Kári: Möguleikinn á Meistaradeildinni heillaði Hjörtur Hjartarson skrifar 26. ágúst 2015 17:30 „Þetta var algjör snilld, að komast úr 2. deild í enska í Meistaradeildina á þremur árum,“ sagði Kári Árnason, leikmaður Malmö, sáttur í samtali við Hjört Hjartason í Akraborginni í dag. „Ég þurfti að komast í burt frá Rotherham og þegar þú ert kominn á þennan aldur er ekki mikið í boði. Ég var ekki beint að velja úr tilboðum og þetta var eitt af þessum spennandi tilboðum. Ég var orðinn þreyttur á starfsumhverfinu hjá Rotherham og herstjórninni þar.“ Kári viðurkenndi að það hefði verið smá bakslag að fara aftur til Svíþjóðar eftir að hafa verið á Englandi en möguleikinn á Meistaradeildinni heillaði. „Þetta er ekki í ensku deildinni en hér var möguleiki á að komast í Meistaradeildina og það heillaði vissulega. Heillaði að klára ferilinn og hafa spilað í deild þessarar bestu og það bætir upp fyrir að vera að spila í aðeins minna spennandi deild.“ Kári sagði að stemmingin á vellinum hjá Malmö væri frábær en heimavöllur liðsins hefur verið öflugur undanfarin ár. „Stemmingin er frábær á vellinum. Það eru villtir stuðningsmenn sem minna mann á þá ensku á áttunda áratugnum. Það er alltaf fullt á stórum leikjum,“ sagði Kári en hann sagði að stemmingin á Celtic Park hefði verið ólýsanleg. „Tilfinningin var ólýsanleg. Það eru til stærri vellir í heiminum en stemmingin þarna var frábær, 60.000 brjálaðir Skotar. Það sást á leik okkar strax í byrjun, þeir gátu gert út um einvígið á fyrstu mínútum leiksins en sem betur fer vöknuðum við til lífsins. Ég vildi helst fá Celtic í þessum drætti.“ Dregið verður í riðlakeppnina á morgun en Kári segist vera með blendnar tilfinningar hvort hann vilji fá þrjá stórleiki eða fá minni lið sem þeir eigi meiri möguleika gegn. „Maður vill auðvitað fá mótherja sem þú getur unnið allaveganna einn leikinn. Það er raunsætt að vilja forðast stærstu liðin en þetta eru allt sterk lið og við verðum alltaf ólíklegri aðilinn. Það væri ákveðið svekkelsi ef við fengjum ekkert stórlið en á sama tíma stórkostlegt ef við kæmumst áfram þar.“ Kári hefur verið fyrirliði í nokkrum leikjum hingað til en hann segir að það sé einn konungur í liðinu. „Ég var fyrirliði í fyrsta leiknum sem ég spilaði en það skýrir sig eflaust í því að þetta er ungt lið. Markus Rosenberg er konungurinn í bænum og í liðinu og ég held að því verði ekki haggað.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Kári Árnason spilar í Meistaradeildinni í vetur Kári Árnason og félagar í sænska liðinu Malmö slógu skoska liðið Celtic út úr umspili Meistaradeildarinnar í fótbolta í kvöld. 25. ágúst 2015 09:42 Kári: Það besta sem ég hef upplifað Malmö tryggði sér í gær sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð eftir 2-0 sigur á Celtic í seinni leik liðanna í síðustu umferð forkeppninnar. 26. ágúst 2015 08:30 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
„Þetta var algjör snilld, að komast úr 2. deild í enska í Meistaradeildina á þremur árum,“ sagði Kári Árnason, leikmaður Malmö, sáttur í samtali við Hjört Hjartason í Akraborginni í dag. „Ég þurfti að komast í burt frá Rotherham og þegar þú ert kominn á þennan aldur er ekki mikið í boði. Ég var ekki beint að velja úr tilboðum og þetta var eitt af þessum spennandi tilboðum. Ég var orðinn þreyttur á starfsumhverfinu hjá Rotherham og herstjórninni þar.“ Kári viðurkenndi að það hefði verið smá bakslag að fara aftur til Svíþjóðar eftir að hafa verið á Englandi en möguleikinn á Meistaradeildinni heillaði. „Þetta er ekki í ensku deildinni en hér var möguleiki á að komast í Meistaradeildina og það heillaði vissulega. Heillaði að klára ferilinn og hafa spilað í deild þessarar bestu og það bætir upp fyrir að vera að spila í aðeins minna spennandi deild.“ Kári sagði að stemmingin á vellinum hjá Malmö væri frábær en heimavöllur liðsins hefur verið öflugur undanfarin ár. „Stemmingin er frábær á vellinum. Það eru villtir stuðningsmenn sem minna mann á þá ensku á áttunda áratugnum. Það er alltaf fullt á stórum leikjum,“ sagði Kári en hann sagði að stemmingin á Celtic Park hefði verið ólýsanleg. „Tilfinningin var ólýsanleg. Það eru til stærri vellir í heiminum en stemmingin þarna var frábær, 60.000 brjálaðir Skotar. Það sást á leik okkar strax í byrjun, þeir gátu gert út um einvígið á fyrstu mínútum leiksins en sem betur fer vöknuðum við til lífsins. Ég vildi helst fá Celtic í þessum drætti.“ Dregið verður í riðlakeppnina á morgun en Kári segist vera með blendnar tilfinningar hvort hann vilji fá þrjá stórleiki eða fá minni lið sem þeir eigi meiri möguleika gegn. „Maður vill auðvitað fá mótherja sem þú getur unnið allaveganna einn leikinn. Það er raunsætt að vilja forðast stærstu liðin en þetta eru allt sterk lið og við verðum alltaf ólíklegri aðilinn. Það væri ákveðið svekkelsi ef við fengjum ekkert stórlið en á sama tíma stórkostlegt ef við kæmumst áfram þar.“ Kári hefur verið fyrirliði í nokkrum leikjum hingað til en hann segir að það sé einn konungur í liðinu. „Ég var fyrirliði í fyrsta leiknum sem ég spilaði en það skýrir sig eflaust í því að þetta er ungt lið. Markus Rosenberg er konungurinn í bænum og í liðinu og ég held að því verði ekki haggað.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Kári Árnason spilar í Meistaradeildinni í vetur Kári Árnason og félagar í sænska liðinu Malmö slógu skoska liðið Celtic út úr umspili Meistaradeildarinnar í fótbolta í kvöld. 25. ágúst 2015 09:42 Kári: Það besta sem ég hef upplifað Malmö tryggði sér í gær sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð eftir 2-0 sigur á Celtic í seinni leik liðanna í síðustu umferð forkeppninnar. 26. ágúst 2015 08:30 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Kári Árnason spilar í Meistaradeildinni í vetur Kári Árnason og félagar í sænska liðinu Malmö slógu skoska liðið Celtic út úr umspili Meistaradeildarinnar í fótbolta í kvöld. 25. ágúst 2015 09:42
Kári: Það besta sem ég hef upplifað Malmö tryggði sér í gær sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð eftir 2-0 sigur á Celtic í seinni leik liðanna í síðustu umferð forkeppninnar. 26. ágúst 2015 08:30