Innlent

Allir forsætisráðherrar nema fjórir hafa verið sæmdir fálkaorðu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
"Ekkert leyndó í gangi," segir aðstoðarmaður Sigmundar.
"Ekkert leyndó í gangi," segir aðstoðarmaður Sigmundar. vísir/stefán
Hefð er fyrir því að forsætisráðherra Íslands sé sæmdur stórkrossi fálkaorðunnar og hefur svo verið í fjölda ára. Því hafa allir forsætisráðherrar Íslands verið sæmdir fálkaorðu nema fjórir. Það eru þeir Hermann Jónasson, Benedikt Gröndal, Steingrímur Hermannsson og Jóhanna Sigurðardóttir, að því er greint er frá á vef Kjarnans. Jóhanna hafnaði stórkrossinum þegar hún sat sem forsætisráðherra á síðasta kjörtímabili.

Í morgun var greint frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefði verið sæmdur stórkrossi 13.desember síðastliðinn. Athygli vakti að ekki var greint frá veitingunni nema á undirsíðu á heimasíðu embættis forseta Íslands og að ekki hefði verið send út tilkynning þess efnis.

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, segir á Facebook síðu sinni að aldrei hafi nein leynd hvílt yfir veitingu fálkaorðunnar. Hefð sé fyrir veitingunni og því hafi ekki verið send út fréttatilkynning „með lúðrablæstri um eitthvað sem er hefðbundið“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×