Barist um bílastæði í Fossvogi: Sektir á fólk í neyð felldar niður sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2015 13:52 Barist er um bílastæðin í Fossvogi. vísir/nej Bílaplanið við Landspítalann í Fossvogi er nánast sprungið. Umferð um svæðið er oft á tíðum töluverð og getur það því reynst fólki vandasamt að koma bíl sínum í stæði. Engin áform eru uppi um að fjölga stæðum, að sögn Ingólfs Þórissonar, framkvæmdastjóra eignasviðs Landspítalans. „Það getur verið þröngt um stæði og fólk getur þurft að leita svolítið lengi að stæðum. En það eru stæði næst inngöngum sem eru gjaldskyld og það á alltaf að vera hægt að fá þar stæði,“ segir Ingólfur. Vegfarendur eru gjarnir á að leggja í vegkantinum og á umferðareyjum, sem gera öðrum ökumönnum heldur erfitt með að athafna sig. Umræddir vegfarendur eiga þó hættu á að fá stöðumælasekt. Það er þó ekki nýtt af nálinni að lítið sé um bílastæði við spítalann. Ástandið var orðið afar slæmt á tímabili að sögn Ingólfs og var því brugðið á það ráð að gjaldskylda fremstu bílastæðin. Þá hefur starfsfólk jafnframt verið hvatt til að nýta sér annars konar samgöngumáta.„Það getur verið þröngt um stæði og fólk getur þurft að leita svolítið lengi að stæðum.“vísir/nej„Þetta var ekki gert í einhverju tekjuöflunarskyni, heldur til þess að tryggja að það séu alltaf stæði fyrir þá sem þurfa að koma á spítalann. Varðandi starfsfólk þá er í gildi samgöngusamningur, þannig að fólk getur gert samning við spítalann um að mæta í sextíu prósent tilfella á vistvænan hátt, þ.e í strætó, ganga eða hjóla. Þá fær það ákveðna fjárhæð, um fimm þúsund krónur á mánuði skattfrjálst.“Sigmar ætti að fá fimm þúsund kallinn endurgreiddan Sigmar Guðmundsson, útvarpsmaður á Rás 2, var allt annað en sáttur við að starfsmenn bílastæðasjóðs hefðu sektað hann þegar fjölskyldan rauk á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Drengur þeirra hafði verið sárkvalinn en fengið morfín til að lina þjáningarnar. Eftir langa bið á bráðmóttöku fékk drengurinn að fara heim en foreldranna beið fimm þúsund króna sekt fyrir að greiða ekki í stöðumæli. „Okkur þótti vel sloppið að borga einn fimmara enda með ólíkindum að refsing fyrir svona alvarleg brot sé ekki í það minnsta þriggja mánaða samfélagsþjónusta,“ sagði Sigmar kaldhæðinn Facebook. Ingólfur segir að fólk í neyð, sem sjái sér ekki fært að greiða í stöðumæli, þurfi ekki að hafa áhyggjur. „Ef það lendir í sekt þá höfum við ákveðið ferli með Bílastæðasjóði til að fara yfir það og þá, ef það á við rök að styðjast, er sektin felld niður. Það á við ef fólk kemur inn á bráðamóttöku eða er lagt inn. Slík atvik koma reglulega upp,“ útskýrir hann. Því má ætla að Sigmari og fjölskyldu, sem öðrum, ætti að reynast auðvelt að fá sektina niðurfellda. Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær af vegfaranda sem sagðist hafa hringsólað um bílaplanið í lengri tíma, í von um að finna bílastæði. Tengdar fréttir Sigmar sendir bílastæðasjóði kaldar kveðjur "Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn.“ 6. október 2015 15:43 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Bílaplanið við Landspítalann í Fossvogi er nánast sprungið. Umferð um svæðið er oft á tíðum töluverð og getur það því reynst fólki vandasamt að koma bíl sínum í stæði. Engin áform eru uppi um að fjölga stæðum, að sögn Ingólfs Þórissonar, framkvæmdastjóra eignasviðs Landspítalans. „Það getur verið þröngt um stæði og fólk getur þurft að leita svolítið lengi að stæðum. En það eru stæði næst inngöngum sem eru gjaldskyld og það á alltaf að vera hægt að fá þar stæði,“ segir Ingólfur. Vegfarendur eru gjarnir á að leggja í vegkantinum og á umferðareyjum, sem gera öðrum ökumönnum heldur erfitt með að athafna sig. Umræddir vegfarendur eiga þó hættu á að fá stöðumælasekt. Það er þó ekki nýtt af nálinni að lítið sé um bílastæði við spítalann. Ástandið var orðið afar slæmt á tímabili að sögn Ingólfs og var því brugðið á það ráð að gjaldskylda fremstu bílastæðin. Þá hefur starfsfólk jafnframt verið hvatt til að nýta sér annars konar samgöngumáta.„Það getur verið þröngt um stæði og fólk getur þurft að leita svolítið lengi að stæðum.“vísir/nej„Þetta var ekki gert í einhverju tekjuöflunarskyni, heldur til þess að tryggja að það séu alltaf stæði fyrir þá sem þurfa að koma á spítalann. Varðandi starfsfólk þá er í gildi samgöngusamningur, þannig að fólk getur gert samning við spítalann um að mæta í sextíu prósent tilfella á vistvænan hátt, þ.e í strætó, ganga eða hjóla. Þá fær það ákveðna fjárhæð, um fimm þúsund krónur á mánuði skattfrjálst.“Sigmar ætti að fá fimm þúsund kallinn endurgreiddan Sigmar Guðmundsson, útvarpsmaður á Rás 2, var allt annað en sáttur við að starfsmenn bílastæðasjóðs hefðu sektað hann þegar fjölskyldan rauk á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Drengur þeirra hafði verið sárkvalinn en fengið morfín til að lina þjáningarnar. Eftir langa bið á bráðmóttöku fékk drengurinn að fara heim en foreldranna beið fimm þúsund króna sekt fyrir að greiða ekki í stöðumæli. „Okkur þótti vel sloppið að borga einn fimmara enda með ólíkindum að refsing fyrir svona alvarleg brot sé ekki í það minnsta þriggja mánaða samfélagsþjónusta,“ sagði Sigmar kaldhæðinn Facebook. Ingólfur segir að fólk í neyð, sem sjái sér ekki fært að greiða í stöðumæli, þurfi ekki að hafa áhyggjur. „Ef það lendir í sekt þá höfum við ákveðið ferli með Bílastæðasjóði til að fara yfir það og þá, ef það á við rök að styðjast, er sektin felld niður. Það á við ef fólk kemur inn á bráðamóttöku eða er lagt inn. Slík atvik koma reglulega upp,“ útskýrir hann. Því má ætla að Sigmari og fjölskyldu, sem öðrum, ætti að reynast auðvelt að fá sektina niðurfellda. Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær af vegfaranda sem sagðist hafa hringsólað um bílaplanið í lengri tíma, í von um að finna bílastæði.
Tengdar fréttir Sigmar sendir bílastæðasjóði kaldar kveðjur "Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn.“ 6. október 2015 15:43 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Sigmar sendir bílastæðasjóði kaldar kveðjur "Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn.“ 6. október 2015 15:43