Innlent

Valitor styrkir Ferðafélagið

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, og Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ við undirritun samningsins.
Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, og Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ við undirritun samningsins. mynd/einkasafn
Ferðafélag Íslands og Valitor hafa gert með sér samkomulag þess efnis að Valitor verði áfram aðalsamstarfsaðili Ferðafélags Íslands en Valitor hefur verið aðalsamstarfsaðili FÍ síðastliðin sjö ár.

Valitor styður við starfsemi FÍ sem snýr að heilbrigðri útiveru, gönguferðum og fjallgöngum um náttúru Íslands, sem og uppbyggingu FÍ á hálendi varðandi aðstöðu í skálum.

Þá styður Valitor við fjölbreytilegt fræðslu- og útgáfustarf FÍ og við gerð og uppsetningu skilta. Síðastliðið sumar voru til að mynda ný skilti, sem sýna gönguleiðir á Hornströndum og Skaftafellsfjöllum, sett upp og tekin í notkun.

Nýtt skilti í Aðalvík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×