Ríkislögreglustjóri bíður svars frá Noregi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Yfirlögregluþjónn segir ríkislögreglustjóra undirbúa greinargerð til ráðherra vegna kaupa á vopnum sem aukin þörf sé fyrir. Fréttablaðið/GVA Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir nýja stöðu komna upp eftir að Landhelgisgæslan ákvað að skila 250 hríðskotabyssum til Noregs. Að sögn Jóns Bjartmarz er ekki að sinni gert ráð fyrir fjárveitingum til kaupa á vopnunum. „Það breytir því ekki að þörf lögreglunnar á vopnum er óbreytt og hefur í reynd aukist og er embættið að undirbúa greinargerð til ráðherra um kaup á búnaði, þar á meðal vopnum. Svari Norðmenn bréfi ríkislögreglustjóra um útvegun á vopnum og öðrum búnaði sem spurt var um í bréfinu verður það skoðað í ljósi svara þeirra,“ segir Jón í svari til Fréttablaðsins.Jón F. Bjartmarz Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.Fréttablaðið/VilhelmFram kemur í svari Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, að 150 af byssunum 250 hafi verið ætlaðar ríkislögreglustjóra „samkvæmt beiðni hans til norskra yfirvalda“. Hinar byssurnar hafi verið til endurnýjunar og viðhalds fyrir Landhelgisgæsluna. Vegna fjárskorts líði oft langur tími á milli þess að vopn og tækjakostur Landhelgisgæslunnar sé endurnýjaður. „Landhelgisgæslan hefur ekki tekið ákvörðun um hvernig endurnýjun á vopnakostinum verður háttað. Það er verkefni sem bíður betri tíma og er ekki talið á meðal forgangsmála í rekstrinum. Önnur verkefni, svo sem endurnýjun björgunarþyrlna og bættur rekstrargrundvöllur skipa, eru mun brýnni,“ segir Hrafnhildur. Að sögn Hrafnhildar flugu Norðmenn með vopnin hingað til lands án kostnaðar fyrir Landhelgisgæsluna og enginn kostnaður sé vegna geymslu þeirra. „Verður haft samráð við þá um flutning vopnanna til Noregs við fyrstu hentugleika,“ segir hún.Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi LandhelgisgæslunnarÞá upplýsir upplýsingafulltrúinn að Landhelgisgæslan hafi hingað til ekki þurft að greiða fyrir þau vopn sem hún hafi fengið frá Norðmönnum og öðrum nágrannaþjóðum á undanförnum árum og áratugum. „Raunar er nær öll vopnaeign Landhelgisgæslunnar, 90 prósent, gjafir frá nágrannaþjóðunum sem tekin hafa verið úr notkun hjá þeim. Nú síðast árið 2013 bárust 10 vopn að gjöf frá Norðmönnum. Gert var ráð fyrir að það sama ætti við í þessu tilfelli,“ segir Hrafnhildur. Aðspurð hvort Norðmenn geri nú kröfu um greiðslu vegna þeirra vopna sem áður voru talin gjafir svarar Hrafnhildur: „Nei, það hefur ekki komið til tals.“Tilfelli þar sem sérsveitin hefur vopnast 2007-2013Ár Tilvik2007 53 2008 48 2009 68 2010 63 2011 63 2012 72 2013 83Heimild: Ríkislögreglustjóri. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira
Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir nýja stöðu komna upp eftir að Landhelgisgæslan ákvað að skila 250 hríðskotabyssum til Noregs. Að sögn Jóns Bjartmarz er ekki að sinni gert ráð fyrir fjárveitingum til kaupa á vopnunum. „Það breytir því ekki að þörf lögreglunnar á vopnum er óbreytt og hefur í reynd aukist og er embættið að undirbúa greinargerð til ráðherra um kaup á búnaði, þar á meðal vopnum. Svari Norðmenn bréfi ríkislögreglustjóra um útvegun á vopnum og öðrum búnaði sem spurt var um í bréfinu verður það skoðað í ljósi svara þeirra,“ segir Jón í svari til Fréttablaðsins.Jón F. Bjartmarz Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.Fréttablaðið/VilhelmFram kemur í svari Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, að 150 af byssunum 250 hafi verið ætlaðar ríkislögreglustjóra „samkvæmt beiðni hans til norskra yfirvalda“. Hinar byssurnar hafi verið til endurnýjunar og viðhalds fyrir Landhelgisgæsluna. Vegna fjárskorts líði oft langur tími á milli þess að vopn og tækjakostur Landhelgisgæslunnar sé endurnýjaður. „Landhelgisgæslan hefur ekki tekið ákvörðun um hvernig endurnýjun á vopnakostinum verður háttað. Það er verkefni sem bíður betri tíma og er ekki talið á meðal forgangsmála í rekstrinum. Önnur verkefni, svo sem endurnýjun björgunarþyrlna og bættur rekstrargrundvöllur skipa, eru mun brýnni,“ segir Hrafnhildur. Að sögn Hrafnhildar flugu Norðmenn með vopnin hingað til lands án kostnaðar fyrir Landhelgisgæsluna og enginn kostnaður sé vegna geymslu þeirra. „Verður haft samráð við þá um flutning vopnanna til Noregs við fyrstu hentugleika,“ segir hún.Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi LandhelgisgæslunnarÞá upplýsir upplýsingafulltrúinn að Landhelgisgæslan hafi hingað til ekki þurft að greiða fyrir þau vopn sem hún hafi fengið frá Norðmönnum og öðrum nágrannaþjóðum á undanförnum árum og áratugum. „Raunar er nær öll vopnaeign Landhelgisgæslunnar, 90 prósent, gjafir frá nágrannaþjóðunum sem tekin hafa verið úr notkun hjá þeim. Nú síðast árið 2013 bárust 10 vopn að gjöf frá Norðmönnum. Gert var ráð fyrir að það sama ætti við í þessu tilfelli,“ segir Hrafnhildur. Aðspurð hvort Norðmenn geri nú kröfu um greiðslu vegna þeirra vopna sem áður voru talin gjafir svarar Hrafnhildur: „Nei, það hefur ekki komið til tals.“Tilfelli þar sem sérsveitin hefur vopnast 2007-2013Ár Tilvik2007 53 2008 48 2009 68 2010 63 2011 63 2012 72 2013 83Heimild: Ríkislögreglustjóri.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira