Svíar kjósa þing á sunnudaginn Guðsteinn skrifar 11. september 2014 06:00 Stefan Löfven, leiðtogi Sósíaldemókrata, virðist eiga einhverja möguleika á að fella hægri stjórn Fredriks Reinfeldt. Vísir/AP Þrátt fyrir töluverða velgengni í efnahagslífi Svíþjóðar þau átta ár sem Fredrik Reinfeldt hefur verið forsætisráðherra virðast Svíar ekki ætla að flykkjast að baki honum í þingkosningunum, sem haldnar verða á sunnudaginn. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur lengi stefnt í að hægri flokkarnir missi töluvert fylgi, en stjórnarandstöðuflokkarnir bæti við sig. Bilið hefur þó verið að minnka verulega nú á allra síðustu dögum. Nokkur fylgisaukning myndi þó varla duga vinstri flokkunum til þess að ná meirihluta á þingi, og þar munar mest um Svíþjóðardemókratana sem hafa halað inn fylgi út á útlendingahræðslu sína og stefna nú í að fá tíu prósent atkvæða. Enginn annar flokkur vill sjá Svíþjóðardemókratana með sér í stjórn, þannig að þessi tíu prósent yrðu fyrst og fremst til þess að torvelda meirihlutamyndun bæði til hægri eða vinstri. „Við vöxum á því að fólk fái að koma inn í samfélagið okkar,“ sagði Reinfeldt forsætisráðherra í sjónvarpskappræðum í gær. Hann ítrekaði þá afstöðu sína að innflytjendur auðgi Svíþjóð og fjölmenning geri Svíþjóð að betra landi, en uppskar eins og vænta mátti hörð viðbrögð frá Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókratanna: „Þetta spennandi samfélag sem Fredrik Reinfeldt talar um einkennist af óeirðum og ýmsum öðrum grófum brotum.“ Åkesson er þar samt algerlega einn á báti meðal flokksleiðtoganna, þannig að vart verður mynduð hægri eða vinstri stjórn að loknum kosningum nema sem minnihlutastjórn með stuðningi eins eða fleiri flokka af hinum vængnum. Stjórn Reinfeldts hefur reyndar verið minnihlutastjórn seinnihluta kjörtímabilsins, þar sem tvö þingsæti vantar upp á að hún hafi þingmeirihluta. Fari svo, sem skoðanakannanir spá, yrði minnihluti hægri stjórnarinnar enn minni, en lítið myndi vanta upp á stjórnarmeirihluta vinstra megin. Þar gæti hið nýja Femínistafrumkvæði komið til bjargar. Gudrun Schyman, sem var leiðtogi sænska Vinstriflokksins á árunum 1993 til 2003, stofnaði flokkinn árið 2005 og gæti nú í fyrsta sinn átt möguleika á því að ná manni á þing. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Þrátt fyrir töluverða velgengni í efnahagslífi Svíþjóðar þau átta ár sem Fredrik Reinfeldt hefur verið forsætisráðherra virðast Svíar ekki ætla að flykkjast að baki honum í þingkosningunum, sem haldnar verða á sunnudaginn. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur lengi stefnt í að hægri flokkarnir missi töluvert fylgi, en stjórnarandstöðuflokkarnir bæti við sig. Bilið hefur þó verið að minnka verulega nú á allra síðustu dögum. Nokkur fylgisaukning myndi þó varla duga vinstri flokkunum til þess að ná meirihluta á þingi, og þar munar mest um Svíþjóðardemókratana sem hafa halað inn fylgi út á útlendingahræðslu sína og stefna nú í að fá tíu prósent atkvæða. Enginn annar flokkur vill sjá Svíþjóðardemókratana með sér í stjórn, þannig að þessi tíu prósent yrðu fyrst og fremst til þess að torvelda meirihlutamyndun bæði til hægri eða vinstri. „Við vöxum á því að fólk fái að koma inn í samfélagið okkar,“ sagði Reinfeldt forsætisráðherra í sjónvarpskappræðum í gær. Hann ítrekaði þá afstöðu sína að innflytjendur auðgi Svíþjóð og fjölmenning geri Svíþjóð að betra landi, en uppskar eins og vænta mátti hörð viðbrögð frá Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókratanna: „Þetta spennandi samfélag sem Fredrik Reinfeldt talar um einkennist af óeirðum og ýmsum öðrum grófum brotum.“ Åkesson er þar samt algerlega einn á báti meðal flokksleiðtoganna, þannig að vart verður mynduð hægri eða vinstri stjórn að loknum kosningum nema sem minnihlutastjórn með stuðningi eins eða fleiri flokka af hinum vængnum. Stjórn Reinfeldts hefur reyndar verið minnihlutastjórn seinnihluta kjörtímabilsins, þar sem tvö þingsæti vantar upp á að hún hafi þingmeirihluta. Fari svo, sem skoðanakannanir spá, yrði minnihluti hægri stjórnarinnar enn minni, en lítið myndi vanta upp á stjórnarmeirihluta vinstra megin. Þar gæti hið nýja Femínistafrumkvæði komið til bjargar. Gudrun Schyman, sem var leiðtogi sænska Vinstriflokksins á árunum 1993 til 2003, stofnaði flokkinn árið 2005 og gæti nú í fyrsta sinn átt möguleika á því að ná manni á þing.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira