Erlent

Danir taka þátt í hernaði á ný

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Forsætisráðherrann fagnar þátttöku Dana í hernaði gegn Íslamska ríkinu.
Forsætisráðherrann fagnar þátttöku Dana í hernaði gegn Íslamska ríkinu.
Forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt, fagnar því að danska þingið hafi samþykkt þátttöku Dana í lofthernaði gegn samtökunum sem nefnast Íslamska ríkið.

Danskir þingmenn samþykktu í gær með 94 atkvæðum gegn níu að senda sjö F-16- flugvélar á vettvang.

Þátttaka Dana í lofthernaðinum mun til að byrja með vara í eitt ár, að því er danskir fjölmiðlar greina frá. Forsætisráðherrann gerir ekki ráð fyrir þátttöku Dana í landhernaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×