Lögreglustjórar furða sig á verklagi Sigríðar Sveinn Arnarsson skrifar 24. nóvember 2014 07:00 Sigríður Björk Á fundi stjórnskipunarnefndar Lögreglustjórar kannast ekki við það verklag sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í lekamálinu. Fréttablaðið/GVA Enginn yfirmaður lögreglu í lögreglustjóraumdæmum landsins sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast við það að starfsmaður ráðneytis, aðstoðarmaður ráðherra dómsmála eða ráðherra sjálfur hringi og biðji um gögn í sakamálarannsókn á vegum lögregluembættisins. Sumir lögreglustjórar, sem Fréttablaðið náði tali af í gær, furða sig á vinnubrögðum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í yfirlýsingu sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér 18. nóvember síðastliðinn segir hún að á þessum tíma hafi verið töluverð samskipti á milli ráðuneytisins og embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum um ýmis mál. Einnig segir hún að embættinu beri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskar.Hins vegar var aldrei um formlega beiðni frá ráðuneytinu að ræða heldur aðeins óformlegt símtal Gísla Freys Valdórssonar við Sigríði Björk þar sem Gísli Freyr biður hana um trúnaðargögn úr sakamálarannsókn. Ennfremur segir Sigríður Björk í viðtali við RÚV að hún hafi aldrei, meðan málið var til rannsóknar, tilkynnt um samskipti sín við Gísla Frey. Þeir lögreglustjórar sem Fréttablaðið náði tali af í gær, auk fyrrverandi lögreglustjóra, eru allir á einu máli um að framkvæmd þá sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í umræddu máli þekki þeir ekki úr störfum sínum. Enginn kannaðist við að hafa fengið viðlíka símtal. Einn lögreglustjóri kallar þessi vinnubrögð „undarleg“ og segir að þetta mál gæti orðið lögreglustjóranum í Reykjavík afar erfitt. Annar lögreglustjóri telur að öll svona mál og allar fyrirspurnir eigi að vera skriflegar og þannig eigi einnig að svara. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, telur aðstoðarmenn ekki hafa heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra þeirra. Aðstoðarmenn geti einungis óskað eftir gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra sem þeir vinna fyrir eða stefnumótun. Ragnhildur bendir jafnframt á að rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur ekki eftirliti dómsmálaráðherra heldur ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds. Lekamálið Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Enginn yfirmaður lögreglu í lögreglustjóraumdæmum landsins sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast við það að starfsmaður ráðneytis, aðstoðarmaður ráðherra dómsmála eða ráðherra sjálfur hringi og biðji um gögn í sakamálarannsókn á vegum lögregluembættisins. Sumir lögreglustjórar, sem Fréttablaðið náði tali af í gær, furða sig á vinnubrögðum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í yfirlýsingu sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér 18. nóvember síðastliðinn segir hún að á þessum tíma hafi verið töluverð samskipti á milli ráðuneytisins og embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum um ýmis mál. Einnig segir hún að embættinu beri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskar.Hins vegar var aldrei um formlega beiðni frá ráðuneytinu að ræða heldur aðeins óformlegt símtal Gísla Freys Valdórssonar við Sigríði Björk þar sem Gísli Freyr biður hana um trúnaðargögn úr sakamálarannsókn. Ennfremur segir Sigríður Björk í viðtali við RÚV að hún hafi aldrei, meðan málið var til rannsóknar, tilkynnt um samskipti sín við Gísla Frey. Þeir lögreglustjórar sem Fréttablaðið náði tali af í gær, auk fyrrverandi lögreglustjóra, eru allir á einu máli um að framkvæmd þá sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í umræddu máli þekki þeir ekki úr störfum sínum. Enginn kannaðist við að hafa fengið viðlíka símtal. Einn lögreglustjóri kallar þessi vinnubrögð „undarleg“ og segir að þetta mál gæti orðið lögreglustjóranum í Reykjavík afar erfitt. Annar lögreglustjóri telur að öll svona mál og allar fyrirspurnir eigi að vera skriflegar og þannig eigi einnig að svara. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, telur aðstoðarmenn ekki hafa heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra þeirra. Aðstoðarmenn geti einungis óskað eftir gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra sem þeir vinna fyrir eða stefnumótun. Ragnhildur bendir jafnframt á að rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur ekki eftirliti dómsmálaráðherra heldur ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds.
Lekamálið Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira