36 fjallgöngumenn hafi farist á Ontake Freyr Bjarnason skrifar 30. september 2014 07:00 Björgunarmenn á leiðinni á tind Ontake en fjallið er rúmlega 3.000 metra hátt. Fréttablaðið/AP Fimm lík til viðbótar fundust skammt frá tindi japanska eldfjallsins Ontake í gær. Þar með er talið að 36 manns hafi farist eftir að fjallið gaus á laugardaginn. Fjallið hefur spúð eiturgufum og ösku frá því gosið hófst og vegna þess þurftu björgunarstarfsmenn að hætta við leiðangur á toppinn í gær í leit að fleiri fórnarlömbum. Átta lík voru flutt af tindinum í gær áður en björgunaraðgerðunum lauk skömmu eftir hádegið. Fjögur lík fundust á sunnudaginn og samanlagt hefur því tekist að flytja tólf lík til byggða. Skammt frá tindinum eru 24 lík sem verða flutt um leið og aðstæður leyfa. Ekki er ljóst hvernig fólkið dó en sérfræðingar telja að það hafi kafnað vegna öskufalls, lent undir eða fengið í sig steina, eða andað að sér eitruðum gastegundum. Líkin sem björgunarstarfsmenn fundu í gær fundust skammt frá líkneski á toppi eldfjallsins, á sama svæði og hin fórnarlömbin eru sögð hafa fundist. Á myndum japanska sjónvarpsstöðvarinnar TBS mátti sjá hermenn bera líkpoka að herþyrlu sem hafði lent á tiltölulega opnu svæði við tindinn. Meira en tvö hundruð hermenn og slökkviliðsmenn tóku þátt í leiðangrinum. Þetta er í fyrsta sinn á seinni tímum sem fólk deyr af völdum eldgoss í hinu 3.067 metra háa Ontake-fjalli, sem er vinsælt meðal fjallgöngumanna. Það er 210 kílómetra vestur af höfuðborginni Tókýó. Eldgos varð í fjallinu árið 1979 án þess að nokkur færist. Fjallgöngukona, sem komst heil á húfi niður af fjallinu, sagði við japönsku sjónvarpsstöðina Asahi að ösku og steinum hefði rignt niður af tindinum. „Sumir grófust í ösku upp að hnjám og tveir fyrir framan mig virtust vera dánir,“ sagði hún. Önnur bætti við að einn hefði legið á jörðinni eftir að hafa fengið grjót í bakið, að því er kom fram á vef BBC. „Hann sagði: „Þetta er vont, þetta er vont,“ en eftir einn og hálfan tíma heyrðist ekki meira í honum.“ Japanska veðurstofan hefur spáð áframhaldandi eldgosi og varar við því að hraungrjót úr fjallinu gæti lent í allt að fjögurra kílómetra radíus frá tindinum. freyr@frettabladid.is Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Fimm lík til viðbótar fundust skammt frá tindi japanska eldfjallsins Ontake í gær. Þar með er talið að 36 manns hafi farist eftir að fjallið gaus á laugardaginn. Fjallið hefur spúð eiturgufum og ösku frá því gosið hófst og vegna þess þurftu björgunarstarfsmenn að hætta við leiðangur á toppinn í gær í leit að fleiri fórnarlömbum. Átta lík voru flutt af tindinum í gær áður en björgunaraðgerðunum lauk skömmu eftir hádegið. Fjögur lík fundust á sunnudaginn og samanlagt hefur því tekist að flytja tólf lík til byggða. Skammt frá tindinum eru 24 lík sem verða flutt um leið og aðstæður leyfa. Ekki er ljóst hvernig fólkið dó en sérfræðingar telja að það hafi kafnað vegna öskufalls, lent undir eða fengið í sig steina, eða andað að sér eitruðum gastegundum. Líkin sem björgunarstarfsmenn fundu í gær fundust skammt frá líkneski á toppi eldfjallsins, á sama svæði og hin fórnarlömbin eru sögð hafa fundist. Á myndum japanska sjónvarpsstöðvarinnar TBS mátti sjá hermenn bera líkpoka að herþyrlu sem hafði lent á tiltölulega opnu svæði við tindinn. Meira en tvö hundruð hermenn og slökkviliðsmenn tóku þátt í leiðangrinum. Þetta er í fyrsta sinn á seinni tímum sem fólk deyr af völdum eldgoss í hinu 3.067 metra háa Ontake-fjalli, sem er vinsælt meðal fjallgöngumanna. Það er 210 kílómetra vestur af höfuðborginni Tókýó. Eldgos varð í fjallinu árið 1979 án þess að nokkur færist. Fjallgöngukona, sem komst heil á húfi niður af fjallinu, sagði við japönsku sjónvarpsstöðina Asahi að ösku og steinum hefði rignt niður af tindinum. „Sumir grófust í ösku upp að hnjám og tveir fyrir framan mig virtust vera dánir,“ sagði hún. Önnur bætti við að einn hefði legið á jörðinni eftir að hafa fengið grjót í bakið, að því er kom fram á vef BBC. „Hann sagði: „Þetta er vont, þetta er vont,“ en eftir einn og hálfan tíma heyrðist ekki meira í honum.“ Japanska veðurstofan hefur spáð áframhaldandi eldgosi og varar við því að hraungrjót úr fjallinu gæti lent í allt að fjögurra kílómetra radíus frá tindinum. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira