Innlent

Engin íbúafundur um rétttrúnaðarkirkju

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
„Teljum við ótrúlegt að meirihlutinn vilji ekki halda íbúafund um málið,“ bókaði borgarráðsfulltrúi Framsóknar.
„Teljum við ótrúlegt að meirihlutinn vilji ekki halda íbúafund um málið,“ bókaði borgarráðsfulltrúi Framsóknar.
Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur vísaði í gær frá tillögu um opinn íbúafund um deiliskipulag Nýlendureits.

„Þar sem ekki hefur verið tekið undir hugmyndir um nýja staðsetningu Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar eftir skoðun umhverfis- og skipulagssviðs fellur hugmynd um íbúafund um hana um sjálfa sig,“ bókuðu borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata.

Sögðu fulltrúar meirihlutans eðlilegast hefði verið að sjálfstæðismenn drægju tillögu sína um íbúafundinn til baka, en þar sem það hefði ekki verið gert ætti að vísa henni frá. Var það síðan gert með atkvæðum meirihlutans gegn atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Fulltrúar sjálfstæðismanna sögðu það vekja furðu að tekið skuli hafa verið neikvætt í íbúafundinn. Meirihlutinn hafi lagt sig í líma við að kenna sig við lýðræði en hafni nú í annað skipti á skömmum tíma að funda með borgarbúum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×