Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Linda Blöndal skrifar 26. desember 2014 13:37 Fálkaorðuveiting er hefð frá Danmörku sem kom með fullveldinu 1918. Hún á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. Sigmundur Davíð var þann 13. desember síðastliðinn sæmdur stórkrossinum. Flestir íslenskir forsætisráðherrar hafa verið sæmdir stórkrossi. Þó finnast þeir sem ekki fengu hann, eins og Hermann Jónasson á sjötta áratug síðustu aldar, Benedikt Gröndal, Steingrímur Hermannsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem hafnaði orðunni þegar hún sat í embætti forsætisráðherra. Orðustig Hinnar íslensku fálkaorðu eru fimm talsins. Stórkross eins og sá sem Sigmundur fékk er fjórða hæsta stig en fimmta og æðsta stig er keðja með stórkrossstjörnu sem einungis þjóðhöfðingjar bera. Guðmundur Hálfdanarson, sagnfræðingur, segir skoðanir skiptar um orðuveitinguna enda falli hún illa að lýðræðishugmyndum manna í dag. „Íslendingar hafa nú ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta svona vafasamur heiður, sérstaklega að fá þessar æðstu orður. Þetta þótti frekar bera vott um konungshollustu, þetta tengdist konungsvaldinu svona til að byrja með. Þetta er tilbúin hefð sem var flutt inn frá Danmörku,“ segir Guðmundur. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fékk stórriddarakross fálkaorðunnar afhenta fyrr í mánuðinum. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleið frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir eru á einhvern hátt merkilegri en aðrir. Forsætisráðherra fær stórkross, þjóðhöfðingjar fá ennþá stærri kross með keðjum og svo framvegis. Þetta er kannski ekkert gríðarlega lýðræðislegt og tengist ekki okkar lýðræðishugmyndum í dag og á sér auðvitað rætur í samfélagi sem er löngu horfið sem betur fer.“ Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fékk stórkrossinn Fjölmiðlum ekki tilkynnt um athöfnina. 25. desember 2014 13:24 Allir forsætisráðherrar nema fjórir hafa verið sæmdir fálkaorðu "Ekkert leyndó í gangi," segir aðstoðarmaður forsætisráðherra. 25. desember 2014 16:50 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Fálkaorðuveiting er hefð frá Danmörku sem kom með fullveldinu 1918. Hún á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. Sigmundur Davíð var þann 13. desember síðastliðinn sæmdur stórkrossinum. Flestir íslenskir forsætisráðherrar hafa verið sæmdir stórkrossi. Þó finnast þeir sem ekki fengu hann, eins og Hermann Jónasson á sjötta áratug síðustu aldar, Benedikt Gröndal, Steingrímur Hermannsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem hafnaði orðunni þegar hún sat í embætti forsætisráðherra. Orðustig Hinnar íslensku fálkaorðu eru fimm talsins. Stórkross eins og sá sem Sigmundur fékk er fjórða hæsta stig en fimmta og æðsta stig er keðja með stórkrossstjörnu sem einungis þjóðhöfðingjar bera. Guðmundur Hálfdanarson, sagnfræðingur, segir skoðanir skiptar um orðuveitinguna enda falli hún illa að lýðræðishugmyndum manna í dag. „Íslendingar hafa nú ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta svona vafasamur heiður, sérstaklega að fá þessar æðstu orður. Þetta þótti frekar bera vott um konungshollustu, þetta tengdist konungsvaldinu svona til að byrja með. Þetta er tilbúin hefð sem var flutt inn frá Danmörku,“ segir Guðmundur. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fékk stórriddarakross fálkaorðunnar afhenta fyrr í mánuðinum. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleið frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir eru á einhvern hátt merkilegri en aðrir. Forsætisráðherra fær stórkross, þjóðhöfðingjar fá ennþá stærri kross með keðjum og svo framvegis. Þetta er kannski ekkert gríðarlega lýðræðislegt og tengist ekki okkar lýðræðishugmyndum í dag og á sér auðvitað rætur í samfélagi sem er löngu horfið sem betur fer.“
Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fékk stórkrossinn Fjölmiðlum ekki tilkynnt um athöfnina. 25. desember 2014 13:24 Allir forsætisráðherrar nema fjórir hafa verið sæmdir fálkaorðu "Ekkert leyndó í gangi," segir aðstoðarmaður forsætisráðherra. 25. desember 2014 16:50 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Allir forsætisráðherrar nema fjórir hafa verið sæmdir fálkaorðu "Ekkert leyndó í gangi," segir aðstoðarmaður forsætisráðherra. 25. desember 2014 16:50