Ferðamönnunum brugðið og fengu áfallahjálp Hanna Ruth Ólafsdóttir skrifar 27. september 2014 09:00 Mikill viðbúnaður Mikill viðbúnaður var á vettvangi en meðal þeirra sem komu að var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, björgunarsveitir á svæðinu auk Landhelgisgæslu.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Konan sem slasaðist við Þríhnúkagíga í gær er höfuðkúpubrotin og er haldið sofandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á Landspítalanum. Konan, sem er leiðsögumaður á fimmtugsaldri, féll sjö metra ofan í sprungu við gönguleið á milli Þríhnjúka og Bláfjalla ásamt Bandaríkjamanni á sjötugsaldri sem var staddur þar með hópi ferðamanna. Maðurinn hlaut einnig áverka á höfði en er þó ekki talinn vera alvarlega slasaður. Honum var þó haldið undir eftirliti á sjúkrahúsi í nótt. Maðurinn var í hópnum ásamt bandarískri konu sinni. Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri 3H Travel sem sá um leiðsögn hópsins, segir að unnið sé að því að skoða verkferla og athuga hvort bæta þurfi öryggi á staðnum. Enn er óljóst um tildrög slyssins. „Þegar svona gerist er að sjálfsögðu farið yfir alla okkar verkferla. Þarna virðist bara eiga sér stað hörmulegt slys og erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvað gerist, Það virðist sem leiðsögumaðurinn frá okkur hafi staðið við sprunguna og verið að segja hópnum frá einhverju á meðan hópurinn var að ganga yfir brúna. Hún hafi runnið til í bleytu og misst fótanna. Af hverju maðurinn dettur er óljóst en vitni töldu að um tvö aðskilin atvik hefði verið að ræða. Það er erfitt að segja á þessari stundu þar sem hann var ekki að fullu áttaður eftir slysið og hún meðvitundarlaus. Það er verið að skoða þetta og ræða við fólkið sem var á staðnum,“ segir Björn. Að sögn Björns voru aðstæður á svæðinu góðar þegar slysið átti sér stað. „Það er búið að rigna mikið en stígurinn er malarborinn. Aðstæður voru að öðru leyti góðar, ágætis veður, gott skyggni og allt slíkt. Að sjálfsögðu munum við skoða hvað gæti mögulega verið gert betur, en hingað til hafa aðstæður þarna verið taldar mjög góðar og mun betri en á mörgum öðrum stöðum sem ferðamenn sækja.“ Hinum ferðamönnunum í hópnum var talsvert brugðið eftir atvikið og fengu áfallahjálp. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, virðist ekki sem öryggi á svæðinu sé ábótavant en lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins. Aðgerðir á slysstað voru umfangsmiklar en hátt í 40 manns frá björgunarsveitum, Landhelgisgæslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglu tóku þátt í þeim. Auk þess flutti þyrla frá Norðurflugi björgunarfólk og búnað á staðinn. Tengdar fréttir Haldið sofandi á gjörgæslu eftir slys í Bláfjöllum Íslensk leiðsögukona hlaut alvarlegan höfuðáverka þegar hún og bandarískur ferðamaður féllu niður um sprungu í Bláfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. 26. september 2014 20:24 Slysið við Þríhnúkagíg: Konan sem slasaðist er leiðsögumaður Framkvæmdastjóri 3H Travel segir það óljóst hvernig sjö metra fall konunnar bar að. 26. september 2014 14:26 Féllu í sprungu við Þríhnúkagíg 26. september 2014 12:08 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Konan sem slasaðist við Þríhnúkagíga í gær er höfuðkúpubrotin og er haldið sofandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á Landspítalanum. Konan, sem er leiðsögumaður á fimmtugsaldri, féll sjö metra ofan í sprungu við gönguleið á milli Þríhnjúka og Bláfjalla ásamt Bandaríkjamanni á sjötugsaldri sem var staddur þar með hópi ferðamanna. Maðurinn hlaut einnig áverka á höfði en er þó ekki talinn vera alvarlega slasaður. Honum var þó haldið undir eftirliti á sjúkrahúsi í nótt. Maðurinn var í hópnum ásamt bandarískri konu sinni. Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri 3H Travel sem sá um leiðsögn hópsins, segir að unnið sé að því að skoða verkferla og athuga hvort bæta þurfi öryggi á staðnum. Enn er óljóst um tildrög slyssins. „Þegar svona gerist er að sjálfsögðu farið yfir alla okkar verkferla. Þarna virðist bara eiga sér stað hörmulegt slys og erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvað gerist, Það virðist sem leiðsögumaðurinn frá okkur hafi staðið við sprunguna og verið að segja hópnum frá einhverju á meðan hópurinn var að ganga yfir brúna. Hún hafi runnið til í bleytu og misst fótanna. Af hverju maðurinn dettur er óljóst en vitni töldu að um tvö aðskilin atvik hefði verið að ræða. Það er erfitt að segja á þessari stundu þar sem hann var ekki að fullu áttaður eftir slysið og hún meðvitundarlaus. Það er verið að skoða þetta og ræða við fólkið sem var á staðnum,“ segir Björn. Að sögn Björns voru aðstæður á svæðinu góðar þegar slysið átti sér stað. „Það er búið að rigna mikið en stígurinn er malarborinn. Aðstæður voru að öðru leyti góðar, ágætis veður, gott skyggni og allt slíkt. Að sjálfsögðu munum við skoða hvað gæti mögulega verið gert betur, en hingað til hafa aðstæður þarna verið taldar mjög góðar og mun betri en á mörgum öðrum stöðum sem ferðamenn sækja.“ Hinum ferðamönnunum í hópnum var talsvert brugðið eftir atvikið og fengu áfallahjálp. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, virðist ekki sem öryggi á svæðinu sé ábótavant en lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins. Aðgerðir á slysstað voru umfangsmiklar en hátt í 40 manns frá björgunarsveitum, Landhelgisgæslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglu tóku þátt í þeim. Auk þess flutti þyrla frá Norðurflugi björgunarfólk og búnað á staðinn.
Tengdar fréttir Haldið sofandi á gjörgæslu eftir slys í Bláfjöllum Íslensk leiðsögukona hlaut alvarlegan höfuðáverka þegar hún og bandarískur ferðamaður féllu niður um sprungu í Bláfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. 26. september 2014 20:24 Slysið við Þríhnúkagíg: Konan sem slasaðist er leiðsögumaður Framkvæmdastjóri 3H Travel segir það óljóst hvernig sjö metra fall konunnar bar að. 26. september 2014 14:26 Féllu í sprungu við Þríhnúkagíg 26. september 2014 12:08 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Haldið sofandi á gjörgæslu eftir slys í Bláfjöllum Íslensk leiðsögukona hlaut alvarlegan höfuðáverka þegar hún og bandarískur ferðamaður féllu niður um sprungu í Bláfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. 26. september 2014 20:24
Slysið við Þríhnúkagíg: Konan sem slasaðist er leiðsögumaður Framkvæmdastjóri 3H Travel segir það óljóst hvernig sjö metra fall konunnar bar að. 26. september 2014 14:26