Þurfa tvær milljónir í bætt aðgengi Freyr Bjarnason skrifar 3. september 2014 07:00 Stjórnendur kvikmyndahússins hafa óskað eftir peningum til að bæta aðgengi fyrir fatlaða. Fréttablaðið/Stefán Stjórnendur Bíós Paradísar á Hverfisgötu hafa sótt um tveggja milljóna króna styrk til að bæta aðgengi fyrir fatlaða í kvikmyndahúsinu. Margar tröppur eru inni í húsinu og afar erfitt er að koma hjólastólum inn í salina. Í lok september kemur í ljós hvort styrkurinn verður veittur úr sjóðnum, sem stjórnendurnir vildu ekki nefna hver væri. Á síðasta ári voru endurbætur gerðar á hljóð- og myndkerfi bíósins fyrir 47 milljónir króna. Sá peningur kom úr þremur áttum. Þriðjungur var framlag kvikmyndagerðarmanna úr Kvikmyndasjóði Íslands, þriðjungur úr Media-áætlun Evrópusambandsins og lán var tekið fyrir afganginum. Peningar fyrir bættu aðgengi fyrir fatlaða eru aftur á móti ekki til. „Við erum ekki bara undirfjármögnuð sjálfseignastofnun, við erum líka undirmönnuð. En við höfum verið að sækja um styrki,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar, aðspurð. „Forgangsatriði, á eftir því að redda almennilegum sýningarbúnaði í húsið, var að bæta aðgengi fyrir fatlaða, ef það ætti að fara í endurbætur á húsnæðinu. Við erum að vinna í þessu og dauðskömmumst okkar fyrir að geta ekki boðið upp á almennilegt aðgengi,“ segir hún. Fáist peningar í verkefnið stendur til að gera Sal 1 aðgengilegan og bæta salernisaðstöðuna í leiðinni fyrir fatlaða. „Salir 2 og 3 eru miklu stærra mál. Húsið er hannað þannig að það er mjög erfitt að gera þá aðgengilega. Stigarnir inn í salina eru svo brattir að það þyrfti að kaupa lyftur og þær kosta tvær milljónir stykkið.“ Að sögn Hrannar voru endurbæturnar sem voru gerðar í fyrra bráðnauðsynlegar. „Það var annaðhvort það eða að leggja niður reksturinn. Þú rekur ekki bíó í dag án þess að vera með stafrænan sýningarbúnað. Við vorum með hljóðkerfi frá 1977 og filmuvélar sem við fengum engar myndir í. Við vorum að keyra þetta á Blu-ray-diskum og myndvörpum sem voru ekki ætlaðir til bíóreksturs.“ Reykjavíkurborg veitti ekkert fjármagn til þessara endurbóta en bíóið fær fjórtán milljónir króna á ári í rekstrarstyrk frá borginni. „Innifalið í þessum pening eru skólasýningar. Við tökum á móti átta þúsund skólabörnum frítt á hverju ári, bjóðum þeim upp á fría kennslu í kvikmyndalæsi, höldum kennslusýningar og útvegum gögn fyrir þennan pening. Styrkhlutfallið frá opinberum aðilum er undir 25 prósentum af heildarrekstrarkostnaði bíósins. Við rekum því bíóið fyrir 75 prósent sjálfsaflað fé,“ segir Hrönn.Hræðilegt aðgengi „Aðgengið er alveg hræðilegt. Ég kemst inn þar sem anddyrið og sjoppan eru en kemst ekki í neinn sal nema að fara einhverjar krókaleiðir,“ segir Andri Valgeirsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar. „Ég fór síðast í Bíó Paradís fyrir tæpu ári þegar Nýherji var með einhverja ljósmyndasýningu. Þá reddaði Bíó Paradís rampi en án rampa er bara ekkert aðgengi þarna,“ segir hann. „Maður nennir ekkert að fara í bíó ef það er eitthvað brjálað vesen. Mann langar bara að komast inn í salinn og njóta myndarinnar.“ Spurður út í loforð stjórnenda Bíós Paradísar um að bæta aðgengið segir hann: „Ég hef reyndar heyrt þetta hjá þeim áður en ég vona að þetta fari að ganga hjá þeim núna.“ Hvað önnur kvikmyndahús á höfuðborgarsvæðinu varðar segir hann að aðgengi fyrir fatlaða í Laugarásbíói hafi verið mjög ábótavant. Einnig þurfi að bæta aðgengi að Sal 3 í Kringlubíói og í einum sal hjá Sambíóunum Álfabakka. Jafnframt sé aðeins eitt pláss í hverjum sal í Smárabíói fyrir hjólastóla. „Það er erfitt að fara þangað með hjólastólavini sínum. Það þarf að kasta upp á hver situr á stigaganginum og hver ekki,“ segir Andri. Besta aðgengið er aftur á móti í Egilshöll. „Ég hef aldrei séð svona mikið pláss fyrir hjólastóla.“ Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira
Stjórnendur Bíós Paradísar á Hverfisgötu hafa sótt um tveggja milljóna króna styrk til að bæta aðgengi fyrir fatlaða í kvikmyndahúsinu. Margar tröppur eru inni í húsinu og afar erfitt er að koma hjólastólum inn í salina. Í lok september kemur í ljós hvort styrkurinn verður veittur úr sjóðnum, sem stjórnendurnir vildu ekki nefna hver væri. Á síðasta ári voru endurbætur gerðar á hljóð- og myndkerfi bíósins fyrir 47 milljónir króna. Sá peningur kom úr þremur áttum. Þriðjungur var framlag kvikmyndagerðarmanna úr Kvikmyndasjóði Íslands, þriðjungur úr Media-áætlun Evrópusambandsins og lán var tekið fyrir afganginum. Peningar fyrir bættu aðgengi fyrir fatlaða eru aftur á móti ekki til. „Við erum ekki bara undirfjármögnuð sjálfseignastofnun, við erum líka undirmönnuð. En við höfum verið að sækja um styrki,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar, aðspurð. „Forgangsatriði, á eftir því að redda almennilegum sýningarbúnaði í húsið, var að bæta aðgengi fyrir fatlaða, ef það ætti að fara í endurbætur á húsnæðinu. Við erum að vinna í þessu og dauðskömmumst okkar fyrir að geta ekki boðið upp á almennilegt aðgengi,“ segir hún. Fáist peningar í verkefnið stendur til að gera Sal 1 aðgengilegan og bæta salernisaðstöðuna í leiðinni fyrir fatlaða. „Salir 2 og 3 eru miklu stærra mál. Húsið er hannað þannig að það er mjög erfitt að gera þá aðgengilega. Stigarnir inn í salina eru svo brattir að það þyrfti að kaupa lyftur og þær kosta tvær milljónir stykkið.“ Að sögn Hrannar voru endurbæturnar sem voru gerðar í fyrra bráðnauðsynlegar. „Það var annaðhvort það eða að leggja niður reksturinn. Þú rekur ekki bíó í dag án þess að vera með stafrænan sýningarbúnað. Við vorum með hljóðkerfi frá 1977 og filmuvélar sem við fengum engar myndir í. Við vorum að keyra þetta á Blu-ray-diskum og myndvörpum sem voru ekki ætlaðir til bíóreksturs.“ Reykjavíkurborg veitti ekkert fjármagn til þessara endurbóta en bíóið fær fjórtán milljónir króna á ári í rekstrarstyrk frá borginni. „Innifalið í þessum pening eru skólasýningar. Við tökum á móti átta þúsund skólabörnum frítt á hverju ári, bjóðum þeim upp á fría kennslu í kvikmyndalæsi, höldum kennslusýningar og útvegum gögn fyrir þennan pening. Styrkhlutfallið frá opinberum aðilum er undir 25 prósentum af heildarrekstrarkostnaði bíósins. Við rekum því bíóið fyrir 75 prósent sjálfsaflað fé,“ segir Hrönn.Hræðilegt aðgengi „Aðgengið er alveg hræðilegt. Ég kemst inn þar sem anddyrið og sjoppan eru en kemst ekki í neinn sal nema að fara einhverjar krókaleiðir,“ segir Andri Valgeirsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar. „Ég fór síðast í Bíó Paradís fyrir tæpu ári þegar Nýherji var með einhverja ljósmyndasýningu. Þá reddaði Bíó Paradís rampi en án rampa er bara ekkert aðgengi þarna,“ segir hann. „Maður nennir ekkert að fara í bíó ef það er eitthvað brjálað vesen. Mann langar bara að komast inn í salinn og njóta myndarinnar.“ Spurður út í loforð stjórnenda Bíós Paradísar um að bæta aðgengið segir hann: „Ég hef reyndar heyrt þetta hjá þeim áður en ég vona að þetta fari að ganga hjá þeim núna.“ Hvað önnur kvikmyndahús á höfuðborgarsvæðinu varðar segir hann að aðgengi fyrir fatlaða í Laugarásbíói hafi verið mjög ábótavant. Einnig þurfi að bæta aðgengi að Sal 3 í Kringlubíói og í einum sal hjá Sambíóunum Álfabakka. Jafnframt sé aðeins eitt pláss í hverjum sal í Smárabíói fyrir hjólastóla. „Það er erfitt að fara þangað með hjólastólavini sínum. Það þarf að kasta upp á hver situr á stigaganginum og hver ekki,“ segir Andri. Besta aðgengið er aftur á móti í Egilshöll. „Ég hef aldrei séð svona mikið pláss fyrir hjólastóla.“
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira