Árás á litla framhaldsskóla úti á landi Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 8. október 2014 07:00 Þingmenn Norðausturkjördæmis segja mikinn niðurskurð í fjárframlögum til framhaldsskóla í kjördæminu. Fréttablaðið/Ernir Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verði nemendum í framhaldsskólum í Norðausturkjördæmi fækkað um 350 til 400 á næsta skólaári og að allir sem eru 25 ára og eldri geti ekki lengur farið í framhaldsskóla heldur eigi þeir að fara í símenntunarstofnanir sem ekki fá fjármagn til að sinna þessum nemendum. „Þetta þýðir í raun og veru uppsagnir kennara ef þetta gengur eftir og þær hefðu sennilega átt að vera settar fram 1. október vegna þess að fjárhagsárið gildir frá og með næstu áramótum,“ sagði Kristján Möller. Hann segir fjárlagafrumvarpið landsbyggðarfjandsamlegt.Kristján Möller„Ég verð því miður að nota orðið „árás“ á framhaldsskóla í þessum litlum byggðalögum vítt og breitt um landið,“ segir Kristján. Bjarkey Gunnarsdóttir, VG, sagði að Sjálfstæðisflokkur skæri markvisst niður í framhaldsskólum landsins og fækkaði þar með störfum úti á landsbyggðinni. „Þetta hefur mikil samfélagsleg áhrif þar sem litlu skólarnir úti á landi þurfa að hafa mikið fyrir tilvist sinni. Þeir halda nemendum í heimabyggð, menningarlífið blómstrar, verslun og þjónusta styrkist og störfin, eins og ég sagði áðan, verða til fyrir háskólamenntað fólk,“ sagði Bjarkey. Hún sagði enn fremur að landsbyggðarskólarnir hefðu líka haft þá sérstöðu að eldri nemendur, sérstaklega konur, hefðu fengið tækifæri til náms sem þær hefðu ekki annars fengið. „Menntamálaráðherra sækir að landsbyggðarskólunum, hann sker niður fjarnám, hann vísar eldri nemendum inn í símenntunarmiðstöðvar sem eru ekki til þess bærar að taka við öllum eldri nemendum, fyrir utan auðvitað að þetta er miklu kostnaðarsamara,“ sagði Bjarkey. Framsóknarkonan Líneik Anna Sævarsdóttir hafði áhyggjur af óljósum sameiningaráformum framhaldsskóla. Hún sagði að nokkrir skólar hefðu hafið undirbúning að þriggja ára námi og það séu þeir sem verði fyrir hvað mestum niðurskurði. „Ég trúi í raun ekki öðru en að þar sé um einhvers konar mistök að ræða,“ sagði Líneik Anna sem sagði fækkun nemenda óraunhæfa jafnvel þótt menn væru að færa sig yfir í þriggja ára skóla. Þarna er gerð algjörlega óraunhæf krafa um fækkun nemendaígilda á næsta ári, jafnvel þótt menn séu að færa sig yfir í þriggja ára skóla. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verði nemendum í framhaldsskólum í Norðausturkjördæmi fækkað um 350 til 400 á næsta skólaári og að allir sem eru 25 ára og eldri geti ekki lengur farið í framhaldsskóla heldur eigi þeir að fara í símenntunarstofnanir sem ekki fá fjármagn til að sinna þessum nemendum. „Þetta þýðir í raun og veru uppsagnir kennara ef þetta gengur eftir og þær hefðu sennilega átt að vera settar fram 1. október vegna þess að fjárhagsárið gildir frá og með næstu áramótum,“ sagði Kristján Möller. Hann segir fjárlagafrumvarpið landsbyggðarfjandsamlegt.Kristján Möller„Ég verð því miður að nota orðið „árás“ á framhaldsskóla í þessum litlum byggðalögum vítt og breitt um landið,“ segir Kristján. Bjarkey Gunnarsdóttir, VG, sagði að Sjálfstæðisflokkur skæri markvisst niður í framhaldsskólum landsins og fækkaði þar með störfum úti á landsbyggðinni. „Þetta hefur mikil samfélagsleg áhrif þar sem litlu skólarnir úti á landi þurfa að hafa mikið fyrir tilvist sinni. Þeir halda nemendum í heimabyggð, menningarlífið blómstrar, verslun og þjónusta styrkist og störfin, eins og ég sagði áðan, verða til fyrir háskólamenntað fólk,“ sagði Bjarkey. Hún sagði enn fremur að landsbyggðarskólarnir hefðu líka haft þá sérstöðu að eldri nemendur, sérstaklega konur, hefðu fengið tækifæri til náms sem þær hefðu ekki annars fengið. „Menntamálaráðherra sækir að landsbyggðarskólunum, hann sker niður fjarnám, hann vísar eldri nemendum inn í símenntunarmiðstöðvar sem eru ekki til þess bærar að taka við öllum eldri nemendum, fyrir utan auðvitað að þetta er miklu kostnaðarsamara,“ sagði Bjarkey. Framsóknarkonan Líneik Anna Sævarsdóttir hafði áhyggjur af óljósum sameiningaráformum framhaldsskóla. Hún sagði að nokkrir skólar hefðu hafið undirbúning að þriggja ára námi og það séu þeir sem verði fyrir hvað mestum niðurskurði. „Ég trúi í raun ekki öðru en að þar sé um einhvers konar mistök að ræða,“ sagði Líneik Anna sem sagði fækkun nemenda óraunhæfa jafnvel þótt menn væru að færa sig yfir í þriggja ára skóla. Þarna er gerð algjörlega óraunhæf krafa um fækkun nemendaígilda á næsta ári, jafnvel þótt menn séu að færa sig yfir í þriggja ára skóla.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira