Segja gjaldtöku við Kerið lögmæta Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2014 14:09 Óskar Magnússon, talsmaður Kerfélagsins. Vísir/Vilhelm/Stefán Afstaða Kerfélagsins til gjaldtöku við Kerið er sú að hún sé fullkomlega lögmæt og heimil samkvæmt lögum. „Ekki bara það heldur ber okkur skylda til að vernda þetta land sem telst til náttúruperlna á Íslandi,“ segir Óskar Magnússon, talsmaður Kerfélagsins. „Við höfum fært fyrir þessu lögfræðileg rök. Svo sannarlegar eru ákvæði í náttúruverndarlögum um almannarétt. Þar eru líka jafn mikilvæg ákvæði sem takmarka almannaréttinn. Það er þetta sem menn vilja svo illa skilja.“ Óskar segir engan ágreining vera um að almannréttur sé til og sé búinn að vera til frá dögum Jónsbókar. Í náttúruverndarlögunum sem nú gilda, séu þó mjög skýr ákvæði sem takmarki almannarétt. „Það eru alveg eðlilegar ástæður fyrir því vegna þess að þó að menn vilji nú vitna í Jónsbók, þá komu ekki fimm hundruð þúsund ferðamenn með rútubifreiðum á Jónsbókartíma. Sá tími er liðinn og auðvitað tekur löggjafinn nú mið af þeim tímum sem við lifum á en ekki tímum Jónsbókar,“ segir Óskar. „Það er alveg rétt og mjög sjálfsagt að virða allan almannarétt og það eru engir í okkar hópi sem ekki vill gera það. Í lögunum eru þó takmarkanir á honum við ákveðnar aðstæður og þær eru nú til staðar.“Skoðun Umhverfisstofnunar reist á veikum grunni Ennfremur segir Óskar að skoðun Umhverfisstofnunar sem sett var fram um að gjaldtaka væri ólögleg, væri ekki vel rökstudd. „Auk þess var hún ekki borin undir okkur og okkur var ekki gefinn kostur á að njóta andmælaréttar eða neins slíks sem stjórnsýslunni þó ber að leyfa okkur að gera.“ „Ég tel að sú skoðun sé reist á afar veikum grunni. Enda kemur á daginn að stofnunin hefur ekkert gert í málinu. Ef hún hefði raunverulega lögfræðilega stöðu eins og hún er að reyna að láta liggja að, væri hún þá ekki búin að gera eitthvað. Óskar segir að í grein eftir Stefán Þórsson, landfræðing, sem birt var í Fréttablaðinu í dag, sé því haldið fram að gjaldtakan sé yfirskyn. Að landið sé í raun ekki undir ágangi. „Það er í fyrsta sinn sem ég sé því haldið fram. Á bökkum Kersins hafa staðið forstjóri Umhverfisstofnunar og ferðamálastjóri það hefur enginn ágreiningur verið um það á milli okkar Kersmanna og þeirra um að það þurfi svo sannarlega endurbætur við Kerið.“ Óskar segir endurbætur við Kerið þegar byrjaðar. „Þær byrjuðu strax og það fór að koma inn aur í gjaldtökunni í fyrra. Þá byrjuðum við að bera möl og laga stíga, setja upp merkingar og bönd og framvegis. Þetta er þegar farið að sýna sig og skila sér,“ segir Óskar. Tengdar fréttir Réttur til frjálsrar farar um eigið land ekki vafaatriði „Almenningur verður að gera sér grein fyrir því hve hættulegt fordæmi mun skapast ef svona sjálftaka verður látin óáreitt og grundvallarréttindum okkar stofnað í hættu,“ segir Stefán Þórsson, landfræðingur. 9. júlí 2014 10:12 Ræningjar leika lausum hala í sveitum landsins Umhverfisstofnun (UST) hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að gjaldtaka við Kerið sé ólögmæt. Sú ólöglega miðasala hefur nú staðið yfir í eitt ár, en mun vonandi verða stöðvuð fljótlega þar sem UST virðist loksins ætla að sinna lögbundinni skyldu sinni, 9. júlí 2014 07:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Afstaða Kerfélagsins til gjaldtöku við Kerið er sú að hún sé fullkomlega lögmæt og heimil samkvæmt lögum. „Ekki bara það heldur ber okkur skylda til að vernda þetta land sem telst til náttúruperlna á Íslandi,“ segir Óskar Magnússon, talsmaður Kerfélagsins. „Við höfum fært fyrir þessu lögfræðileg rök. Svo sannarlegar eru ákvæði í náttúruverndarlögum um almannarétt. Þar eru líka jafn mikilvæg ákvæði sem takmarka almannaréttinn. Það er þetta sem menn vilja svo illa skilja.“ Óskar segir engan ágreining vera um að almannréttur sé til og sé búinn að vera til frá dögum Jónsbókar. Í náttúruverndarlögunum sem nú gilda, séu þó mjög skýr ákvæði sem takmarki almannarétt. „Það eru alveg eðlilegar ástæður fyrir því vegna þess að þó að menn vilji nú vitna í Jónsbók, þá komu ekki fimm hundruð þúsund ferðamenn með rútubifreiðum á Jónsbókartíma. Sá tími er liðinn og auðvitað tekur löggjafinn nú mið af þeim tímum sem við lifum á en ekki tímum Jónsbókar,“ segir Óskar. „Það er alveg rétt og mjög sjálfsagt að virða allan almannarétt og það eru engir í okkar hópi sem ekki vill gera það. Í lögunum eru þó takmarkanir á honum við ákveðnar aðstæður og þær eru nú til staðar.“Skoðun Umhverfisstofnunar reist á veikum grunni Ennfremur segir Óskar að skoðun Umhverfisstofnunar sem sett var fram um að gjaldtaka væri ólögleg, væri ekki vel rökstudd. „Auk þess var hún ekki borin undir okkur og okkur var ekki gefinn kostur á að njóta andmælaréttar eða neins slíks sem stjórnsýslunni þó ber að leyfa okkur að gera.“ „Ég tel að sú skoðun sé reist á afar veikum grunni. Enda kemur á daginn að stofnunin hefur ekkert gert í málinu. Ef hún hefði raunverulega lögfræðilega stöðu eins og hún er að reyna að láta liggja að, væri hún þá ekki búin að gera eitthvað. Óskar segir að í grein eftir Stefán Þórsson, landfræðing, sem birt var í Fréttablaðinu í dag, sé því haldið fram að gjaldtakan sé yfirskyn. Að landið sé í raun ekki undir ágangi. „Það er í fyrsta sinn sem ég sé því haldið fram. Á bökkum Kersins hafa staðið forstjóri Umhverfisstofnunar og ferðamálastjóri það hefur enginn ágreiningur verið um það á milli okkar Kersmanna og þeirra um að það þurfi svo sannarlega endurbætur við Kerið.“ Óskar segir endurbætur við Kerið þegar byrjaðar. „Þær byrjuðu strax og það fór að koma inn aur í gjaldtökunni í fyrra. Þá byrjuðum við að bera möl og laga stíga, setja upp merkingar og bönd og framvegis. Þetta er þegar farið að sýna sig og skila sér,“ segir Óskar.
Tengdar fréttir Réttur til frjálsrar farar um eigið land ekki vafaatriði „Almenningur verður að gera sér grein fyrir því hve hættulegt fordæmi mun skapast ef svona sjálftaka verður látin óáreitt og grundvallarréttindum okkar stofnað í hættu,“ segir Stefán Þórsson, landfræðingur. 9. júlí 2014 10:12 Ræningjar leika lausum hala í sveitum landsins Umhverfisstofnun (UST) hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að gjaldtaka við Kerið sé ólögmæt. Sú ólöglega miðasala hefur nú staðið yfir í eitt ár, en mun vonandi verða stöðvuð fljótlega þar sem UST virðist loksins ætla að sinna lögbundinni skyldu sinni, 9. júlí 2014 07:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Réttur til frjálsrar farar um eigið land ekki vafaatriði „Almenningur verður að gera sér grein fyrir því hve hættulegt fordæmi mun skapast ef svona sjálftaka verður látin óáreitt og grundvallarréttindum okkar stofnað í hættu,“ segir Stefán Þórsson, landfræðingur. 9. júlí 2014 10:12
Ræningjar leika lausum hala í sveitum landsins Umhverfisstofnun (UST) hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að gjaldtaka við Kerið sé ólögmæt. Sú ólöglega miðasala hefur nú staðið yfir í eitt ár, en mun vonandi verða stöðvuð fljótlega þar sem UST virðist loksins ætla að sinna lögbundinni skyldu sinni, 9. júlí 2014 07:00