Ungverjar senda um 2.100 lögreglumenn að serbnesku landamærunum Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2015 11:33 Fyrr í sumar hófu Ungverjar að reisa 1.100 kílómetra langa girðingu á landamærunum. Vísir/AFP Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa ákveðið að senda rúmlega 2.100 lögreglumenn að landamærum landsins að Serbíu til að stöðva straum flóttamanna. Fréttir hafa borist af því að lögregla hafi beitt táragasi gegn fleiri hundruð flóttamönnum sem hafast við í búðum í bænum Röszke, nærri serbnesku landamærunum. Talsmaður ungversku lögreglunnar segir að þessi herta landamæragæsla verði að fullu komin til framkvæmda eftir rúma viku, eða þann 5. september. Fjöldi þess flóttafólks sem kemur sér inn á Schengen-svæðið á landamærum Ungverjalands og Serbíu hefur aukist mikið síðustu mánuði. Lögregla segir að um 2.500 manns hafi haldið yfir landamærin í gær sem sé met.Í frétt Dagens Nyheter segir að stjórnvöld í Ungverjalandi íhugi einnig að senda hermenn á vettvang til að stöðva strauminn. Tillaga um slíkt verður rædd í ungverska þinginu í næstu viku.1.100 kílómerta löng girðing Fyrr í sumar hófu Ungverjar að reisa 1.100 kílómetra langa girðingu á landamærunum. Flóttafólkið fer jafnan frá Grikklandi, um Makedóníu og Serbíu og reynir svo að komast inn til Ungverjalands. Þaðan heldur ferðin oft áfram til Þýskalands eða Norðurlanda. Flestir flóttamannanna koma til Evrópu frá Ítalíu og Grikklandi, en áætlað er að um 300 þúsund manns hafi komið til landanna frá stríðshrjáðum löndum, bæði í Miðausturlöndum og Afríku, það sem af er ári. Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Ungverjar reisa girðingu á landamærum Undirbúningsvinna hófst við borgina Morahalom á landamærum Serbíu í morgun. 13. júlí 2015 12:59 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira
Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa ákveðið að senda rúmlega 2.100 lögreglumenn að landamærum landsins að Serbíu til að stöðva straum flóttamanna. Fréttir hafa borist af því að lögregla hafi beitt táragasi gegn fleiri hundruð flóttamönnum sem hafast við í búðum í bænum Röszke, nærri serbnesku landamærunum. Talsmaður ungversku lögreglunnar segir að þessi herta landamæragæsla verði að fullu komin til framkvæmda eftir rúma viku, eða þann 5. september. Fjöldi þess flóttafólks sem kemur sér inn á Schengen-svæðið á landamærum Ungverjalands og Serbíu hefur aukist mikið síðustu mánuði. Lögregla segir að um 2.500 manns hafi haldið yfir landamærin í gær sem sé met.Í frétt Dagens Nyheter segir að stjórnvöld í Ungverjalandi íhugi einnig að senda hermenn á vettvang til að stöðva strauminn. Tillaga um slíkt verður rædd í ungverska þinginu í næstu viku.1.100 kílómerta löng girðing Fyrr í sumar hófu Ungverjar að reisa 1.100 kílómetra langa girðingu á landamærunum. Flóttafólkið fer jafnan frá Grikklandi, um Makedóníu og Serbíu og reynir svo að komast inn til Ungverjalands. Þaðan heldur ferðin oft áfram til Þýskalands eða Norðurlanda. Flestir flóttamannanna koma til Evrópu frá Ítalíu og Grikklandi, en áætlað er að um 300 þúsund manns hafi komið til landanna frá stríðshrjáðum löndum, bæði í Miðausturlöndum og Afríku, það sem af er ári.
Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Ungverjar reisa girðingu á landamærum Undirbúningsvinna hófst við borgina Morahalom á landamærum Serbíu í morgun. 13. júlí 2015 12:59 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira
Ungverjar reisa girðingu á landamærum Undirbúningsvinna hófst við borgina Morahalom á landamærum Serbíu í morgun. 13. júlí 2015 12:59