Erlent

Borgarstjóri Feneyja segir af sér vegna mútumáls

Bjarki Ármannsson skrifar
Giorgio Orsoni Borgarstjórinn hefur verið harðlega gagnrýndur af flokksfélögum sínum í kjölfar handtökunnar.
Giorgio Orsoni Borgarstjórinn hefur verið harðlega gagnrýndur af flokksfélögum sínum í kjölfar handtökunnar. Vísir/AP
Giorgio Orsoni, borgarstjóri Feneyja, sagði af sér í gær, einum degi eftir að honum var sleppt úr stofufangelsi. Hann var handtekinn í síðustu viku ásamt rúmlega þrjátíu öðrum í tengslum við rannsókn á spillingu innan borgarinnar.

Margir í borgarráði Feneyja kölluðu eftir afsögn Orsonis eftir handtöku hans, en hann er grunaður um að hafa tekið við mútum frá fyrirtæki sem sér um að byggja flóðvarnir í borginni. Orsoni gagnrýndi flokksfélaga sína í Demókrataflokknum fyrir lítinn stuðning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×