Erlent

Fjöldamorðin jafnast á við morðin á Tiananmen-torgi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Myndin er tekin sumarið 2013, stuttu eftir að Mohammed Morsi forseta hafði verið steypt af stóli.
Myndin er tekin sumarið 2013, stuttu eftir að Mohammed Morsi forseta hafði verið steypt af stóli. Vísir/AP
Fjöldamorðin á mótmælendum í Egyptalandi á síðasta ári eru ein þau verstu í sögunni og jafnast á við morðin á mótmælendum á Tiananmen-torgi í Peking árið 1989.

Þetta fullyrða mannréttindasamtökin Human Rights Watch, sem hafa sent frá sér harðorða skýrslu um atburðina í Kaíró sumarið 2013.

Í skýrslunni eru egypsk stjórnvöld sökuð um glæpi gegn mannkyni. Sameinuðu þjóðirnar eru hvattar til þess að hefja rannsókn á fjöldamorðunum, þar sem athyglinni verði einkum beint að Abdel Fattah el Sissi, sem nú er orðinn forseti, og um það bil tíu yfirmönnum í öryggissveitum hans.

Samtökin segja her og lögreglu hafa orðið að minnsta kosti 817 mótmælendum að bana eftir að Mohammed Morsi forseta var steypt af stóli í byrjun júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×