Innlent

Staða ungra stúlkna kynnt

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, setur baráttufundinn
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, setur baráttufundinn Vísir/Stefán
Baráttuhátíð undir yfirskriftinni Sterkar stelpur – sterk samfélög fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag klukkan tólf. Hún er hluti af kynningarviku frjálsra félagasamtaka í alþjóðastarfi og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.

Þar getur fólk fræðst um stöðu unglingsstúlkna í heiminum en heiðursgestur fundarins er Pernille Fenger, framkvæmdastjóri Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum (UNFPA).

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, setur baráttufundinn. Sigríður María Egilsdóttir laganemi flytur erindi og þá mun Erla Björg Gunnarsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, segja sögu ungrar stúlku í Kenía, á flótta undan hnífnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×