Glæpagengi ráðast á konur og stúlkur Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. nóvember 2014 12:00 Israel Ticas Starfar hjá saksóknara í Hondúras við að grafa upp ómerktar grafir. vísir/ap Meira en 1.500 glæpagengi eru skráð í bækur öryggismálaráðuneytisins í El Salvador. Þau vaða uppi með ofbeldi og halda þjóðinni í heljargreipum. Konur og stúlkur verða einna verst úti, en til þessa hefur þögnin að mestu ríkt um hið kynbundna ofbeldi. „Allir meðlimir þessara glæpagengja ráðast á konur. Öll glæpagengin haga sér svona,“ segir Silvia Juares, lögmaður samtaka sem fylgjast með kynbundnu ofbeldi í El Salvador. „Ef það eru 60 til 70 þúsund glæpamenn, ímyndið ykkur þá hve mörgum konum hefur verið misþyrmt.“ Samkvæmt opinberum tölum hafa 239 konur og stúlkur verið myrtar í El Salvador það sem af er þessu ári, og 201 að auki er saknað. Frá ársbyrjun og fram í ágúst var tilkynnt um 361 nauðgun til lögreglunnar. Tölfræðin er hins vegar afar óáreiðanleg, enda er almennt talið að um það bil tuttugu prósent kvenna tilkynni um nauðganir. Líklegt er að þetta hlutfall sé enn lægra í El Salvador. Vera má að dauðsföll og mannshvörf séu heldur ekki tilkynnt í öllum tilvikum. Margar konur hafa flúið land frekar en að þurfa að leita á náðir réttarkerfis, sem oftar en ekki lætur ofbeldi gegn konum óátalið. Margar leita hælis í Bandaríkjunum eftir að hafa verið rænt og nauðgað. „Við höfum séð mikla fjölgun,“ segir Lindsay Toczlylowski, sem er lögfræðingur hjá kaþólskum líknarsamtökum í Los Angeles. „Þannig þróast gengjastríðin. Við sjáum þetta annars staðar þar sem stríðsástand ríkir og nauðganir eru notaðar sem vopn.“ Sex milljónir manns búa í El Salvador. Tíðni morða er þar hærri en í nokkru öðru landi að undanskildu nágrannalandinu Hondúras. Jafnan eftir miklar rigningar koma í ljós ómerktar grafir þar sem fórnarlömb glæpa hafa verið falin. Afbrotafræðingur að nafni Israel Ticas hefur það að starfi að grafa upp lík úr ómerktum gröfum fyrir skrifstofu ríkissaksóknarans. Hann segir að í meira en helmingi þeirra grafa, sem hann hefur fundið, séu lík kvenna eða stúlkna. „Það eru örugglega hundruð slíkra mála og jafnvel þúsundir,“ segir hann. Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Meira en 1.500 glæpagengi eru skráð í bækur öryggismálaráðuneytisins í El Salvador. Þau vaða uppi með ofbeldi og halda þjóðinni í heljargreipum. Konur og stúlkur verða einna verst úti, en til þessa hefur þögnin að mestu ríkt um hið kynbundna ofbeldi. „Allir meðlimir þessara glæpagengja ráðast á konur. Öll glæpagengin haga sér svona,“ segir Silvia Juares, lögmaður samtaka sem fylgjast með kynbundnu ofbeldi í El Salvador. „Ef það eru 60 til 70 þúsund glæpamenn, ímyndið ykkur þá hve mörgum konum hefur verið misþyrmt.“ Samkvæmt opinberum tölum hafa 239 konur og stúlkur verið myrtar í El Salvador það sem af er þessu ári, og 201 að auki er saknað. Frá ársbyrjun og fram í ágúst var tilkynnt um 361 nauðgun til lögreglunnar. Tölfræðin er hins vegar afar óáreiðanleg, enda er almennt talið að um það bil tuttugu prósent kvenna tilkynni um nauðganir. Líklegt er að þetta hlutfall sé enn lægra í El Salvador. Vera má að dauðsföll og mannshvörf séu heldur ekki tilkynnt í öllum tilvikum. Margar konur hafa flúið land frekar en að þurfa að leita á náðir réttarkerfis, sem oftar en ekki lætur ofbeldi gegn konum óátalið. Margar leita hælis í Bandaríkjunum eftir að hafa verið rænt og nauðgað. „Við höfum séð mikla fjölgun,“ segir Lindsay Toczlylowski, sem er lögfræðingur hjá kaþólskum líknarsamtökum í Los Angeles. „Þannig þróast gengjastríðin. Við sjáum þetta annars staðar þar sem stríðsástand ríkir og nauðganir eru notaðar sem vopn.“ Sex milljónir manns búa í El Salvador. Tíðni morða er þar hærri en í nokkru öðru landi að undanskildu nágrannalandinu Hondúras. Jafnan eftir miklar rigningar koma í ljós ómerktar grafir þar sem fórnarlömb glæpa hafa verið falin. Afbrotafræðingur að nafni Israel Ticas hefur það að starfi að grafa upp lík úr ómerktum gröfum fyrir skrifstofu ríkissaksóknarans. Hann segir að í meira en helmingi þeirra grafa, sem hann hefur fundið, séu lík kvenna eða stúlkna. „Það eru örugglega hundruð slíkra mála og jafnvel þúsundir,“ segir hann.
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira