Hart barist í Kobani Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. október 2014 07:00 Lögreglan í Istanbúl beitti táragasi og þrýstivatnsbyssum til að dreifa mannfjöldanum sem krafðist þess að tyrknesk stjórnvöld tækju þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu. Fréttablaðið/AP Loftárásir, sem Bandaríkjaher hefur haft forystu um, eru sagðar hafa hrakið vígasveitir Íslamska ríkisins að hluta frá landamærabænum Kobani í Sýrlandi. Enn er þó hart barist í bænum og hafa flestir íbúar hans flúið, flestir yfir landamærin til Tyrklands. Kúrdar saka tyrknesk stjórnvöld um að hafa setið hjá aðgerðalítil meðan vígasveitirnar herja á Kobani og nágrenni. Efnt hefur verið til mótmæla víða í Tyrklandi og hafa stjórnvöld þar tekið hart á mótmælendum. Að minnsta kosti tólf manns hafa látið þar lífið. Vígasveitir Íslamska ríkisins hófu umsátur sitt um Kobani um miðjan september. Átökin hafa harðnað mjög á síðustu dögum og kostað nokkur hundruð manns lífið. Liðsmenn Íslamska ríkisins héldu síðan í fyrsta sinn nú í vikunni inn í borgina og hafa götubardagar geisað þar. Að sögn arabísku fréttastofunnar Al Jazeera hefur kúrdískur blaðamaður lýst ástandinu í borginni svo að þar liggi lík vígamanna Íslamska ríkisins eins og hráviði á götunum. Recep Tayyip Erdogan segir að loftárásir geti ekki dugað til að ráða niðurlögum Íslamska ríkisins í Kobani. Hann segir að Tyrkir muni hins vegar taka þátt í landhernaði verði tryggt að hlutlausu svæði verði komið upp milli Sýrlands og Tyrklands og flugbanni verði komið á yfir Sýrlandi. Bandaríkin þyrftu væntanlega að sjá um að framfylgja slíku.Helsta borg kúrda í Sýrlandi Kobani er landamærabær norðan til í Sýrlandi, rétt við landamæri Tyrklands. Þetta er helsta borg kúrda í Sýrlandi, en meirihluti íbúanna er flúinn undan ofbeldi vígamanna Íslamska ríkisins. Kúrdar eru fjölmennir í Tyrklandi, Írak, Íran og Sýrlandi og hafa lengi viljað stofna eigið ríki, eða í það minnsta fá viðurkennd réttindi til sjálfstjórnar að einhverju marki. Talið er að um fimm prósent kúrda búi í Sýrlandi, alls um tvær milljónir manna, og eru þeir þar með um níu prósent af íbúum Sýrlands. Um 45 þúsund manns hafa búið í Kobani. Flestir þeirra eru kúrdar. Í nágrenni bæjarins búa einnig margir kúrdar og er talið að alls hafi um 200 þúsund manns á þessum slóðum flúið undan vígasveitunum. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Loftárásir, sem Bandaríkjaher hefur haft forystu um, eru sagðar hafa hrakið vígasveitir Íslamska ríkisins að hluta frá landamærabænum Kobani í Sýrlandi. Enn er þó hart barist í bænum og hafa flestir íbúar hans flúið, flestir yfir landamærin til Tyrklands. Kúrdar saka tyrknesk stjórnvöld um að hafa setið hjá aðgerðalítil meðan vígasveitirnar herja á Kobani og nágrenni. Efnt hefur verið til mótmæla víða í Tyrklandi og hafa stjórnvöld þar tekið hart á mótmælendum. Að minnsta kosti tólf manns hafa látið þar lífið. Vígasveitir Íslamska ríkisins hófu umsátur sitt um Kobani um miðjan september. Átökin hafa harðnað mjög á síðustu dögum og kostað nokkur hundruð manns lífið. Liðsmenn Íslamska ríkisins héldu síðan í fyrsta sinn nú í vikunni inn í borgina og hafa götubardagar geisað þar. Að sögn arabísku fréttastofunnar Al Jazeera hefur kúrdískur blaðamaður lýst ástandinu í borginni svo að þar liggi lík vígamanna Íslamska ríkisins eins og hráviði á götunum. Recep Tayyip Erdogan segir að loftárásir geti ekki dugað til að ráða niðurlögum Íslamska ríkisins í Kobani. Hann segir að Tyrkir muni hins vegar taka þátt í landhernaði verði tryggt að hlutlausu svæði verði komið upp milli Sýrlands og Tyrklands og flugbanni verði komið á yfir Sýrlandi. Bandaríkin þyrftu væntanlega að sjá um að framfylgja slíku.Helsta borg kúrda í Sýrlandi Kobani er landamærabær norðan til í Sýrlandi, rétt við landamæri Tyrklands. Þetta er helsta borg kúrda í Sýrlandi, en meirihluti íbúanna er flúinn undan ofbeldi vígamanna Íslamska ríkisins. Kúrdar eru fjölmennir í Tyrklandi, Írak, Íran og Sýrlandi og hafa lengi viljað stofna eigið ríki, eða í það minnsta fá viðurkennd réttindi til sjálfstjórnar að einhverju marki. Talið er að um fimm prósent kúrda búi í Sýrlandi, alls um tvær milljónir manna, og eru þeir þar með um níu prósent af íbúum Sýrlands. Um 45 þúsund manns hafa búið í Kobani. Flestir þeirra eru kúrdar. Í nágrenni bæjarins búa einnig margir kúrdar og er talið að alls hafi um 200 þúsund manns á þessum slóðum flúið undan vígasveitunum.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira