Enski boltinn

Ársmiðinn langdýrastur hjá Arsenal en ódýrastur hjá City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Það kostar sitt að vera ársmiðahafi hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal en ársmiðinn er langdýrastur hjá Lundúnafélaginu. Þetta kemur fram í úttekt hjá Sporting Intelligence sem Telegraph segir frá.

Ódýrasti ársmiðinn hjá Arsenal kostar 1014 pund eða 196 þúsund krónur íslenskar en það er 219 pundum dýrara (56 þúsund íslenskar krónur) en ársmiðinn hjá nágrönnum þeirra í Tottenham sem koma næstir.

Það kostar hinsvegar aðeins 299 pund, 58 þúsund íslenskar, að kaupa ódýrasta ársmiðann hjá Englandsmeisturum Manchester City sem er það minnsta í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Einstakir miðar á heimaleiki Manchester City eru hinsvegar þeir dýrustu en ódýrustu miðarnir á Ethiad-völlinn kosta 44 pund eða 8500 krónur íslenskar. Ódýrasti miðinn á Anfield kostar hinsvegar "aðeins" 19 pund og það er bara ódýrar að kaupa miða á heimaleiki Hull og Leicester.

Hér fyrir neðan má sjá hvað það kostar að kaupa ódýrustu ársmiða og ódýrustu miða á heimaleiki félaga í ensku úrvalsdeildinni.

Verð á ódýrustu ársmiðum félaga í ensku úrvalsdeildinni:

Arsenal    £1,014

Tottenham    £795

Liverpool    £710

West Ham    £640

Southampton    £608

Chelsea    £595

Crystal Palace    £550

Everton    £544

Man Utd    £532

Hull    £501

Burnley    £499

QPR    £499

Stoke    £459

Swansea    £449

Sunderland    £400

Newcastle    £383

Leicester    £365

West Brom    £349

Aston Villa    £335

Man City    £299

Verð á ódýrustu miðum á völlinn í ensku úrvalsdeildinni:

Man City £44

Chelsea £41

Swansea £35

Burnley £35

QPR £35

Everton £33

Tottenham £32

Southampton £32

Man Utd £31

Arsenal    £26

Newcastle £26

Sunderland £25

Crystal Palace £25

Stoke £25

West Brom £25

Aston Villa £22

West Ham £20

Liverpool £19

Hull £16

Leicester £15.

Það má finna greinina á Telegraph með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×