19 ára Hollendingur er helsti kortagerðarmaður átakanna í Sýrlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2015 14:15 Góð kort skipta máli. Google Maps Einn af helstu kortagerðarmönnum átakanna í Sýrlandi og nágrenni er 19 ára strákur sem búsettur er í Hollandi. Hann hefur aldrei stigið fæti inn í Sýrland en hefur komið sér upp víðtæku neti heimildarmanna sem gefa honum nýjar upplýsingar um framvindu átaka. Margir af stærstu fjölmiðlum heims hafa nýtt sér kort hins unga Hollendings.Thomas van Linge.Mynd af Twitter-síðu kortagerðamannsinsThomas van Linge býr heima hjá foreldrum sínum í Amsterdam, nálægt Schiphol flugvelli. Hefur hann nýlokið menntaskóla og það var við vinnslu skólaverkefnis sem hann fékk áhuga á því hvað væri á seyði í Sýrlandi og nágrenni. Árið 2011 horfði Thomas á heimildarmynd um Arabíska vorið og fylltist eldmóð horfandi á ungt fólk berjast fyrir frelsi sínu. Hann kynnti sér ástandið í Sýrland og ákvað að vinna verkefni fyrir skólann um átökin sem þar áttu sér stað. Hann fann kort af Sýrlandi á Google Maps. Hann fór að bæta inn upplýsingum á kortið og smám saman vatt verkefnið upp á sig.#Syria MAP UPDATE: the situation in Syria as of 18/08/2015, bigger at https://t.co/Lx4PIPYG0G #FSA #SAA #IS #YPG #JN pic.twitter.com/7blUgTsO9d— Thomas van Linge (@arabthomness) August 20, 2015 Í dag er hann með 14.000 fylgjendur á Twitter og hefur komið sér upp víðtæku neti heimildarmanna sem veita honum upplýsingar sem hann nýtir sér við kortagerðina. Heimildarmenn hans eru hermenn á vígstöðum Sýrlands og aðgerðasinnar sem starfa í Sýrlandi og spjallar hann við þá með hjálp tækninnar, Skype, Facebook og Twitter færir Sýrland nær heimili Thomas í úthverfum Amsterdam. Allt í allt segist Thomas vera með um 1.100 heimildarmenn sem aðstoða hann og veita honum upplýsingar. Fjölmiðlar á borð við CNN, New York Times og Der Spiegel hafa nýtt sér kort Van Linge í umfjöllun sinni um átökin í Sýrlandi. Nýútskrifaður úr menntaskóla hefur Thomas verið að íhuga framtíð sína og næstu skref.#Iraq MAP UPDATE: the situation in Iraq as of 18/08/2015, bigger at https://t.co/ChE3OscZva #ISF #IS #KRG #Peshmerga pic.twitter.com/LVt9DbDykr— Thomas van Linge (@arabthomness) August 20, 2015 Hann hefur hug á því að ferðast og langar honum helst að koma á einhvern af þeim stöðum sem hann hefur einbeitt sér að síðustu ár, Thomas finnst nefnilega að hann hafi eitt of miklum tíma að fylgjast með ástandi mála í Sýrlandi úr fjarlægð. Er hann því að skoða möguleikann á því að koma sér fyrir í NA-Írak, í héraði sem Kúrdar stjórna. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Einn af helstu kortagerðarmönnum átakanna í Sýrlandi og nágrenni er 19 ára strákur sem búsettur er í Hollandi. Hann hefur aldrei stigið fæti inn í Sýrland en hefur komið sér upp víðtæku neti heimildarmanna sem gefa honum nýjar upplýsingar um framvindu átaka. Margir af stærstu fjölmiðlum heims hafa nýtt sér kort hins unga Hollendings.Thomas van Linge.Mynd af Twitter-síðu kortagerðamannsinsThomas van Linge býr heima hjá foreldrum sínum í Amsterdam, nálægt Schiphol flugvelli. Hefur hann nýlokið menntaskóla og það var við vinnslu skólaverkefnis sem hann fékk áhuga á því hvað væri á seyði í Sýrlandi og nágrenni. Árið 2011 horfði Thomas á heimildarmynd um Arabíska vorið og fylltist eldmóð horfandi á ungt fólk berjast fyrir frelsi sínu. Hann kynnti sér ástandið í Sýrland og ákvað að vinna verkefni fyrir skólann um átökin sem þar áttu sér stað. Hann fann kort af Sýrlandi á Google Maps. Hann fór að bæta inn upplýsingum á kortið og smám saman vatt verkefnið upp á sig.#Syria MAP UPDATE: the situation in Syria as of 18/08/2015, bigger at https://t.co/Lx4PIPYG0G #FSA #SAA #IS #YPG #JN pic.twitter.com/7blUgTsO9d— Thomas van Linge (@arabthomness) August 20, 2015 Í dag er hann með 14.000 fylgjendur á Twitter og hefur komið sér upp víðtæku neti heimildarmanna sem veita honum upplýsingar sem hann nýtir sér við kortagerðina. Heimildarmenn hans eru hermenn á vígstöðum Sýrlands og aðgerðasinnar sem starfa í Sýrlandi og spjallar hann við þá með hjálp tækninnar, Skype, Facebook og Twitter færir Sýrland nær heimili Thomas í úthverfum Amsterdam. Allt í allt segist Thomas vera með um 1.100 heimildarmenn sem aðstoða hann og veita honum upplýsingar. Fjölmiðlar á borð við CNN, New York Times og Der Spiegel hafa nýtt sér kort Van Linge í umfjöllun sinni um átökin í Sýrlandi. Nýútskrifaður úr menntaskóla hefur Thomas verið að íhuga framtíð sína og næstu skref.#Iraq MAP UPDATE: the situation in Iraq as of 18/08/2015, bigger at https://t.co/ChE3OscZva #ISF #IS #KRG #Peshmerga pic.twitter.com/LVt9DbDykr— Thomas van Linge (@arabthomness) August 20, 2015 Hann hefur hug á því að ferðast og langar honum helst að koma á einhvern af þeim stöðum sem hann hefur einbeitt sér að síðustu ár, Thomas finnst nefnilega að hann hafi eitt of miklum tíma að fylgjast með ástandi mála í Sýrlandi úr fjarlægð. Er hann því að skoða möguleikann á því að koma sér fyrir í NA-Írak, í héraði sem Kúrdar stjórna.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira