Ríkislögreglustjóri bíður svars frá Noregi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Yfirlögregluþjónn segir ríkislögreglustjóra undirbúa greinargerð til ráðherra vegna kaupa á vopnum sem aukin þörf sé fyrir. Fréttablaðið/GVA Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir nýja stöðu komna upp eftir að Landhelgisgæslan ákvað að skila 250 hríðskotabyssum til Noregs. Að sögn Jóns Bjartmarz er ekki að sinni gert ráð fyrir fjárveitingum til kaupa á vopnunum. „Það breytir því ekki að þörf lögreglunnar á vopnum er óbreytt og hefur í reynd aukist og er embættið að undirbúa greinargerð til ráðherra um kaup á búnaði, þar á meðal vopnum. Svari Norðmenn bréfi ríkislögreglustjóra um útvegun á vopnum og öðrum búnaði sem spurt var um í bréfinu verður það skoðað í ljósi svara þeirra,“ segir Jón í svari til Fréttablaðsins.Jón F. Bjartmarz Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.Fréttablaðið/VilhelmFram kemur í svari Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, að 150 af byssunum 250 hafi verið ætlaðar ríkislögreglustjóra „samkvæmt beiðni hans til norskra yfirvalda“. Hinar byssurnar hafi verið til endurnýjunar og viðhalds fyrir Landhelgisgæsluna. Vegna fjárskorts líði oft langur tími á milli þess að vopn og tækjakostur Landhelgisgæslunnar sé endurnýjaður. „Landhelgisgæslan hefur ekki tekið ákvörðun um hvernig endurnýjun á vopnakostinum verður háttað. Það er verkefni sem bíður betri tíma og er ekki talið á meðal forgangsmála í rekstrinum. Önnur verkefni, svo sem endurnýjun björgunarþyrlna og bættur rekstrargrundvöllur skipa, eru mun brýnni,“ segir Hrafnhildur. Að sögn Hrafnhildar flugu Norðmenn með vopnin hingað til lands án kostnaðar fyrir Landhelgisgæsluna og enginn kostnaður sé vegna geymslu þeirra. „Verður haft samráð við þá um flutning vopnanna til Noregs við fyrstu hentugleika,“ segir hún.Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi LandhelgisgæslunnarÞá upplýsir upplýsingafulltrúinn að Landhelgisgæslan hafi hingað til ekki þurft að greiða fyrir þau vopn sem hún hafi fengið frá Norðmönnum og öðrum nágrannaþjóðum á undanförnum árum og áratugum. „Raunar er nær öll vopnaeign Landhelgisgæslunnar, 90 prósent, gjafir frá nágrannaþjóðunum sem tekin hafa verið úr notkun hjá þeim. Nú síðast árið 2013 bárust 10 vopn að gjöf frá Norðmönnum. Gert var ráð fyrir að það sama ætti við í þessu tilfelli,“ segir Hrafnhildur. Aðspurð hvort Norðmenn geri nú kröfu um greiðslu vegna þeirra vopna sem áður voru talin gjafir svarar Hrafnhildur: „Nei, það hefur ekki komið til tals.“Tilfelli þar sem sérsveitin hefur vopnast 2007-2013Ár Tilvik2007 53 2008 48 2009 68 2010 63 2011 63 2012 72 2013 83Heimild: Ríkislögreglustjóri. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir nýja stöðu komna upp eftir að Landhelgisgæslan ákvað að skila 250 hríðskotabyssum til Noregs. Að sögn Jóns Bjartmarz er ekki að sinni gert ráð fyrir fjárveitingum til kaupa á vopnunum. „Það breytir því ekki að þörf lögreglunnar á vopnum er óbreytt og hefur í reynd aukist og er embættið að undirbúa greinargerð til ráðherra um kaup á búnaði, þar á meðal vopnum. Svari Norðmenn bréfi ríkislögreglustjóra um útvegun á vopnum og öðrum búnaði sem spurt var um í bréfinu verður það skoðað í ljósi svara þeirra,“ segir Jón í svari til Fréttablaðsins.Jón F. Bjartmarz Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.Fréttablaðið/VilhelmFram kemur í svari Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, að 150 af byssunum 250 hafi verið ætlaðar ríkislögreglustjóra „samkvæmt beiðni hans til norskra yfirvalda“. Hinar byssurnar hafi verið til endurnýjunar og viðhalds fyrir Landhelgisgæsluna. Vegna fjárskorts líði oft langur tími á milli þess að vopn og tækjakostur Landhelgisgæslunnar sé endurnýjaður. „Landhelgisgæslan hefur ekki tekið ákvörðun um hvernig endurnýjun á vopnakostinum verður háttað. Það er verkefni sem bíður betri tíma og er ekki talið á meðal forgangsmála í rekstrinum. Önnur verkefni, svo sem endurnýjun björgunarþyrlna og bættur rekstrargrundvöllur skipa, eru mun brýnni,“ segir Hrafnhildur. Að sögn Hrafnhildar flugu Norðmenn með vopnin hingað til lands án kostnaðar fyrir Landhelgisgæsluna og enginn kostnaður sé vegna geymslu þeirra. „Verður haft samráð við þá um flutning vopnanna til Noregs við fyrstu hentugleika,“ segir hún.Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi LandhelgisgæslunnarÞá upplýsir upplýsingafulltrúinn að Landhelgisgæslan hafi hingað til ekki þurft að greiða fyrir þau vopn sem hún hafi fengið frá Norðmönnum og öðrum nágrannaþjóðum á undanförnum árum og áratugum. „Raunar er nær öll vopnaeign Landhelgisgæslunnar, 90 prósent, gjafir frá nágrannaþjóðunum sem tekin hafa verið úr notkun hjá þeim. Nú síðast árið 2013 bárust 10 vopn að gjöf frá Norðmönnum. Gert var ráð fyrir að það sama ætti við í þessu tilfelli,“ segir Hrafnhildur. Aðspurð hvort Norðmenn geri nú kröfu um greiðslu vegna þeirra vopna sem áður voru talin gjafir svarar Hrafnhildur: „Nei, það hefur ekki komið til tals.“Tilfelli þar sem sérsveitin hefur vopnast 2007-2013Ár Tilvik2007 53 2008 48 2009 68 2010 63 2011 63 2012 72 2013 83Heimild: Ríkislögreglustjóri.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira