Erlent

Bandarískt umferðarskilti: „Næsta vinstri beygja: Rassabær“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Þetta vakti upp hlátrasköll, sé miðað við hvað fólkið á Twitter segir um málið.
Þetta vakti upp hlátrasköll, sé miðað við hvað fólkið á Twitter segir um málið.
Hakkarar létu til skarar skríða í New Jersey á mánudaginn og breyttu skilaboðum á rafrænu umferðarskilti sem vísaði fólki til hins vinsæla ferðamannastaðar Jersey Shore. Þetta rataði í bandarískja fjölmiðla.

Hakkararnir höfðu breytt nafninu á Jersey Shore í „Assville“, sem mætti íslenska sem Rassabæ.

„Assville Next Left“, stóð á skiltinu sem á íslenskast einhvern veginn svo: „Næsta vinstri beygja: Rassabær“.

Þetta framtak kitlaði hláturtaugar margra. Jersey Shore svæðið er heimsfrægt vegna þess að samnefndur sjónvarpsþáttur hefur slegið í gegn. Þar þykir mörgum persónur þáttanna gera lítið úr sjálfum sér og öðrum. Svæðið hefur því fengið nokkuð slæmt orð á sig.

Jersey Shore eru umdeildir þættir.Vísir/Getty
Margir tjáðu sig um þetta á Twitter, eins og sjá má hér að neðan.

Héraðsstjórinn í Upper Township héraðinu í New Jersey, var aftur á móti ekki sammála fólkinu á Twitter. Hann telur skilaboðin á umferðarskiltinu vera móðgandi og villandi.

„Þarna var einhver að reyna að vera fyndinn. Ég held að það sé mikilvægt að tryggja öryggi upplýsngaflæðis á svona skiltum og tryggja að þetta gerist ekki aftur,“ bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×