Enski boltinn

Komið að því að Arsenal taki titilinn

Hjörvar hefur trú á Arsenal í vetur.
Hjörvar hefur trú á Arsenal í vetur. Vísir/Getty
Hjörvar Hafliðason hefur trú á því að lærisveinar Arsene Wenger standi uppi sem sigurvegarar í ensku úrvalsdeildinni í haust.

Eftir mögur ár tókst liðinu loksins að vinna bikar þegar liðið sigraði Hull City í úrslitum FA-bikarsins á síðasta tímabili. Þá vann liðið sannfærandi sigur á Manchester City í Góðgerðarskildinum um síðustu helgi.

„Mér hefur aldrei fundist jafn erfitt að spá fyrir um sigurvegara í deildinni. Hefði Luis Suarez verið áfram hjá Liverpool þá hefði ég líklega spáð þeim titilinum en þar sem hann er farinn þá er ég ekki jafn sannfærður. Ég held að það vanti hungur í City og sumarið hjá þeim ljósbláu hefur einkennst af vandræðum Yaya Touré. Ég er ekki sannfærður um Chelsea, sérstaklega framlínuna og því spái ég Arsenal Englandsmeistaratitilinum.“

„Nú hlýtur að vera komið að því að Arsene Wenger og félagar nái keppa í fullri alvöru um titilinn. Það hefur ekkert verið sparað á Emirates í sumar og krafa stuðningsmanna félagsins er skýr; titillinn og hann strax.“

Tólf síðna sérblað um ensku úrvalsdeildina fylgir helgarblaði Fréttablaðsins á morgun. Í blaðinu er meðal annars rætt við Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea, Grétar Rafn Steinsson fjallar um fyrrverandi læriföður sinn, Louis van Gaal, og fjallað er um sóknarlínu Liverpool eftir brotthvarf Luis Suárez svo fátt eitt sé nefnt.  Ekki missa af því.  

Stöð 2 Sport 2 sýnir 380 beinar útsendingar frá Enska boltanum á komandi tímabili. Net og heimasími fylgir með Enska pakkanum. Fáðu þér áskrift á 365.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×