Fatlaður komst ekki á mynd um fatlaða Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. október 2014 07:00 Guðjón er í þungum stól og segir það niðurlægjandi að halda hafi átt á honum inn í bíósalinn. Fréttablaðið/Ernir Myndin Samsuða, sem fjallar um samstarf átta fatlaðra og ófatlaðra listamanna, var frumsýnd í Bíói Paradís á föstudaginn. Fatlaður sýningargestur komst ekki á sýninguna þar sem aðgengi fyrir fatlaða í hjólastól er verulega ábótavant inn í bíósalina. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, ætlaði að fara á sýninguna en varð að hætta við þar sem hann sá fram á það að komast ekki inn í salinn. „Ég var klár að leggja af stað á frumsýninguna sem fulltrúi eins styrktaraðila myndarinnar þegar ég fékk hringingu og mér var sagt að þeir ætluðu að bera þá sem væru í hjólastól inn í salinn. Ég vissi að þeir gætu ekki borið mig inn, stóllinn einn og sér er 175 kíló og ég yfir 100 kíló. Auk þess sem það er bara niðurlægjandi að láta bera sig inn,“ segir Guðjón sem var svekktur enda hafði hann hlakkað til að sjá myndina. Þarna sé um að ræða klára mismunun fyrir fatlaða.Íris Stefanía segir starfsfólk Bíó Paradísar hafa fullvissað sig um það að þeir sem væru í hjólastól kæmust inn í salinn.Íris Stefanía Skúladóttir, höfundur myndarinnar sem frumsýnd var, segist hafa verið fullvissuð um það fyrir sýninguna af starfsmönnum kvikmyndahússins, að þeir sem væru í hjólastól kæmust inn í bíósalinn. Rétt fyrir sýningu komst hún hins vegar að því að lausnin sem þeir hefðu til að koma fólki inn væri að bera það inn í salinn. „Það er bara niðurlægjandi. Fólk kann ekkert sérstaklega vel við að láta bera sig hvort sem það er í hjólastól eða ekki. Ég var búin að hafa samband við þau til þess að spyrja um þetta og var þá sagt að aðgengi væri ábótavant en þetta myndi reddast. Ég fékk loðin svör en var sagt að það hefði aldrei neinum fötluðum verið vísað frá. Þess vegna stóð ég í þeirri trú að það yrði leigður rampur eða eitthvað slíkt,“ segir Íris. „Ég komst sem betur fer að þessu áður en hann var kominn niður eftir og hringdi samstundis í Guðjón til að láta hann vita svo hann gæti gert upp hug sinn í friði um það hvort hann myndi vilja vera borinn inn í salinn eða ekki.“ Bíó Paradís er styrkt af Reykjavíkurborg og áður hefur verið fjallað um lélegt hjólastólaaðgengi þar. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í september að aðgengið væri lélegt og úrbætur strönduðu á fjármagni. Að sögn Ragnheiðar Pálsdóttur, starfandi framkvæmdastjóra Bíós Paradísar, hefur það fjármagn ekki fengist. Þó sé unnið að úrbótum. „Því miður er þetta ekki nógu gott hjá okkur vegna þess að þetta kostar peninga sem við eigum ekki til. Staðan er núna þannig að við eigum einn ramp inni í geymslu sem starfsfólkið vissi ekki af og það er verið að vinna að því að kaupa annan. Þetta er ömurlegt en við erum að vinna í þessu og safna fyrir þessu,“ segir Ragnheiður. Tengdar fréttir Þurfa tvær milljónir í bætt aðgengi Sótt hefur verið um tveggja milljóna króna styrk til að bæta aðgengi að Bíó Paradís fyrir fatlaða. Endurbætur voru gerðar á hljóð- og myndkerfi bíósins á síðasta ári fyrir 47 milljónir króna án aðkomu Reykjavíkurborgar. 3. september 2014 07:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Myndin Samsuða, sem fjallar um samstarf átta fatlaðra og ófatlaðra listamanna, var frumsýnd í Bíói Paradís á föstudaginn. Fatlaður sýningargestur komst ekki á sýninguna þar sem aðgengi fyrir fatlaða í hjólastól er verulega ábótavant inn í bíósalina. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, ætlaði að fara á sýninguna en varð að hætta við þar sem hann sá fram á það að komast ekki inn í salinn. „Ég var klár að leggja af stað á frumsýninguna sem fulltrúi eins styrktaraðila myndarinnar þegar ég fékk hringingu og mér var sagt að þeir ætluðu að bera þá sem væru í hjólastól inn í salinn. Ég vissi að þeir gætu ekki borið mig inn, stóllinn einn og sér er 175 kíló og ég yfir 100 kíló. Auk þess sem það er bara niðurlægjandi að láta bera sig inn,“ segir Guðjón sem var svekktur enda hafði hann hlakkað til að sjá myndina. Þarna sé um að ræða klára mismunun fyrir fatlaða.Íris Stefanía segir starfsfólk Bíó Paradísar hafa fullvissað sig um það að þeir sem væru í hjólastól kæmust inn í salinn.Íris Stefanía Skúladóttir, höfundur myndarinnar sem frumsýnd var, segist hafa verið fullvissuð um það fyrir sýninguna af starfsmönnum kvikmyndahússins, að þeir sem væru í hjólastól kæmust inn í bíósalinn. Rétt fyrir sýningu komst hún hins vegar að því að lausnin sem þeir hefðu til að koma fólki inn væri að bera það inn í salinn. „Það er bara niðurlægjandi. Fólk kann ekkert sérstaklega vel við að láta bera sig hvort sem það er í hjólastól eða ekki. Ég var búin að hafa samband við þau til þess að spyrja um þetta og var þá sagt að aðgengi væri ábótavant en þetta myndi reddast. Ég fékk loðin svör en var sagt að það hefði aldrei neinum fötluðum verið vísað frá. Þess vegna stóð ég í þeirri trú að það yrði leigður rampur eða eitthvað slíkt,“ segir Íris. „Ég komst sem betur fer að þessu áður en hann var kominn niður eftir og hringdi samstundis í Guðjón til að láta hann vita svo hann gæti gert upp hug sinn í friði um það hvort hann myndi vilja vera borinn inn í salinn eða ekki.“ Bíó Paradís er styrkt af Reykjavíkurborg og áður hefur verið fjallað um lélegt hjólastólaaðgengi þar. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í september að aðgengið væri lélegt og úrbætur strönduðu á fjármagni. Að sögn Ragnheiðar Pálsdóttur, starfandi framkvæmdastjóra Bíós Paradísar, hefur það fjármagn ekki fengist. Þó sé unnið að úrbótum. „Því miður er þetta ekki nógu gott hjá okkur vegna þess að þetta kostar peninga sem við eigum ekki til. Staðan er núna þannig að við eigum einn ramp inni í geymslu sem starfsfólkið vissi ekki af og það er verið að vinna að því að kaupa annan. Þetta er ömurlegt en við erum að vinna í þessu og safna fyrir þessu,“ segir Ragnheiður.
Tengdar fréttir Þurfa tvær milljónir í bætt aðgengi Sótt hefur verið um tveggja milljóna króna styrk til að bæta aðgengi að Bíó Paradís fyrir fatlaða. Endurbætur voru gerðar á hljóð- og myndkerfi bíósins á síðasta ári fyrir 47 milljónir króna án aðkomu Reykjavíkurborgar. 3. september 2014 07:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Þurfa tvær milljónir í bætt aðgengi Sótt hefur verið um tveggja milljóna króna styrk til að bæta aðgengi að Bíó Paradís fyrir fatlaða. Endurbætur voru gerðar á hljóð- og myndkerfi bíósins á síðasta ári fyrir 47 milljónir króna án aðkomu Reykjavíkurborgar. 3. september 2014 07:00