Innlent

Starfandi biskup telur samviskufrelsi presta dýrmætan rétt

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Mikið hefur verið rætt um samviskufrelsi presta að undanförnu. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, telur presta ekki getað neitað samkynhneigðum pörum um hjónavígslu á grundvelli samviskufrelsis.

Kristján Valur Ingólfsson, starfandi biskup, telur nauðsynlegt að samviskufrelsi presta sé til staðar. Tekur hann sem dæmi ef prestur veit að hjónaband sé málamyndagerningur þá ætti hann ekki að framkvæma vígsluathöfnina:

„..og líka eins og t.d. ef hann veit að ekki er um að ræða alvöru hjúskap heldur gjörning til að ná fram einhverjum réttindum eða þess háttar þá hefur hann getað vísa í þessa 73. gr. stjórnarskrá.“

Kvöldfrétt Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Að neðan má svo sjá umræðu Kristjáns Vals og Hilmars Hilarsonar Magnússonar, formanns samtakanna 78, í Íslandi í dag í kvöld. Harmageddon-bræður, Frosti Logason og Máni Pétursson, stýrðu umræðum.
Tengdar fréttir

Samviskufrelsi presta bull, trúarbrögð ekki æðri mannréttindum

Séra Hildur Eir Bolladóttir segir samviskufrelsi presta bull. Í Fréttablaðinu í dag segir vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup, Kristján Valur Ingólfsson, að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.