„Þetta er líkamsárás, ekki slys“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. september 2014 10:47 Morten Lange er formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Vísir / Stefán „Þetta er líkamsárás, ekki slys. Ég vona að það verði höndlað sem svoleiðis,“ segir Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Hann þekkir ekki dæmi þess að vír hafi áður verið strengdur þvert fyrir hjólreiðastíg.Vír úr grindverkinu „Það virðist hafa verið notaður vír sem er í grindverkinu til hliðar,“ segir hann og bendir á að nýlega hafi verið framkvæmdir við brúnna fyrir skömmu. „Menn velta fyrir sér hvort að tiltektin hafi ekki verið nógu góð en aðal málið er að þessi einstaklingur eða einstaklingar sem detta í huga að meiða.“ Morten segist vona að atvikið verði ekki til þess að fólk hætti að hjóla. Hann harmar þá umræðu sem skapast hefur á samfélagsmiðlum þar sem sökinni er vísað á hjólreiðafólk. „Sumir nota þetta sem tækifæri til að láta í ljós gremju sína í garð hjólreiðamanna,“ segir hann. „Það er þveröfugt við það sem ætti að gera. Það ætti að hugsa um hag mannsins sem lenti í þessu og fordæma það að strengja vírinn.“Hjólreiðamaðurinn kastaðist nokkra metra og slasaðist talsvert.Ekki eitthvert prakkarastrik Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ötull talsmaður aukinna hjólreiða, segir á Facebook-síðu sinni málið óhugnanlegt. „Óhugnanleg frétt um alvarlegt tilræði gegn hjóla og hlaupafólki. Lögreglan hlýtur að taka þetta föstum tökum,“ skrifar hann. „Þetta er ekki "bara eitthvað prakkarastrik".“ Hjálmar furðar sig líka á umræðum um atvikið á samfélagsmiðlum. „Svo á maður erfitt að trúa sínum eigin augum þegar maður sér í samfélagsmiðlum miðaldra karla halda því fram að þetta sé skiljanlegt því það sé búið að gera allt of mikið fyrir hjóla fólk og að það sé orðið allt of frekt,“ skrifar hann.Lögreglan leitar vitna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur atvikið til rannsóknar og hefur auglýst eftir vitnum. „Lögreglan óskar eftir vitnum eða upplýsingum um hverjir kunna að hafa komið vírnum fyrir,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook. „Vonandi var um einhvern barnaskap að ræða; einhvern sem gerði sér ekki grein fyrir hversu hættulegt þetta athæfi er - þannig er mikilvægt að tal náist af þeim sem strengdi vírinn yfir,“ segir lögreglan á Facebook. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu með því að senda tölvupóst á netfangið einar.asbjornsson@lrh.is, eða gegnum einkaskilaboð á Facebook. Tengdar fréttir Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
„Þetta er líkamsárás, ekki slys. Ég vona að það verði höndlað sem svoleiðis,“ segir Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Hann þekkir ekki dæmi þess að vír hafi áður verið strengdur þvert fyrir hjólreiðastíg.Vír úr grindverkinu „Það virðist hafa verið notaður vír sem er í grindverkinu til hliðar,“ segir hann og bendir á að nýlega hafi verið framkvæmdir við brúnna fyrir skömmu. „Menn velta fyrir sér hvort að tiltektin hafi ekki verið nógu góð en aðal málið er að þessi einstaklingur eða einstaklingar sem detta í huga að meiða.“ Morten segist vona að atvikið verði ekki til þess að fólk hætti að hjóla. Hann harmar þá umræðu sem skapast hefur á samfélagsmiðlum þar sem sökinni er vísað á hjólreiðafólk. „Sumir nota þetta sem tækifæri til að láta í ljós gremju sína í garð hjólreiðamanna,“ segir hann. „Það er þveröfugt við það sem ætti að gera. Það ætti að hugsa um hag mannsins sem lenti í þessu og fordæma það að strengja vírinn.“Hjólreiðamaðurinn kastaðist nokkra metra og slasaðist talsvert.Ekki eitthvert prakkarastrik Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ötull talsmaður aukinna hjólreiða, segir á Facebook-síðu sinni málið óhugnanlegt. „Óhugnanleg frétt um alvarlegt tilræði gegn hjóla og hlaupafólki. Lögreglan hlýtur að taka þetta föstum tökum,“ skrifar hann. „Þetta er ekki "bara eitthvað prakkarastrik".“ Hjálmar furðar sig líka á umræðum um atvikið á samfélagsmiðlum. „Svo á maður erfitt að trúa sínum eigin augum þegar maður sér í samfélagsmiðlum miðaldra karla halda því fram að þetta sé skiljanlegt því það sé búið að gera allt of mikið fyrir hjóla fólk og að það sé orðið allt of frekt,“ skrifar hann.Lögreglan leitar vitna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur atvikið til rannsóknar og hefur auglýst eftir vitnum. „Lögreglan óskar eftir vitnum eða upplýsingum um hverjir kunna að hafa komið vírnum fyrir,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook. „Vonandi var um einhvern barnaskap að ræða; einhvern sem gerði sér ekki grein fyrir hversu hættulegt þetta athæfi er - þannig er mikilvægt að tal náist af þeim sem strengdi vírinn yfir,“ segir lögreglan á Facebook. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu með því að senda tölvupóst á netfangið einar.asbjornsson@lrh.is, eða gegnum einkaskilaboð á Facebook.
Tengdar fréttir Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25