Vilja skipta Google upp Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. nóvember 2014 07:30 Leitarvél Google mótar mjög netnotkun fjölda fólks. Nordicphotos/AFP Stofnanir Evrópusambandsins eru í vaxandi mæli farnar að skipta sér af starfsemi bandaríska netrisans Google. Í gær samþykktu þingmenn Evrópuþingsins ályktun um að leitarþjónusta Google verði aðskilin frá annarri þjónustu fyrirtækisins. Ályktunin er ekki bindandi, en var samþykkt með 384 atkvæðum gegn 174. Við atkvæðagreiðsluna í gær sátu 56 þingmenn hjá. Þá hefur rannsókn á Google verið í gangi í fjögur ár á vegum samkeppniseftirlits Evrópusambandsins, og snýst sú rannsókn um það hvort Google misnoti sér yfirburðastöðu sína sem helsta leitarvél á vefnum. Til dæmis gæti Google þess að önnur þjónusta fyrirtækisins, eins og til dæmis kortavefur Google, lendi efst eða ofarlega á lista þegar fólk leitar að slíku. „Þegar fyrirtæki er nánast með einokunarstöðu, þá þarf það hreinlega að sætta sig við að geta ekki boðið upp á allt í einu,“ segir þýski Evrópuþingmaðurinn Jan Philipp Albrecht, úr flokki Græningja, í viðtali við þýska sjónvarpið ARD. Fyrr á árinu kvað Evrópudómstóllinn upp þann úrskurð að Google beri að verða við óskum um að niðrandi efni um einstaklinga á netinu „gleymist“ fari viðkomandi einstaklingar fram á það. Á miðvikudaginn lýsti svo persónuvernd Evrópusambandsins því yfir að þessi „réttur til að gleymast“ eigi ekki einungis að gilda um efni á landsvefjum Google heldur einnig um efni á almenna vefnum Google.com. Bandarísk stjórnvöld hafa varað Evrópuþingið við afskiptum af rekstri Google. Fastafulltrúar Bandaríkjanna sendu fyrr í vikunni frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir segjast hafa áhyggjur af því að evrópskir stjórnmálamenn reyni að hafa áhrif á rannsókn samkeppniseftirlitsins. Þingmenn Evrópuþingsins hafa hins vegar sagt mikilvægt að leitarþjónusta Google verði óhlutdræg og gagnsæ. Neytendur eigi að fá aðgang að leitaraðferðum Google, og reyndar annarra leitarvéla einnig. Gæta verði þess að leitarvélar séu ekki í reynd auglýsingaþjónusta fyrir tilteknar vörur. Þessi afskipti stofnana Evrópusambandsins af starfsemi Google minna reyndar töluvert á afskipti Evrópusambandsins af tölvurisanum Microsoft, sem á endanum neyddist til að aðskilja að mestu netvafra sinn, Internet Explorer, frá Windows-kerfinu. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Stofnanir Evrópusambandsins eru í vaxandi mæli farnar að skipta sér af starfsemi bandaríska netrisans Google. Í gær samþykktu þingmenn Evrópuþingsins ályktun um að leitarþjónusta Google verði aðskilin frá annarri þjónustu fyrirtækisins. Ályktunin er ekki bindandi, en var samþykkt með 384 atkvæðum gegn 174. Við atkvæðagreiðsluna í gær sátu 56 þingmenn hjá. Þá hefur rannsókn á Google verið í gangi í fjögur ár á vegum samkeppniseftirlits Evrópusambandsins, og snýst sú rannsókn um það hvort Google misnoti sér yfirburðastöðu sína sem helsta leitarvél á vefnum. Til dæmis gæti Google þess að önnur þjónusta fyrirtækisins, eins og til dæmis kortavefur Google, lendi efst eða ofarlega á lista þegar fólk leitar að slíku. „Þegar fyrirtæki er nánast með einokunarstöðu, þá þarf það hreinlega að sætta sig við að geta ekki boðið upp á allt í einu,“ segir þýski Evrópuþingmaðurinn Jan Philipp Albrecht, úr flokki Græningja, í viðtali við þýska sjónvarpið ARD. Fyrr á árinu kvað Evrópudómstóllinn upp þann úrskurð að Google beri að verða við óskum um að niðrandi efni um einstaklinga á netinu „gleymist“ fari viðkomandi einstaklingar fram á það. Á miðvikudaginn lýsti svo persónuvernd Evrópusambandsins því yfir að þessi „réttur til að gleymast“ eigi ekki einungis að gilda um efni á landsvefjum Google heldur einnig um efni á almenna vefnum Google.com. Bandarísk stjórnvöld hafa varað Evrópuþingið við afskiptum af rekstri Google. Fastafulltrúar Bandaríkjanna sendu fyrr í vikunni frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir segjast hafa áhyggjur af því að evrópskir stjórnmálamenn reyni að hafa áhrif á rannsókn samkeppniseftirlitsins. Þingmenn Evrópuþingsins hafa hins vegar sagt mikilvægt að leitarþjónusta Google verði óhlutdræg og gagnsæ. Neytendur eigi að fá aðgang að leitaraðferðum Google, og reyndar annarra leitarvéla einnig. Gæta verði þess að leitarvélar séu ekki í reynd auglýsingaþjónusta fyrir tilteknar vörur. Þessi afskipti stofnana Evrópusambandsins af starfsemi Google minna reyndar töluvert á afskipti Evrópusambandsins af tölvurisanum Microsoft, sem á endanum neyddist til að aðskilja að mestu netvafra sinn, Internet Explorer, frá Windows-kerfinu.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira