Enski boltinn

Ljungberg: Özil mun eiga frábært tímabil

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mezut Özil varð heimsmeistari með Þýskalandi í sumar.
Mezut Özil varð heimsmeistari með Þýskalandi í sumar. vísir/getty
Freddy Ljungberg, fyrrverandi leikmaður Arsenal og sænska landsliðsins í knattspyrnu, telur að MezutÖzil, þýski miðjumaðurinn í röðum Arsenal, muni eiga frábært tímabil í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Özil gekk í raðir Arsenal síðasta sumar fyrir 42,5 milljónir punda, en náði aldrei sömu hæðum og hann gerði hjá Real Madrid á sínu fyrsta tímabili í Lundúnum.

„Í heildina er enska úrvalsdeildin sú erfiðasta að koma í hvað varðar líkamlegan styrk. Hún er frábrugðin öllum öðrum deildum,“ segir Ljungberg.

„Ég hef séð marga leikmenn koma til Englands og byrja vel en svo verða þreytta því í ensku úrvalsdeildinni eru menn tæklaðir og fá ekki alltaf aukaspyrnur. Það getur reynst tekknískum leikmönnum erfitt.“

„Kannski það hafi komið fyrir Özil á einhverjum tímapunkti. En nú er hann orðinn vanur þessu. Enski boltinn er ekki eins og sá spænski. Ég tel að hann muni eiga frábært tímabil. Það tekur leikmenn oft eitt ár að venjast enska boltanum,“ segir Freddy Ljungberg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×