Tveir af hinum ákærðu sitja í stjórnum skráðra félaga Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. október 2014 10:15 Ef stjórnandi í skráðu félagi hefur verið sakfelldur fyrir efnahagsbrot eða borið stjórnunarlega ábyrgð í félagi sem hefur brotið gegn reglum Kauphallarinnar, getur þó komið til álita að taka bréf félagsins úr viðskiptum. Fréttablaðið /GVA Staða stjórnarformanns N1 er óviss eftir að sérstakur saksóknari gaf út ákæru á hendur henni vegna starfa hennar í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis fyrir bankahrunið 2008. Stjórnarformaðurinn, Margrét Guðmundsdóttir, er ásamt Guðmundi Erni Haukssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra SPRON, og öðrum þáverandi stjórnarmönnum, ákærð fyrir lán sem SPRON veitti fjárfestingafélaginu Existu haustið 2008.Margrét GuðmundsdóttirAuk tveggja fyrrnefndra eru Ari Bergmann Einarsson, Jóhann Ásgeir Baldurs og Rannveig Rist ákærð. Staða þeirra Margrétar og Rannveigar er frábrugðin stöðu hinna þriggja í ljósi þess að þær sitja núna báðar í stjórnum félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands. Margrét situr í stjórn N1 en Rannveig í stjórn HB Granda. Margrét sagði sjálf í samtali við Fréttablaðið í gær að hún byggist ekki við því að ákæran hefði áhrif á stjórnarsetu sína. Síðar um daginn sendi N1 tilkynningu til Kauphallarinnar þar sem kemur fram að félagið muni afla sér upplýsinga og fara yfir málið á næstu dögum. Í tilkynningu frá HB Granda sagði einnig að farið yrði yfir málið. Í reglum Kauphallar fyrir útgefendur fjármálagerninga er kveðið á um skilyrði til þess að einstaklingar með stjórnunarlega ábyrgð teljist hæfir til að gegna störfum sínum.Rannveig Rist„Kauphöllin hefur lagt mikla áherslu á að einstaklingar sem bera stjórnunarlega ábyrgð í skráðum félögum, þar með taldir stjórnarmenn, eigi ekki feril að baki sem geti lagt orðspor viðkomandi félags í hættu eða dregið úr trausti á markaðnum,“ segir Baldur Thorlacius, forstöðumaður eftirlitssviðs Kauphallarinnar í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Grunnkrafan sem gerð er til skráðra félaga sé að markaðurinn sé upplýstur með fullnægjandi hætti um feril stjórnenda, sér í lagi þegar kemur að atriðum sem geta varðað brot gegn lögum eða reglum. „Í alvarlegustu tilvikunum, svo sem ef viðkomandi stjórnandi hefur verið sakfelldur fyrir efnahagsbrot eða borið stjórnunarlega ábyrgð í félagi sem hefur brotið alvarlega eða með ítrekuðum hætti gegn reglum Kauphallarinnar, getur þó komið til álita að athugunarmerkja hlutabréfin eða taka þau úr viðskiptum,“ segir Baldur. Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Staða stjórnarformanns N1 er óviss eftir að sérstakur saksóknari gaf út ákæru á hendur henni vegna starfa hennar í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis fyrir bankahrunið 2008. Stjórnarformaðurinn, Margrét Guðmundsdóttir, er ásamt Guðmundi Erni Haukssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra SPRON, og öðrum þáverandi stjórnarmönnum, ákærð fyrir lán sem SPRON veitti fjárfestingafélaginu Existu haustið 2008.Margrét GuðmundsdóttirAuk tveggja fyrrnefndra eru Ari Bergmann Einarsson, Jóhann Ásgeir Baldurs og Rannveig Rist ákærð. Staða þeirra Margrétar og Rannveigar er frábrugðin stöðu hinna þriggja í ljósi þess að þær sitja núna báðar í stjórnum félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands. Margrét situr í stjórn N1 en Rannveig í stjórn HB Granda. Margrét sagði sjálf í samtali við Fréttablaðið í gær að hún byggist ekki við því að ákæran hefði áhrif á stjórnarsetu sína. Síðar um daginn sendi N1 tilkynningu til Kauphallarinnar þar sem kemur fram að félagið muni afla sér upplýsinga og fara yfir málið á næstu dögum. Í tilkynningu frá HB Granda sagði einnig að farið yrði yfir málið. Í reglum Kauphallar fyrir útgefendur fjármálagerninga er kveðið á um skilyrði til þess að einstaklingar með stjórnunarlega ábyrgð teljist hæfir til að gegna störfum sínum.Rannveig Rist„Kauphöllin hefur lagt mikla áherslu á að einstaklingar sem bera stjórnunarlega ábyrgð í skráðum félögum, þar með taldir stjórnarmenn, eigi ekki feril að baki sem geti lagt orðspor viðkomandi félags í hættu eða dregið úr trausti á markaðnum,“ segir Baldur Thorlacius, forstöðumaður eftirlitssviðs Kauphallarinnar í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Grunnkrafan sem gerð er til skráðra félaga sé að markaðurinn sé upplýstur með fullnægjandi hætti um feril stjórnenda, sér í lagi þegar kemur að atriðum sem geta varðað brot gegn lögum eða reglum. „Í alvarlegustu tilvikunum, svo sem ef viðkomandi stjórnandi hefur verið sakfelldur fyrir efnahagsbrot eða borið stjórnunarlega ábyrgð í félagi sem hefur brotið alvarlega eða með ítrekuðum hætti gegn reglum Kauphallarinnar, getur þó komið til álita að athugunarmerkja hlutabréfin eða taka þau úr viðskiptum,“ segir Baldur.
Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira