Erlent

Twitter í mál við FBI og bandaríska dómsmálaráðuneytið

ingvar haraldsson skrifar
Samskiptamiðilinn Twitter hyggst lögsækja bandarísku alríkislögregluna og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Al Jazeera greinir frá.



Twitter vill fá að segja frá beiðnum yfirvalda um aðgang að gögnum um notendur miðilsins. Twitter er nú óheimilt upplýsa um þessi samskipti. Twitter telur það stangast á við ákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi.

Málsóknin kemur í kjölfar uppljóstrana Edward Snowden um njósnir yfirvalda vestanhafs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×