Vilja skipta Google upp Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. nóvember 2014 07:30 Leitarvél Google mótar mjög netnotkun fjölda fólks. Nordicphotos/AFP Stofnanir Evrópusambandsins eru í vaxandi mæli farnar að skipta sér af starfsemi bandaríska netrisans Google. Í gær samþykktu þingmenn Evrópuþingsins ályktun um að leitarþjónusta Google verði aðskilin frá annarri þjónustu fyrirtækisins. Ályktunin er ekki bindandi, en var samþykkt með 384 atkvæðum gegn 174. Við atkvæðagreiðsluna í gær sátu 56 þingmenn hjá. Þá hefur rannsókn á Google verið í gangi í fjögur ár á vegum samkeppniseftirlits Evrópusambandsins, og snýst sú rannsókn um það hvort Google misnoti sér yfirburðastöðu sína sem helsta leitarvél á vefnum. Til dæmis gæti Google þess að önnur þjónusta fyrirtækisins, eins og til dæmis kortavefur Google, lendi efst eða ofarlega á lista þegar fólk leitar að slíku. „Þegar fyrirtæki er nánast með einokunarstöðu, þá þarf það hreinlega að sætta sig við að geta ekki boðið upp á allt í einu,“ segir þýski Evrópuþingmaðurinn Jan Philipp Albrecht, úr flokki Græningja, í viðtali við þýska sjónvarpið ARD. Fyrr á árinu kvað Evrópudómstóllinn upp þann úrskurð að Google beri að verða við óskum um að niðrandi efni um einstaklinga á netinu „gleymist“ fari viðkomandi einstaklingar fram á það. Á miðvikudaginn lýsti svo persónuvernd Evrópusambandsins því yfir að þessi „réttur til að gleymast“ eigi ekki einungis að gilda um efni á landsvefjum Google heldur einnig um efni á almenna vefnum Google.com. Bandarísk stjórnvöld hafa varað Evrópuþingið við afskiptum af rekstri Google. Fastafulltrúar Bandaríkjanna sendu fyrr í vikunni frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir segjast hafa áhyggjur af því að evrópskir stjórnmálamenn reyni að hafa áhrif á rannsókn samkeppniseftirlitsins. Þingmenn Evrópuþingsins hafa hins vegar sagt mikilvægt að leitarþjónusta Google verði óhlutdræg og gagnsæ. Neytendur eigi að fá aðgang að leitaraðferðum Google, og reyndar annarra leitarvéla einnig. Gæta verði þess að leitarvélar séu ekki í reynd auglýsingaþjónusta fyrir tilteknar vörur. Þessi afskipti stofnana Evrópusambandsins af starfsemi Google minna reyndar töluvert á afskipti Evrópusambandsins af tölvurisanum Microsoft, sem á endanum neyddist til að aðskilja að mestu netvafra sinn, Internet Explorer, frá Windows-kerfinu. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Stofnanir Evrópusambandsins eru í vaxandi mæli farnar að skipta sér af starfsemi bandaríska netrisans Google. Í gær samþykktu þingmenn Evrópuþingsins ályktun um að leitarþjónusta Google verði aðskilin frá annarri þjónustu fyrirtækisins. Ályktunin er ekki bindandi, en var samþykkt með 384 atkvæðum gegn 174. Við atkvæðagreiðsluna í gær sátu 56 þingmenn hjá. Þá hefur rannsókn á Google verið í gangi í fjögur ár á vegum samkeppniseftirlits Evrópusambandsins, og snýst sú rannsókn um það hvort Google misnoti sér yfirburðastöðu sína sem helsta leitarvél á vefnum. Til dæmis gæti Google þess að önnur þjónusta fyrirtækisins, eins og til dæmis kortavefur Google, lendi efst eða ofarlega á lista þegar fólk leitar að slíku. „Þegar fyrirtæki er nánast með einokunarstöðu, þá þarf það hreinlega að sætta sig við að geta ekki boðið upp á allt í einu,“ segir þýski Evrópuþingmaðurinn Jan Philipp Albrecht, úr flokki Græningja, í viðtali við þýska sjónvarpið ARD. Fyrr á árinu kvað Evrópudómstóllinn upp þann úrskurð að Google beri að verða við óskum um að niðrandi efni um einstaklinga á netinu „gleymist“ fari viðkomandi einstaklingar fram á það. Á miðvikudaginn lýsti svo persónuvernd Evrópusambandsins því yfir að þessi „réttur til að gleymast“ eigi ekki einungis að gilda um efni á landsvefjum Google heldur einnig um efni á almenna vefnum Google.com. Bandarísk stjórnvöld hafa varað Evrópuþingið við afskiptum af rekstri Google. Fastafulltrúar Bandaríkjanna sendu fyrr í vikunni frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir segjast hafa áhyggjur af því að evrópskir stjórnmálamenn reyni að hafa áhrif á rannsókn samkeppniseftirlitsins. Þingmenn Evrópuþingsins hafa hins vegar sagt mikilvægt að leitarþjónusta Google verði óhlutdræg og gagnsæ. Neytendur eigi að fá aðgang að leitaraðferðum Google, og reyndar annarra leitarvéla einnig. Gæta verði þess að leitarvélar séu ekki í reynd auglýsingaþjónusta fyrir tilteknar vörur. Þessi afskipti stofnana Evrópusambandsins af starfsemi Google minna reyndar töluvert á afskipti Evrópusambandsins af tölvurisanum Microsoft, sem á endanum neyddist til að aðskilja að mestu netvafra sinn, Internet Explorer, frá Windows-kerfinu.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira