Nýr héraðssaksóknari með fimmtíu menn að störfum Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. nóvember 2014 08:30 Talsverðar breytingar verða á skipan dómskerfisins samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra. vísir/ernir Gert er ráð fyrir að fimmtíu manns muni starfa hjá embætti héraðssaksóknara sem til stendur að stofna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra kynnti frumvarpið í ríkisstjórn í gær. Frumvarpið var samið á vegum réttarfarsnefndar að frumkvæði dómsmálaráðherra, meðal annars á grundvelli minnisblaðs stýrihóps um mótun réttaröryggisáætlunar og vinnuhóps um framtíðarskipan ákæruvalds. Samkvæmt frumvarpinu verður ákæruvald á tveimur stigum. Annars vegar ríkissaksóknari á efra ákærustigi og hins vegar níu lögreglustjóraembætti og héraðssaksóknari á lægra ákæruvaldsstigi. Í minnisblaðinu segir að héraðssaksóknari muni fara með ákæruvald vegna flestra þeirra brota sem ríkissaksóknari fer nú með ákæruvald í fyrir héraðsdómi og fari jafnframt með rannsókn og saksókn alvarlegra skattalaga- og efnahagsbrota, brota gegn valdstjórninni og brota starfsmanna lögreglu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er dómsmálaráðherravísir/gvaÞá segir að ársverk við embætti sérstaks saksóknara hafi orðið flest 94 á árinu 2012 og litlu færri á árinu 2013. Reikna megi með að ársverk við embættið á árinu 2014 séu 68. Starfsmenn við embætti héraðssaksóknara verði talsvert færri, eða um 50, þrátt fyrir að verkefni þess verði aukin. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sú deild sem fengist við þau ákæruvaldsverkefni sem flutt yrðu frá ríkissaksóknara og vegna brota starfsmanna lögreglu og brota gegn valdstjórninni yrði nokkuð afmörkuð frá annarri starfsemi og að yfir þeirri deild yrði yfirsaksóknari. Yfir ákæruvaldsverkefnum á sviði skattalaga- og efnahagsbrota yrði saksóknari efnahagsbrota. Auk forstöðumanns yrðu 6 ársverk við stoðþjónustu. Um 28 yrðu við verkefni sem embætti sérstaks saksóknara hefur sinnt en 15 við verkefni frá ríkissaksóknara, ríkislögreglustjóra og öðrum lögregluembættum svo og ný verkefni. Í minnisblaðinu segir að að því gefnu að Alþingi ljúki löggjafarvinnunni fyrir næstu áramót ætti að vera raunhæft að lögin tækju gildi 1. janúar 2016 og embættið tæki þá til starfa. Ekki virðist þjóna neinum tilgangi að gera breytingar á starfsemi embættis sérstaks saksóknara fyrr en embætti héraðssaksóknara tæki við verkefnum þess, en þó ætti að vera unnt að fækka starfsmönnum sérstaks saksóknara verulega frá 1. janúar 2015 eða niður í 45-50. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir að fimmtíu manns muni starfa hjá embætti héraðssaksóknara sem til stendur að stofna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra kynnti frumvarpið í ríkisstjórn í gær. Frumvarpið var samið á vegum réttarfarsnefndar að frumkvæði dómsmálaráðherra, meðal annars á grundvelli minnisblaðs stýrihóps um mótun réttaröryggisáætlunar og vinnuhóps um framtíðarskipan ákæruvalds. Samkvæmt frumvarpinu verður ákæruvald á tveimur stigum. Annars vegar ríkissaksóknari á efra ákærustigi og hins vegar níu lögreglustjóraembætti og héraðssaksóknari á lægra ákæruvaldsstigi. Í minnisblaðinu segir að héraðssaksóknari muni fara með ákæruvald vegna flestra þeirra brota sem ríkissaksóknari fer nú með ákæruvald í fyrir héraðsdómi og fari jafnframt með rannsókn og saksókn alvarlegra skattalaga- og efnahagsbrota, brota gegn valdstjórninni og brota starfsmanna lögreglu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er dómsmálaráðherravísir/gvaÞá segir að ársverk við embætti sérstaks saksóknara hafi orðið flest 94 á árinu 2012 og litlu færri á árinu 2013. Reikna megi með að ársverk við embættið á árinu 2014 séu 68. Starfsmenn við embætti héraðssaksóknara verði talsvert færri, eða um 50, þrátt fyrir að verkefni þess verði aukin. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sú deild sem fengist við þau ákæruvaldsverkefni sem flutt yrðu frá ríkissaksóknara og vegna brota starfsmanna lögreglu og brota gegn valdstjórninni yrði nokkuð afmörkuð frá annarri starfsemi og að yfir þeirri deild yrði yfirsaksóknari. Yfir ákæruvaldsverkefnum á sviði skattalaga- og efnahagsbrota yrði saksóknari efnahagsbrota. Auk forstöðumanns yrðu 6 ársverk við stoðþjónustu. Um 28 yrðu við verkefni sem embætti sérstaks saksóknara hefur sinnt en 15 við verkefni frá ríkissaksóknara, ríkislögreglustjóra og öðrum lögregluembættum svo og ný verkefni. Í minnisblaðinu segir að að því gefnu að Alþingi ljúki löggjafarvinnunni fyrir næstu áramót ætti að vera raunhæft að lögin tækju gildi 1. janúar 2016 og embættið tæki þá til starfa. Ekki virðist þjóna neinum tilgangi að gera breytingar á starfsemi embættis sérstaks saksóknara fyrr en embætti héraðssaksóknara tæki við verkefnum þess, en þó ætti að vera unnt að fækka starfsmönnum sérstaks saksóknara verulega frá 1. janúar 2015 eða niður í 45-50.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira