skylt að framkvæma hjónavígslu gegn trúarsannfæringu sinni og lagði til breytingu á lögum. 25. september 2015 07:00 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Frelsi hins kristna manns, sem þó er bundinn af orði Guðs, er grundvallar hugtak hjá Lúther og tengist samviskunni. Að sama skapi hefur það verið grundvallandi í lútherskri kirkju. Að afnema samviskufrelsi presta og ætla að þvinga einhverja þeirra til að vinna embættisverk sem ekki eru í samræmi við trúarsannfæringu þeirra og útleggingu á helgri Ritningu ætti því frá sjónarhorni guðfræðingsins að vera mjög alvarlegt mál og ég er satt að segja hissa á því að prestar skuli ekki hafa í ríkari mæli tekið til varna fyrir samviskufrelsið" segir séra Kristinn Jens Sigurþórsson, prestur á Saurbæ í Borgarfirði. Umræðan um hvort prestum landsins eigi að vera það í sjálfsvald sett hvort þeir gefi saman einstaklinga af sama kyni hefur verið býsna hatröm undanfarna daga. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur er meðal þeirra sem sakar þjóðkirkjuna um að hafa alla tíð hafa staðið gegn tilraunum til að bæta réttarstöðu samkynhneigðra.Sjá umfjöllun hér.Baldur Þórhallur segir Agnesi úlf í sauðagæru; hún standi sem slík í vegi fyrir réttindum samkynhneigðra.Baldur segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. Þessi hörðu ummæli komu í kjölfar fréttar Fbl þess efnis að Samtökin ´78 vilji í mál við kirkjuna, tilefnið er að starfandi biskup lítur svo á að réttur samkynja para til kirkjulegrar hjónavígslu sé tryggður, þrátt fyrir samviskufrelsi presta.Myndi sjálfur gefa saman samkynhneigða Kristinn segir þetta mál hafa nær eingöngu fengið umfjöllun út frá lagalegum forsendum en þyrfti líka að ræðast guðfræðilega og út frá sögu og hefð kirkjunnar. „Ég tek hins vegar fram, að sjálfur talaði ég fyrir hjónabandi samkynhneigðra og er í hópi þeirra presta sem fengu mannréttindaverðlaun Samtakanna 78. Ég er því ekki í hópi þeirra sem myndu neita. Fyrir vikið á ég hins vegar auðveldara en margur með að tala fyrir samviskufrelsinu, sem er grundvallandi í okkar vestrænu menningu. Það á vitaskuld að virða samviskufrelsi presta í þessu máli, þó ekki sé ég sjálfur sammála biblíuútleggingu þeirra, sem vilja neita að gefa saman samkynhneigða."Eru margir prestar sem eru þeirrar skoðunar að þetta eigi að vera þeim í sjálfsvald sett?„Ég satt að segja veit það ekki. Þeir sem tjá sig á vettvangi prestastéttarinnar eru nær allir á því að afnema eigi samviskufrelsið í þessu sambandi. En það er svo sem ekkert mjög stór hópur heldur sem tjáir sig á þann veg. Þetta er alltaf sama fólkið.“Ekki fer mikið fyrir hinu sjónarhorninu?„Nei. „Hitt sjónarhornið" á erfitt uppdráttar vegna þess að sá sem tjáir það yrði stimplaður homma-hatari eða eitthvað í þá veruna. Umræðan hér á Íslandi fer svo oft í þann farveginn að verða miskunnarlaus. Og það er svo einkennilegt að þrátt fyrir allt tal um fjölhyggju og fjölmenningu í okkar samfélagi að þá fer umræðan oftast á þann veg að einungis eitt viðhorf verður gjaldgengt en öll önnur úthrópuð"Prestar óttast líkast til stimplunKristinn tekur undir að það megi svo sem vel gera könnun meðal presta á afstöðu þeirra til samviskufrelsisins og þá hversu margir vilji ekki gefa samkynhneigða saman í kirkjulegri athöfn. „En, ég hugsa að það muni reynast erfitt að fá svör við seinni hluta þeirrar spurningar. Og þeir sem myndu svara hinum fyrri játandi munu eiga stimplun á hættu. Ég hugsa að skoðanakönnun muni ekki sýna alveg rétta mynd, nema þá hún næði til allra presta og þá væri það ekki skoðanakönnun heldur meira eins og skýrsla um afstöðu presta."En, er ekki nokkur nauðsyn að reyna að ná utan um hver afstaða presta er? „Það er allt í lagi og auðvitað ættu prestar ekki að vera feimnir við að færa guðfræðileg rök fyrir afstöðu sinni. Einnig væri ég forvitinn um afstöðu stéttarinnar til samviskufrelsisins í boðuninni. Mér þætti gaman að sjá hana birtast. En, ég er einn örfárra sem hef talað með samviskufrelsinu á spjallsíðum stéttarinnar." Kristinn slær þó varnagla og telur varhugavert að slá því upp og á fast að menn óttist stimplun í þessa veru, ekkert liggur fyrir um þetta þó svo að hann hafi það á tilfinningunni. „Ég er að ímynda mér að sú sé ástæðan fyrir því hversu fáir tjá sig. Við verðum líka að átta okkur á því, að hér skarast tvö mál, sem gerir umfjöllunina flóknari. Annars vegar er um að ræða örfáa presta - og jafnvel enga - sem á grundvelli trúarsannfæringar og biblíutúlkunar myndu vilja neita samkynhneigðum um hjónavígslu, og hins vegar er um að ræða vörn fyrir það prinsip að presturinn boði orðið hreint og ómengað og þá í samræmi við sína eigin útleggingu og sannfæringu"
Tengdar fréttir Samviskufrelsi presta bull, trúarbrögð ekki æðri mannréttindum Séra Hildur Eir Bolladóttir segir samviskufrelsi presta bull. Í Fréttablaðinu í dag segir vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup, Kristján Valur Ingólfsson, að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda. 24. september 2015 11:59 Starfandi biskup telur samviskufrelsi presta dýrmætan rétt Segir innanríkikisráðherra ekki getað skikkað presta til að gefa saman samkynhneigð pör. 28. september 2015 20:00 Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10 Samtökin 78 vilja fara í mál vegna kirkjunnar Ekkert kemur í veg fyrir að samkynja pörum sé mismunað innan kirkjunnar. Samtökin '78 og Þjóðkirkjan leggja ekki sama skilning í samviskufrelsi presta. 24. september 2015 07:00 Ráðherra vildi lögfesta frelsi presta til að synja samkynja pörum um giftingu Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi að prestum yrði aldrei skylt að framkvæma hjónavígslu gegn trúarsannfæringu sinni og lagði til breytingu á lögum. 25. september 2015 07:00 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Samviskufrelsi presta bull, trúarbrögð ekki æðri mannréttindum Séra Hildur Eir Bolladóttir segir samviskufrelsi presta bull. Í Fréttablaðinu í dag segir vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup, Kristján Valur Ingólfsson, að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda. 24. september 2015 11:59
Starfandi biskup telur samviskufrelsi presta dýrmætan rétt Segir innanríkikisráðherra ekki getað skikkað presta til að gefa saman samkynhneigð pör. 28. september 2015 20:00
Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10
Samtökin 78 vilja fara í mál vegna kirkjunnar Ekkert kemur í veg fyrir að samkynja pörum sé mismunað innan kirkjunnar. Samtökin '78 og Þjóðkirkjan leggja ekki sama skilning í samviskufrelsi presta. 24. september 2015 07:00
Ráðherra vildi lögfesta frelsi presta til að synja samkynja pörum um giftingu Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi að prestum yrði aldrei skylt að framkvæma hjónavígslu gegn trúarsannfæringu sinni og lagði til breytingu á lögum. 25. september 2015 07:00