Sigmundur Davíð fékk stórkrossinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. desember 2014 13:24 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var sæmdur stórkrossinum hinn 13. desember síðastliðinn. Degi áður, eða 12. desember, var Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sæmdur stórriddarakrossinum. Athafnirnar fóru fram á Bessastöðum, eins og venja er, en var fjölmiðlum ekki tilkynnt um þær. DV greindi fyrst frá. Orðustig íslensku fálkaorðunnar eru fimm talsins. Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Annað stigið er stórriddarakross, síðan stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar. Gefist tilefni til getur orðunefnd hækkað einstakling um orðustig. Sigmundur er annar einstaklingurinn í ár sem fær slíka viðurkenningu en í ágúst síðastliðnum var Dag Wernö Holter norskur sendiherra sæmdur stórkrossinum. Árið 2013 voru þrettán erlendir einstaklingar sæmdir stórkrossinum og tveir árið 2012. Það voru þau Karl Sigurbjörnsson biskup og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fyrir störf þeirra og forystu í málefnum þjóðkirkju og trúarlífs. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, er formaður orðunefndarinnar. Þá eru það þau Ellert B. Schram, fyrrverandi forseti ÍSÍ, Rakel Olsen, Ólafur Egilsson, Þórunn Sigurðardóttir og Örnólfur Thorsson sem skipa stjórn orðunefndarinnar. Fálkaorðan er íslensk heiðursviðurkenning sem veitt er bæði íslenskum og erlendum einstaklingum. Hún var stofnuð 3.júlí 1921 af Kristjáni X „til að sæma þá sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður Íslands“. Nýjum orðuhöfum er oftast veitt viðurkenningin á nýársdag eða á þjóðhátíðardaginn 17.júní af forseta Íslands. Öllum er frjálst að tilnefna einstaklinga sem þeir telja verðuga orðuþega. Sérstök nefnd fjallar um tilnefningarnar og gerir tillögur til forseta um hverjir skuli hljóta orðu. Oftast er það ríflegur tugur hverju stigi. Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var sæmdur stórkrossinum hinn 13. desember síðastliðinn. Degi áður, eða 12. desember, var Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sæmdur stórriddarakrossinum. Athafnirnar fóru fram á Bessastöðum, eins og venja er, en var fjölmiðlum ekki tilkynnt um þær. DV greindi fyrst frá. Orðustig íslensku fálkaorðunnar eru fimm talsins. Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Annað stigið er stórriddarakross, síðan stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar. Gefist tilefni til getur orðunefnd hækkað einstakling um orðustig. Sigmundur er annar einstaklingurinn í ár sem fær slíka viðurkenningu en í ágúst síðastliðnum var Dag Wernö Holter norskur sendiherra sæmdur stórkrossinum. Árið 2013 voru þrettán erlendir einstaklingar sæmdir stórkrossinum og tveir árið 2012. Það voru þau Karl Sigurbjörnsson biskup og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fyrir störf þeirra og forystu í málefnum þjóðkirkju og trúarlífs. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, er formaður orðunefndarinnar. Þá eru það þau Ellert B. Schram, fyrrverandi forseti ÍSÍ, Rakel Olsen, Ólafur Egilsson, Þórunn Sigurðardóttir og Örnólfur Thorsson sem skipa stjórn orðunefndarinnar. Fálkaorðan er íslensk heiðursviðurkenning sem veitt er bæði íslenskum og erlendum einstaklingum. Hún var stofnuð 3.júlí 1921 af Kristjáni X „til að sæma þá sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður Íslands“. Nýjum orðuhöfum er oftast veitt viðurkenningin á nýársdag eða á þjóðhátíðardaginn 17.júní af forseta Íslands. Öllum er frjálst að tilnefna einstaklinga sem þeir telja verðuga orðuþega. Sérstök nefnd fjallar um tilnefningarnar og gerir tillögur til forseta um hverjir skuli hljóta orðu. Oftast er það ríflegur tugur hverju stigi.
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira