Erlent

Einn lést og sjö slösuðust í gassprengingu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
VÍSIR/AP
Einn lést og sjö slösuðust þegar gríðar mikil gassprenging varð í fjölbýli í suðurhluta New Jersey í Bandaríkjunum í gær.  Tveir eru alvarlega slasaðir.

Mikill eldur kom upp og þykkur reykurinn lagðist yfir nálæg hús. Tugir íbúða innan fjölbýlisins eyðilögðust.

Orsök sprengingarinnar er ókunn að svo stöddu en formleg rannsókn er hafin. Líkur benda þó til þess að að gasrör hafi sprungið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×