Fáum undanúrslitaleik á heimavelli í fyrsta sinn í 17 ár Tómas Þór Þórðarsson skrifar 30. júlí 2014 06:00 Símun Samuelsen og Davíð Þór Rúnarsson eigast við í undanúrslitaleiknum 2006. Fréttablaðið/Anton „Við þurfum ekki að hefna fyrir eitt né neitt,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, við Fréttablaðið um undanúrslitaleikinn gegn Víkingi í Borgunarbikarnum í kvöld. Víkingur vann fyrri deildarleik liðanna, 3-1, en Kristján segir: „Deildin er allt önnur keppni, en auðvitað höfum við áhuga á að komast í úrslitaleikinn.“ Hann bætir við: „Við erum með nokkra leikmenn í okkar liði sem hafa spilað úrslitaleik og unnið hann. Og nú fáum við undanúrslitaleik í Keflavík í fyrsta skipti í 17 ár.“Sömu lið fyrir átta árum Keflavík og Víkingur áttust við í undanúrslitum bikarkeppninnar sumarið 2006. Þó gengi beggja liða sé svipað nú og þá, Víkingur reyndar fyrir ofan Keflavík í deildinni – annað en fyrir átta árum, þá eru aðeins þrír leikmenn eftir sem spiluðu leikinn í flóðljósunum á Laugardalsvellinum.Ingvar Kale varði mark Víkings, en fékk á sig fjögur mörk gegn virkilega vel mönnuðu liði Keflavíkur. Það hafði innanborðs spilara á borð við Baldur Sigurðsson, Jónas Guðna Sævarsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Símun Eiler Samuelsen. Hjá Keflavík eru eftir þeir Einar Orri Einarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson sem báðir komu inn á í 4-0 sigrinum fyrir átta árum í Laugardalnum. „Ég hef í rauninni ekkert pælt of mikið í þessu. Það hittist bara þannig á að þessi lið spila núna aftur undanúrslitaleik. Bæði lið voru um miðja deild þá og börðust um að spila við KR í úrslitum. Nú geta liðin einnig mætt KR í úrslitum. Þetta er athyglisvert, en vissulega allt annað dæmi í gangi,“ segir Kristján.Nýtum tækifærið Keflavík steinlá í Víkinni þegar liðin mættust fyrr í mánuðinum og Kristján veit hvað hans menn þurfa að laga frá síðasta leik. „Við þurfum að halda boltanum betur og uppspilið þarf að vera betra. Víkingar eru góðir í að vinna seinni boltann þannig við þurfum að vera sterkir í því. Við komumst í ágætis gír í síðasta leik gegn Val í seinni hálfleik en töpum. Við erum stundum kannski of gíraðir því við viljum svo vinna leikina á heimavelli,“ segir Kristján, sem hvetur sitt fólk til að fjölmenna. „Við vitum að Víkingarnir fjölmenna þannig það er um að gera fyrir Keflvíkinga að nýta þetta tækifæri og mæta á fyrsta undanúrslitaleik í bikar sem spilaður er í Keflavík síðan 1997. Það fór vel þá þannig að nú er bara að lengja verslunarmannahelgina um einn dag,“ segir Kristján Guðmundsson.Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Úr leik Víkings og Keflavíkur á dögunum.Vísir/Arnþór Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
„Við þurfum ekki að hefna fyrir eitt né neitt,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, við Fréttablaðið um undanúrslitaleikinn gegn Víkingi í Borgunarbikarnum í kvöld. Víkingur vann fyrri deildarleik liðanna, 3-1, en Kristján segir: „Deildin er allt önnur keppni, en auðvitað höfum við áhuga á að komast í úrslitaleikinn.“ Hann bætir við: „Við erum með nokkra leikmenn í okkar liði sem hafa spilað úrslitaleik og unnið hann. Og nú fáum við undanúrslitaleik í Keflavík í fyrsta skipti í 17 ár.“Sömu lið fyrir átta árum Keflavík og Víkingur áttust við í undanúrslitum bikarkeppninnar sumarið 2006. Þó gengi beggja liða sé svipað nú og þá, Víkingur reyndar fyrir ofan Keflavík í deildinni – annað en fyrir átta árum, þá eru aðeins þrír leikmenn eftir sem spiluðu leikinn í flóðljósunum á Laugardalsvellinum.Ingvar Kale varði mark Víkings, en fékk á sig fjögur mörk gegn virkilega vel mönnuðu liði Keflavíkur. Það hafði innanborðs spilara á borð við Baldur Sigurðsson, Jónas Guðna Sævarsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Símun Eiler Samuelsen. Hjá Keflavík eru eftir þeir Einar Orri Einarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson sem báðir komu inn á í 4-0 sigrinum fyrir átta árum í Laugardalnum. „Ég hef í rauninni ekkert pælt of mikið í þessu. Það hittist bara þannig á að þessi lið spila núna aftur undanúrslitaleik. Bæði lið voru um miðja deild þá og börðust um að spila við KR í úrslitum. Nú geta liðin einnig mætt KR í úrslitum. Þetta er athyglisvert, en vissulega allt annað dæmi í gangi,“ segir Kristján.Nýtum tækifærið Keflavík steinlá í Víkinni þegar liðin mættust fyrr í mánuðinum og Kristján veit hvað hans menn þurfa að laga frá síðasta leik. „Við þurfum að halda boltanum betur og uppspilið þarf að vera betra. Víkingar eru góðir í að vinna seinni boltann þannig við þurfum að vera sterkir í því. Við komumst í ágætis gír í síðasta leik gegn Val í seinni hálfleik en töpum. Við erum stundum kannski of gíraðir því við viljum svo vinna leikina á heimavelli,“ segir Kristján, sem hvetur sitt fólk til að fjölmenna. „Við vitum að Víkingarnir fjölmenna þannig það er um að gera fyrir Keflvíkinga að nýta þetta tækifæri og mæta á fyrsta undanúrslitaleik í bikar sem spilaður er í Keflavík síðan 1997. Það fór vel þá þannig að nú er bara að lengja verslunarmannahelgina um einn dag,“ segir Kristján Guðmundsson.Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Úr leik Víkings og Keflavíkur á dögunum.Vísir/Arnþór
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira