Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 1-1 | Víkingur náði stigi í Lautinni Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli skrifar 10. ágúst 2014 12:24 Albert Brynjar Ingason og Ívar Örn Jónsson í baráttunni um boltann í Lautinni í kvöld. vísir/vilhelm Víkingur og Fylkir skildu jöfn 1-1 þegar þau mættust í fimmtándu umferð Pepsí deildar karla í Árbænum í kvöld. Fylkir var nær því að vinna leikinn undir lokin. Fylki tókst mjög vel upp í að hindra Víking í að leika sinn leik. Varnarleikur heimamanna var öflugur og liðið náði að halda Aroni Elís Þrándarsyni niðri. Sóknarleikur Víkings hefur á tíðum verið hraður í sumar en hann náði sér aldrei á strik í kvöld. Víkingi hefur reyndar ekki gengið vel gegn Fylki en þeir appelsínugulu voru búnir að vinna níu deildarleiki í röð gegn Víkingi í deild. Fylkir komst yfir um miðjan fyrri hálfleik þegar Albert Brynjar Ingason skoraði í öðrum leiknum í röð en hann hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum frá því hann kom frá FH í júlí. Fylkir var einu marki yfir í hálfleik og þó Víkingur væri meira með boltann var það Ingvar Þór Kale markvörður Víkings sem þurfti að hafa meira fyrir hlutunum en Bjarni Þórður Halldórsson kollegi hans.Pape Mamadou Faye jafnaði leikinn þegar hálftími var til leiks og reyndist það síðasta mark leiksins. Víkingur hóf seinni hálfleikinn vel en náði ekki að fylgja markinu eftir. Fylkir fékk dauðafæri til að tryggja sér sigurinn en liðið sótti ákaft eftir að Víkingur jafnaði metin en þegar liðið fann leiðina framhjá Ingvari Þór þá bjargaði sláin Víkingum. Víkingur er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum frá toppsætinu og þremur stigum á undan KR sem á leik til góð. Fylkir lyfti sér upp í 7. sæti deildarinnar með stiginu en liðið er þremur stigum frá fallsæti.Kjartan Ágúst Breiðdal fer framhjá Igor Taskovic.vísir/vilhelmÁsmundur: Sköpuðum færi til að vinna leikinn „Mér fannst við eiga meira skilið. Víkingarnir héldu kannski boltanum aðeins betur en við en við fengum miklu fleiri færi og maður vill nýta eitthvað af þessum færum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis sem var alls ekki sáttur við stigið í kvöld. „Heilt yfir er ég nokkuð ánægður. Á köflum gáfum við þeim of mikið pláss en skipulagið hélt vel. Vinnuframlagið var gott og við sköpuðum okkur færi til að vinna leikinn. Þeir sköpuðu sér lítið á móti og skora eftir hornspyrnu sem er svekkjandi. Ég hefði viljað þrjú stig. „Við erum og búnir að vera í mikilli baráttu í neðri hlutanum og ég á svo sem alveg von á að hún haldi áfram og við erum tilbúnir í hana áfram,“ sagði Ásmundur sem staðfesti að Sadmir Zekovic sé á leið frá félaginu. „Þetta er ágætis leikmaður en hann small ekki inn í okkar lið. Það náðist samkomulag um klára það.“Ingvar Þór Kale grípur inn í.vísir/vilhelmPape: Allt annað Fylkislið „Við vorum ekki að gera það sem var skipulagt fyrir leikinn í fyrri hálfleik en við náðum að sýna karakter í seinni hálfleik og með heppni náði ég að skora eftir hornspyrnu,“ sagði Pape Mamadou Faye sóknarmaður Víkings. „Það er alltaf skrýtið að mæta á Fylkisvöll og spila gegn Fylki. Þetta eru allt drengir sem ég ólst upp með hérna en ég er leikmaður Víkings og við förum í alla leiki til að sækja til sigurs. Við erum sáttir með þetta eina stig hérna,“ sagði Pape sem lék upp alla yngri flokkana hjá Fylki. „Oftast er það þannig að þegar lið jafnar að það komi sjálfstraust í leikinn en Fylkisliðið er grimmt. Þetta lið Fylkis er allt annað en var í upphafi móts. Þeir eru búnir að fá menn eins og Albert Brynjar heim og við vissum að þetta yrði ekki auðvelt fyrir okkur. „Þeir voru grimmir og þetta var jafn leikur og er jafntefli sanngjörn úrslit,“ sagði Pape. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Víkingur og Fylkir skildu jöfn 1-1 þegar þau mættust í fimmtándu umferð Pepsí deildar karla í Árbænum í kvöld. Fylkir var nær því að vinna leikinn undir lokin. Fylki tókst mjög vel upp í að hindra Víking í að leika sinn leik. Varnarleikur heimamanna var öflugur og liðið náði að halda Aroni Elís Þrándarsyni niðri. Sóknarleikur Víkings hefur á tíðum verið hraður í sumar en hann náði sér aldrei á strik í kvöld. Víkingi hefur reyndar ekki gengið vel gegn Fylki en þeir appelsínugulu voru búnir að vinna níu deildarleiki í röð gegn Víkingi í deild. Fylkir komst yfir um miðjan fyrri hálfleik þegar Albert Brynjar Ingason skoraði í öðrum leiknum í röð en hann hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum frá því hann kom frá FH í júlí. Fylkir var einu marki yfir í hálfleik og þó Víkingur væri meira með boltann var það Ingvar Þór Kale markvörður Víkings sem þurfti að hafa meira fyrir hlutunum en Bjarni Þórður Halldórsson kollegi hans.Pape Mamadou Faye jafnaði leikinn þegar hálftími var til leiks og reyndist það síðasta mark leiksins. Víkingur hóf seinni hálfleikinn vel en náði ekki að fylgja markinu eftir. Fylkir fékk dauðafæri til að tryggja sér sigurinn en liðið sótti ákaft eftir að Víkingur jafnaði metin en þegar liðið fann leiðina framhjá Ingvari Þór þá bjargaði sláin Víkingum. Víkingur er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum frá toppsætinu og þremur stigum á undan KR sem á leik til góð. Fylkir lyfti sér upp í 7. sæti deildarinnar með stiginu en liðið er þremur stigum frá fallsæti.Kjartan Ágúst Breiðdal fer framhjá Igor Taskovic.vísir/vilhelmÁsmundur: Sköpuðum færi til að vinna leikinn „Mér fannst við eiga meira skilið. Víkingarnir héldu kannski boltanum aðeins betur en við en við fengum miklu fleiri færi og maður vill nýta eitthvað af þessum færum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis sem var alls ekki sáttur við stigið í kvöld. „Heilt yfir er ég nokkuð ánægður. Á köflum gáfum við þeim of mikið pláss en skipulagið hélt vel. Vinnuframlagið var gott og við sköpuðum okkur færi til að vinna leikinn. Þeir sköpuðu sér lítið á móti og skora eftir hornspyrnu sem er svekkjandi. Ég hefði viljað þrjú stig. „Við erum og búnir að vera í mikilli baráttu í neðri hlutanum og ég á svo sem alveg von á að hún haldi áfram og við erum tilbúnir í hana áfram,“ sagði Ásmundur sem staðfesti að Sadmir Zekovic sé á leið frá félaginu. „Þetta er ágætis leikmaður en hann small ekki inn í okkar lið. Það náðist samkomulag um klára það.“Ingvar Þór Kale grípur inn í.vísir/vilhelmPape: Allt annað Fylkislið „Við vorum ekki að gera það sem var skipulagt fyrir leikinn í fyrri hálfleik en við náðum að sýna karakter í seinni hálfleik og með heppni náði ég að skora eftir hornspyrnu,“ sagði Pape Mamadou Faye sóknarmaður Víkings. „Það er alltaf skrýtið að mæta á Fylkisvöll og spila gegn Fylki. Þetta eru allt drengir sem ég ólst upp með hérna en ég er leikmaður Víkings og við förum í alla leiki til að sækja til sigurs. Við erum sáttir með þetta eina stig hérna,“ sagði Pape sem lék upp alla yngri flokkana hjá Fylki. „Oftast er það þannig að þegar lið jafnar að það komi sjálfstraust í leikinn en Fylkisliðið er grimmt. Þetta lið Fylkis er allt annað en var í upphafi móts. Þeir eru búnir að fá menn eins og Albert Brynjar heim og við vissum að þetta yrði ekki auðvelt fyrir okkur. „Þeir voru grimmir og þetta var jafn leikur og er jafntefli sanngjörn úrslit,“ sagði Pape.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn